Vikan - 06.02.1969, Page 12
Þa'ð var mjög fátt um manninn á barnum við flugstöðina. Nokkrar flug-
þernur sátu á háum barstólum, dingluðu löngum, grönnum fótleggjunum
og töluðu við barþjóninn. Annar þjónn var að fara með ölglas á bakka til
eldri manns, sem sat við hliðarborð.
Út við gluggann sat kona ein við borð, og horfði á fólkið fyrir utan. Hún
virtist djúpt sokkin niður í hugsanir sínar.
Maurice gat ekki haft af henni augun. Það var eitthvað við hana, sem
vakti hjá honum gamlar minningar, hálslínan, grannar, fallega lagaðar hend-
ur, — hann sá ekki framan í hana.
Hann var nýbúinn að fá kaffið sitt og var að opna dagblaðið, þegar hún
leit upp. Hjarta hans tók kipp. Áður en hann náði því að hugsa sig um, var
hann á leið að borði hennar. Hún leit upp, sýnilega hneyksluð yfir frekju hans.
— Þekkirðu mig ekki? Ég er Maurice!
Þá milduðust andlitsdrættir hennar.
— Nei, Maurice, ert þetta þú? Fáðu þér sæti! Og hún ýtti til hliðar tand-
urhreinum hvítum hönzkum og lakktösku.
Þau litu hvort á annað, með forvitni í svipnum, eins og fólk, sem einu
sinni hefur elskazt, en svo ekki sézt um langan tíma.
— Hve langt er síðan...? sagði hún.
— Tíu ár, sagði hann, sem vissi upp á dag hvenær hann sá hana síðast.
Vr
12 VIKAN 6 tbl'