Vikan - 06.02.1969, Side 9
BRONKITIS
(lungnakvef)
Lungnakvef (sem al-
mennt er kallað bronkit-
is) er bólga í lungnapípu-
slímhimnum. Það eru
sýklar sem orsaka þessa
bólgu. Þessir sýklar eru
venjulega til staðar í háls-
og lungnapípuslímhimn-
um, en þeir gera ekki neitt
af sér, nema að mótstöðu-
afl slímhimnunnar veikist,
þannig að sýklarnir kom-
ist í gegn og orsaki bólgu.
Venjuleg ofkæling, með
nasakvefi og kverkaskít,
auðveldar sýklunum leið
niður í lungnapípurnar, og
þá bólgna slímhimnurnar.
Mótstöðuafl slímhimna í
lungnapípum getur minnk-
að við langvarandi inn-
öndun mengaðs andrúms-
lofts, þær verða veikari
fyrir, og þá er greiður
gangur fyrir sýklana.
Það er mjög mismun-
andi hve fólk er næmt fyr-
ir lungnakvefi. Það er
sennilegt að þeir sem hafa
verið kvefsæknir á barns-
aldri, séu móttækilegri á
fullorðinsárum.
Eldra fólki er lika hætt-
ara við lungnasjúkdómum,
en þeim sem yngri eru.
Vissir hjartasjúkdómar
veikja líka mótstöðuafl
lungnapípuslímhimnanna.
Bronkitis byrjar, eins og
áður er sagt, með kvefi,
kverkaskít og ónotatilfinn-
ingu. Eftir nokkra daga
kemur þurr hósti, hæsi,
sárindi fyrir brjósti og
nokkur sótthiti, en sjaldan
hár hiti.
Með hóstanum fylgir
uppgangur. Eftir nokkra
daga losnar um uppgang-
inn, hann verður þynnri
og oft blandaður gulgræn-
um kekkjum. Þessu fylgir
máttleysi og þreyta, og
það er algengt að hinn
sjúki heyrir urg í lungna-
pípunum. Þetta urg, sem
heyrist við öndun, er
vegna slimsins sem safn-
ast í lungnapípurnar. Það
er táknrænt fyrir Jsennan
sjúkdóm og heyrist mjög
vel í hlustunarpípu lækn-
isins. Andardráttur verður
líka sár og erfiður.
Við slæmu lungnakvefi
eru mörg húsráð, en fyrst
og fremst er að halda sig
í rúminu. Það getur linað
sviðann að anda að sér
gufu, sérstaklega ef mat-
arsódi er settur í vatnið.
Heitir drykkir, eins og t.
d. sítrónusafi, sólberjasaft
í heitu vatni, er ágætt til
að lina hóstann. Hóstasaft
fæst í lyfjabúðum, og önn-
ur leysandi lyf fást gegn
lyfseðli frá lækni.
Ef batinn lætur bíða eft
ir sér, eða ef sótthiti gerir
vart við sig aftur, þá er
það oftast merki um
lungnabólgu, sem sagt:
bólgan í lungnapípunum
hefur brotizt inn í lungna-
vefina. Lungnabólgu er
hægt að sjá með röntgen-
myndum, en það er ekki
alltaf hægt að staðfesta
það að um lungnabólgu sé
að ræða með venjulegri
rannsókn. Við lungnabólgu
eru notuð sérstök fúkalyf,
sem ekki eru almennt not-
uð við lungnakvefi, nema
þá til að fyrirbyggja eftir-
köst, t. d. hjá ungbörnum
og gömlu eða veikburða
fólki. (Ef smábörn fá
slæman og langvarandi
hósta, reynast fúkalyfin
vel).
Lungnakvef kemur oft
án nokkurrar áþreifan-
legrar ástæðu, en stundum
er það afleiðing annarra
þráasjúkdóma, eins og t. d.
astma, útvíkkunar í lungna-
pípum, berkla eða æxla.
Svo hefur líka bólga í
kinnholum áhrif á lungna-
pípurnar. Sýklarnir berast
með slíminu frá kinnhol-
unum gegnum nefkokið.
Þegar um langvarandi
lungnakvef er að ræða, er
nauðsynlegt að finna or-
sökina og haga sér eftir
því. T. d. er oft nauðsyn-
legt að stinga á kinnhol-
unum, fá ofnæmislyf við
astma, eða jafnvel að
skipta um vinnustað, til að
forðast ryk og mengun í
andrúmsloftinu.... ☆
H3C0*fh SÚPIIR
Svissneskar súpur
Ekkert land stendurframar í gestaþjónustu
og matargerd en SVISS.
HACO súpur eru frá Sviss
Hámark gæda
Vegetable de Luxe
Chickcn Noodle
Primavera
Leek
Oxtail
Celery
Asparagus
Mushroom
Tomato
6. tbi. VIKAN !)
NvjoisvoNissionv®