Vikan


Vikan - 06.02.1969, Page 11

Vikan - 06.02.1969, Page 11
PALLADÖMAR UM ALÞINGISMENN ÞYKJA JAFNAN FORVITNILEGT LESEFNI HÉR Á LANDI. VIKAN HEFUR FENGIÐ LÚPUS TIL AÐ SKRIFA NÝJA PALLADÖMA UM ALLA ÞÁ, SEM NÚ EIGA SÆTI Á ALÞINGI. LÚPUS VARÐ FRÆGUR FYRIR PALLADÖMA SÍNA, SEM BIRTUST í SUÐURLANDI OG SÍÐAN í SÉR- STAKRI BÖK FYRIR ALLMÖRGUM ÁRUM. FYRSTI ÞÁTTURINN VAR UM FORSETA SAM- EINAÐS ÞINGS, BIRGI FINNSSON, OG BIRTIST í 46. TBL. SlÐAN VERÐA ÞINGMENN TEKNIR FYRIR í RÉTTRI STAFRÖFSRÖÐ. FYRST ER ÞÁ EINA KONAN SEM SITUR Á ÞINGI, AUÐUR AUÐUNS, EN Á NÆSTUNNI BIRTAST ÞÆTT- IR UM AGÚST ÞORVALDSSON, ÁSGEIR BJARNASON, BENTDIKT GRÖNDAL OG ÞANNIG KOLL AF KOLLI. vegar dettur henni aldrei í hug að þoka sér fram fyrir eða skyggja á foringja sína. Auð- ur hefur hvergi frum{kvæð|i um skoðanir og málefni í því skyni að beita sér til átaka eða ráða öðrum úrslitum en þeim að greiða atkvæði. Hún er eins og spariklædd brúða á palli Sjálfstæðisflokksins, en þó ekki leikfang, spm allir valda. Auður Auðuns á til gust og þótta, en myndi aldrei hrista pilsin framan í þá flokksbræður sína, sem helzt ættu það athæfi skilið. Auður Auðuns er sæmilega máli farin. Hún undirbýr ræð- ur sínar dyggilega, tilgreinir staðreyndir eins og vera ber og dregur ályktanir, en kem- ur aldrei á óvart. Bezt lætur henni að taka á móti gestum sem forseti borgarstjórnar. Þá nýtur hún kurteisi sinnar og háttprýði, sem ekki sér á blett eða hrukku. Hún vinnur störf sín hægt, en af vandvirkni og samvizkusemi og reynist dug- legri og kjarkmeiri en margur hyggur. Gæti Auður sennilega kallazt skörungur, ef hún hefði ekki vanizt á of tillits- sama hlýðni við pólitíska yf- irboðara. Mest reyndi á Auði Auð- uns, þegar hún var borgar- stjóri. Þótti gott til hennar að leita í því vandasama og ann- ríka embætti og eigi síður fyr- irgreiðslu von af Auðar hálfu en Geirs Hallgrímsson- ar, sem er þó atkvæðamikill og sýnu ráðríkari. Var af sum- um á orði haft, að Auður myndi hafa verið ofríki beitt, þegar hún vék úr borgar- stjóraembættinu. Svo mun ekki geta talizt, enda er náin samvinna áfram með Auði og Geir borgarstjóra og þau löng- um á sama enda í reiptog- inu innan Sjálfstæðisflokks- ins, en reykvískar konur hafa margar saknað þess, að full- trúi þeirra lét af völdum í borgarskrifstofunum. IConu- ríki mætti vissulega aukast þar, svo og á alþingi og í stjórnarráðinu, en Auður Auð- uns hefur naumast forustu um neitt slíkt úr þessu. Hún getur hka dável unað sínum hlut, en íslenzkar konur eru ósköp lítilþægar, ef þær sætta sig lengi við svo stjúpmóður- legar sneiðar af þjóðfélags- kökunni að hafa aðeins átt sjö kjörna fulltrúa samtals á löggjafarsamkomunni alla þessa öld. Meirihluti kjósenda myndi víst hvergi una slíkri nægjusemi á timum hvers konar kröfugerðar og hags- munabaráttu. Fas Auðar Auðuns er ekk- ert í líkingu við geðríki kven- réttindahreyfingarinnar í ár- dögum hennar á Islandi. Auð- ur lieimtar ekki, en þiggur. Þess vegna gegnir í’urðu, hvað hún bar úr býtum. Frami hennar ætti hins vegar að færa íslenzkum stjórnmála- flokkunum heim sanninn um þá tímabæru ályktun, að völd kvenna muni þeim varla hættuleg. Þær gætu mun fremur misst stjórn á skapi sínu úti í kuldanum en inni í hlýjunni. Hins vegar kennist þróun af ferli Auðar til áhrifa og for- ráða. A henni sannast, að kemst þó að hægt fari. Flokkshlýðnin og tillitssemin hefur gefizt vel þessari mynd- arlegu og farsælu konu, sem skipar fallega sérhvert sæti á mannþingi íslenzkrar borg- arastéttar og á með virðuleik sínum og siðprýði drjúgan þátt í því, að hún unir göml- um tíma og úreltum viðhorf- um miklu lengur en tíðkast með þjóðum nágrannaland- anna. Auðjl Auðuns skcnrtir skapsmuni þeirrar uppreisnar- gjörnu kvenréttindahreyfing- ar, sem barðist forðum ung og reið, en hún bætir þeim úr- kynjuðu samtökum upp sitt- livað, sem þau gleymdu eða létu hjá líða. Ærsli bernsk- unnar endast sýnu verr en hæglát þolinmæði greindrar og skapfastrar konu, sem fet- ar sig upp mannvirðingastig- ann án þess að eftir henni sé tekið að kalla fyrr en hún er komin of langt til þess að sómasamlegt þyki, að sam- ferðamennirnir og keppinaut- arnir snúi henni aftur. Og Auður Auðuns átti alveg eins erindi í þann stiga og sumir, sem láta meira og hafa þar hærra. Lúpus. «. tbi. viKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.