Vikan - 06.02.1969, Page 23
— Og ég ætla að ná hausleðrinu af Outakke, sagði Romain de
i’Aubigniére.
Mopuntokk lyfti höndinni til að tala og allir hlustuðu á hann í
virðulegri þögn.
Föltrýnin höfðu lært af villimönnunum að gripa aldrei fram í fyr-
ir manni meðan hann var að tala og hlusta hver á annan með virð-
• ingu. Allir viðstaddir virtust skilja hvað höfðingi Metalakkanna var
: að segja. Loménie sá að Angelique hafði áhuga en skildi ekki, hann
: hallaði sér i áttina til hennar og túlkaði i lágum hljóðum orð höfð-
ingjans.
— Við erum umkringd aí Irokum sem reika um landið eins og
hungraðir siéttuúlfar. Þeir óska að gereyða börnum dögunarinnar. Við
rákumst á hina grimmu nöðru á landamærum lands okkar og hún
hótaði okkur stríði, en hvíta konan sneri sér óhrædd að henni og
; þeytti henni ofan í vqtnið. Nú hefur hin grimma naðra glatað afli
: sínu, hún veit það og leitar friðai' við okkur.
— Guð -gefi að þú hafir rétt fyrir þér svaraði Perrot.
j — Það er þessi 'skjaldbökusaga aftur, sagði Angelique við Loménie.
- Ég verð að viðurkenna að meðan á þessu stóð var ég hrædd, en
það hvarflaði aldrei að mér að sjá þessi dularfullu tákn í atburðunum.
Var þetta' i raun og veru svona mikilvægt?
Hún dreypti á glasi sinu og fann eplaangan neðan af botninum.
Loménie virti hana brosandi fyrir sér.
— Ég held að þér séuð að missa kviðann nú þegar, sagði hann. —
Þér eruð_komnar á það stig að hryllingssögurnar, sem þér heyrið á
hverjum úegi hafa varla meiri áhrif á yður en siðustu kjaftasögurn-
ar. Sannið til, þér munuð venjast þessu lífi mjög fljótlega.
— Þaði getur stafað af þessu ijómandi vini og vingjarnlegum hug-
hreystingum yðar, sagði hún með bliðlegu augnaráði. — Þér kunnið
nákvæmlega hvernig á að fara að konum. Ó, i guðanna bænum mis-
skiljið míg ekki. Ég á við að þér búið yfir einkennilegri fágun sem
er sjaldgæf, þegar hermenn eru annarsvegar, og hæfileika til að byggja
upp sjálfstraust. konunnar, fullvissa hana og gefa henni þá tilfinn-
ingu að hún skipti í raun og veru máli. Hvar öfluðu þér yður þess-
arar leikni, Monsieur d’Loménie?
— ,Ta, hugsaði greifinn, en varð ekki hið minnsta vandræðalegur.
— Ég hugsa að ég hafi áunnið mér þetta þau ár sem ég vann fyrir
Monsieur de Maisonneuve.
Hann sagði henni hvernig hann hefði komið til Kanada, i þann mund
er hinn hrausti aðalsmaður var að stofna Ville-Marie á Montrealeyj-
unni, um það leyti voru ung hjón að koma til Nýja Frakklands frá
Gamla Frakklandi ásamt stúlkunum sem konungurinn sendi til að ganga
að eiga Iandnemana, Hann, Loménie, hafði fengið það hlutverk að
fara til fundar við það á bökkum Saint-Lawrence, veita þvi ráð og
hjálpa því að venjast þessu nýja og frumstæða lífi.
— Á þeim tima bjuggum við við stöðugar árásir Iroka og sá maður
var ekki til rneðal okkar, sem átti ekki á hættu að glata höfuðleðri
sínu á sínu eigin dyraþrepi. Landnemarnir stunduðu uppskerustörfin
með byssuna í annarri hendi, konungsstúlkurnar, sem okkur voru
sendar voru að flestu leyti viðkunnanlegar. laglegar og dyggðum prýdd-
ar stúlkur, en þær kunnu mjög lítið að stjórna húsi eða vinna á
ökrunum. Mademoiselle Bourgoys og ég fengum þá ábyrgð að kenna
Þeim.
— Og hver var Mademoiselle Bourgoys?
— Guðdómleg, ung kona sem kom frá Frakklandi í þeim tilgangi ein-
um að kenna börnum landnemanna.
— Alein?
— Alein í fyrstu, undir vernd Monsieru de Maisonneuve. Landsstjóri
okkar áleit ekki mögulegt um það leyti, að koma hér upp nunnureglu
á svona afskekktum úthjara, oftast neyddumst við til að búa öll sam-
an í virki. Mademoiselle Bourgoys fjallaði um sár hinna særðu, þvoði
þvottana, kenndi konunum að prjóna og leysti úr deilumálum þeirra.
— Ég hefði gaman af að lcynnast henni, sagði Angelique. —- Br hún
enn í Kanada?
— Já, sannarlega! Hún hefur nú orðið sér úti um félagskonur, sem
hjálpa henni við störf hennar og hún hefur yfir að ráða litJum hópi
kvenna, sem kenna um það bil hundrað börnum í Ville-Marie og i
Þorpunum umhverfis Quebec og Þrífljót og fyrir mitt leyti, þar sem
Montreal er borg sjálfri sér næg og Moniseiur de Maisonneuve hefur nú
verið kallaður aftur til Frakklands, réðist ég aftur í herþjónustu, undir
stjórn Monsieur de Castel-Morgeat, hershöfðingja í Nýja Frakklandi.
En ég mun aldrei gleyma þeim tíma, þegar ég varð gerður að yfir-
matsveini, til að kenna hinum nýkomnu frá Frakklandi, nokkrar upp-
skriftir til að gleðia með væntanlega eiginmenn sína.
Angelique hló að hugmyndinni um þennan ofursta í bláum samfest-
ingi, önnum kafinn við að kenna munaðarleysingjunum af fátækra-
heimilunum, sem ráðuneytið hafði verið svo rausnarlegt að losa sig við
með því að senda vestur um haf, til að giftast þar, frumatriði matseldar
fyrir fjölskyldu.
— Það hlýtur að hafa verið dásalmegt fyrir þær að fá yður til að
taka á móti sér og fá að vera i félagsskap yðar. Konurnar hljóta að
hafa verið stórhrifnar af yður, var það ekki?
— Nei. það held ég ekki. svaraði Loménie.
— Það hlýtur að vera, þér eruð syo aðlaðandi.
IiOménie hló. Hann sá að hún var tekin að finna töluvert á sér,
— Varð ekki mikii afbrýð'semi út úr þessu öllu? spurði Angelique?
—■ Alls ekki, Madame. Siáið þér til. Þetta var guðhrætt samfélag
með ströngum hegðunarreglum. Hefði öðruvísi verið hefðum við aldrei
Framhald á bls. 50.
6. tw. VIKAN 23