Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 21
 I Kaldbaksliorn. Svanshóll í Bjarnarfirði. tærri lind frá barmi móður jarð- ar eða ástföngnu auga elskhug- ans. * Inn frá Húnaflóa vestan-verð- um liggur Steingrímsfjörður. Miklu utar, en þó í sömu átt, Reykjafjörðlur. Milli fjarðanna að byggðabaki er Trékyllis- heiði, oft torfær sökum harð- viðra að vetri en grýtt og sein- farinn sumarvegur. Fjallskagi gengur fram milli fjarðanna, hár og hrikalegur hið nyrðra en sunnar lágur og línumildur. Norðan Steingrímsfjarðar er Bjarnarfjörður og fram af hon- um broshýr og grösug byggð. Dalurinn er sléttur að kalla, fyrr voru þar víðlend og góð engi en eru nú töðuvellir. Hlíðarnar beggja megin eru með bröttum hamrahjöllum, vaxnar ilmbjörk og víði. Inn í hálendisálmuna sem fram gengur milli Bjarnar- fjarðar og Reykjafjarðar sker- ast Veiðileysufjörður og Kald- baksvík, er þar víða hrikalegt umhverfi. Gnípur háar, hamrar við brúnir og hlíðar skriðurunn- ar. Framan við miðjan Bjarnar- fjarðardal, undir brattri hjalla- hlíð er Svanshóll. Þar greina fornar sögur að búið hafi Svanur mágur Höskuldar Dalakollsson- ar, bróðir Jórunnar konu hans. Því sendi Hallgerður þangað Þjóstólf ástmann sinn er hún vildi forða honum undan reiði föður síns og bræðra. Sagt er, að Svanur hafi verið forn í skapi og kunnáttusamur. Gerði hann stundum glettingar, sem orðið gátu til óþægðar mótherjum hans. Belg átti hann gráan, er hann blés í þegar honum gazt ekki að heimsóknum svo sem þá er Ósvíf- ur hugðist sækja hann heim, en lenti í villu og hleypti hestum sínum í foræði, mundi engum ó- kunnum greið vegleysa í dökkri þoku um Bjarnarfjarðarháls, þótt nú á tímum væri og yfir félli með eðlilegum hætti. Skammt ofan við Svanshól er lægð í fjallið, var sagt að Svanur brygði sér þar inn og kæmi út í Svansgjá vestan Kaldbaksvíkur, þótti honum sú leið skemmri er hann vildi flýta för sinni en krókurinn um Bala norður. Kaldbakshorn, nær 700 m hár stuðlabergshamar rís vestan Vík- urinnar, og frá honum skriður í sjó fram. Brött fjöll eru norðan víkurinnar og allt umhverfis dal- inn, og er hann hið neðra skjól- sæil og grösugur, en meðfram víkinni er mjög stutt frá fjöru að hlíðarfæti. Þarna nam land Onundur tré- fótur og sagt er, að kuml hans sé fremst í dalnum. Kaldbaksvíkurbúar (Kaldbak- lingar), hafa langt framan úr öldum verið menn harðsnúnir og ekki brostið kjark við nein smá- ræði, enda nokkuð þurft til að sjá þar vel borgið fjölmennu heimili, en karlar og konur fyrri tíma, sem þar höfðu búsetu voru kynsælt fólk. Sjósókn var oft erfið vegna brimlendingar. Yfir kleifina und- ir Kaldbakshorni var tæp og hættuleg leið inn til Bjarnar- fjarðar. Féll það jafnan í hlut Kaldbaksbóndans, að höggva þar sporaslóð um vetur og fylgja þeim er litlir fjallgöngumenn voru inn yfir Slitranefið. Börnin höfðu verið tólf. Nú voru þau eftir ellefu. Einn sonur- inn fórst í brimlendingunni. Fað- ir hans tók á móti honum þegar aldan skolaði honum látnum á land, og bar hann heim á fjal- irnar. Það var sem högl hrykkju af augum hans þegar hann strauk hrjúfri hendi andlitið stirðnaða til hinztu kveðju. — Brúnin er loðin og hvöss. Allt svipmótið sem steypt í sama form og um- hverfi byggðarinnar sem hann ól. — Aldarfarið var erfitt. Haf- ís og vorharðindi flest ár og þess vegna lítill bjargræðisafli. Nú voru liðin vorjafndægri, ennþá var íshrafl um allan sjó. Birgðir fyrir fólk og fénað því nær til þurrðar gengnar. Fénu var ekki hægt að koma norður í landið sökum djúpfennis. í fjallinu of- an við bæinn var hengjan búin að vera vikum saman. Þennan vetur hafði hún verið stærri og meira ógnvekjandi en flest ár áður, þau er menn mundu, enda var fólk- inu orðið tíðlitið upp í fjallið. — Hvenær? Annað virtist óhugs- andi. Hún hlaut að falla, en hve- nær, og hvað mundi hún taka með sér? Veðrið var mildara þennan morgun. Daginn áður hafði þiðn- að dálítið og ísinn lónað út fló- ann, en svo hafði aftur kyngt niður slyddusnjó um nóttina. Nú var uppstytta. Bóndinn var ný- búinn að höggva spor í kleifina, en um hana hafði ekki verið fjölfarið síðustu vikur. Það bár- ust því ekki miklar fréttir af fjölskyldunum úr Víkinni a.mk. ekki þeirri sem norðar bjó. „Karlinn er harðlyndur þver- haus,“ sögðu menn. „Hann er vís til að láta allt drepast bæði fólk og fénað, fremur en leita á náðir sveitarinnar. Líka er hann upp- fullur af þjóðmálarembingi og mundi illa sætta sig við að vera réttlaus til afskipta á þeim vett- vangi.“ Guð láti gott á vita. Tveir menn eru að staulast innan yfir Kleifina. Þeir þræða sporaslóð- ina með varúð, fara þar næst heim að bænum undir hamrin- um, dveljast þar góða stund og inna bóndann eftir hag heimilis- ins. Svo leggja þeir leið sína norður yfir sandinn. Þeim verð- ur tíðlitið upp í fjallið. — Það er engin fyrirsjón að leggja í þetta. Karlskrattinn hefði lík- lega getað komið inn yfir Kleif- ina um leið og hann hjó spora- slóðina og látið þess getið væri heimilinu einhvers vant. Liklega bezt að láta hann bara eiga sig. Þeir silast þó í áttina, annar með létta tösku. í henni eru skjölin, þar sem skráð er skýrsl- an um hinn tímanlega efnahag fólksins í byggðinni. Nú vantar þar aðeins eitt nafn og eftir því er verið að leita. Húsbóndinn stendur fyrir dyr- um úti, harðleitur og brúnamik- ill. Eftir að hafa tekið kveðju komumanna býður hann þeim að ganga í bæ sinn. Annar þeirra pjakkar staf sín- um í frerann, lítur upp í fjallið og kveður þá verða að hafa hraðann á, enda erindinu fljótt af lokið. Bóndi sér hvert gestirnir renna augunum. „Jæja, sýnist ykkur hún heldur óálitleg þessi. Hún er nú búin að ógna mér og hyski mínu í nokkra mánuði. Og ef ég þekki rétt til, þá fer hún senn að falla.“ Það, er sem kaldur straumur hríslist niður bak komumanna. „Við erum aðeins komnir til að inna þig eftir matar- og hey- birgðum,“ og nú fálmar annar komumanna niður í tösku sína. „Það er óþarfi að vera að taka upp pappírana, Gísli litli. Hér eru engar birgðir, sem tekur því að skrifa. „En hreppurinn hefur einhver úrræði til styrktar þeim sem lak- ast eru staddir," segir nú staf- karlinn. „Ójá, miskunn sveitar- innar er nú skilmálum háð og ég hef hugsað mér að treysta Framhald á bls. 41. 6. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.