Vikan


Vikan - 06.02.1969, Qupperneq 19

Vikan - 06.02.1969, Qupperneq 19
ÞANNIG Á AÐ LESA í LÍNURNAR Lífslínan. Hún sýnir hvað líður heilsufari og lífsorku. Breið bog- lína bendir á langlífi. Stutt lífslína. Þá er betra að fara varlega með sig, vilji maður ná háum aldri. „Hólmar“ í líflínunni. Sértu með það einkenni, verðurðu að gæta licilsunnar sérstaklega vel — en að vísu boðar þetta ekki dauðs- fall. Ilöfuðlínan. Hún vitnar um and- lcgan styrk þinn. Þeim mun neð- ar sem hún vísar, þeim mun meira ímyndunarafl. I>essi hönd tilheyr- ir hugsjónamanni, sem hefur sterk- ar tilfinningar, er hreinskilinn, tryggur og hollur vinum sínum. Hér er höfuðlínan löng og vísar mikið niður á við. Það bendir til mikils ímyndunarafls, listahneigð- ar og rómantíkur. Löng höfuðlína og bein. Hún til- heyrir manni, sem er rökfastur og tekur skynsemina ævinlega fram- yfir tilfinningarnar. En oft er hann misskilinn og talinn tilfinninga- laus. Iljartalínan. Hún sýnir tilfinning- arnar, stig þeirra, gæði og fyrir- ferð. Bein hjartalína bendir til af- brýðisemi. Línan hér að ofan mundi heyra til manneskju sem ekki getur séð neitt athugavert við þann sem liún elskar. Engu að síð- ur er þessi manneskja ekkert barnameðfæri í ástamálum. Forlagalínan segir til um feril þinn. Hún getur horfið næstum um eitthvert skeið ævinnar og komið aftur í ljós. Venjulega sést hún skýrt, þegar þú nálgast ósk- að takmark. Línan að ofan er kölluð fullkomin. Hún bendir til öruggs frama og ákveðinnar vitn- eskju um hvað maður vill. Næstum bein hjartalína. Þú ert gjarn á að tilbiðja óhóflega þann, sem þú elskar. En þú verður líka fljótt og auðveldlega fyrir von- brigðum með hann. Forlagalínan endar við höfuðlín- una. Það gefur í skyn að neikvæð- ir dómar og skoðanir geti stöðvað frama þinn, svo freml þú farir ekki þeim mun varlegar. Mjög djúp hjartalína sem endar miUi vísifingurs og löngutangar. Bendir á öðlingslund, næmar til- finningar og ræktarsemi við heim- ilið. Forlagalínan hefst við höfuðlínuna. Bendir til mikils strits framan af ævi, en ekki ber það verulegan ávöxt fyrr en eftir þrítugt. En eft- ir það á aUt að ganga vel. Tvöföld lífslína. Hún ber vitni um óvenjumikinn lífsþrótt og orku. Sértu með hana, ættirðu að halda fullum starfskröftum til hárrar elli. Stutt höfuðlína. Hún heyrir til heldur leiðinlegum og ákaflega nýtnum og hagsýnum manni, sem oft er jafnframt óþolinmóður. Hjarta- og höfuðlína renna saman þvert yfir lófann. Hjá þér skiptist á tilfinningakuldi og mjög innileg hollusta. Forlagalínan hefst við hjartalínu. Rithöfundar og myndlistarmenn hafa oft þannig forlagalínu. Hún bendir til að þeir nái góðum ár- angri eftir fertugt. e. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.