Vikan - 06.02.1969, Qupperneq 41
— Ertu ánægð yfir því? spurði
hann.
— Hvort ég er, sagði hún. —
Þetta hefir verið dásamlegt
ferðalag, en það verður líka dá-
samlegt að komast Lnn í hvers-
dagslífið aftur. Finnst þér það
ekki líka?
— Jú, ástin mín, sagði hann
og þrýsti hönd hennar undir
borðinu.
Þau höfðu verið gift í hálfan
mánuð, og hann elskaði hana
meira en hann gat lýst með orð-
um, þrátt fyrir Marianne.
— Hversvegna sagði ég Mari-
anne ekki frá Jeannine? spurði
hann sjálfan sig. Ég hefði getað
sagt að konan min væri á hár-
greiðslustofu, og óskað þess að
hún kæmi með til að heilsa upp
á hana. En hann vildi ekki
blanda þessarri nýfengnu ham-
ingju við neitt frá gamalli tíð,
þegar honum hafði liðið svo illa.
Og svo fannst honum líka ó-
sjálfrátt að hann hefði orðið að
taka tillit til konunnar frá æsku-
árunum. Hví skildi hún ekki fá
að halda draummyndinni um
forna ást?
Hann leit út um gluggann, þar
var ílugvél að taka á loft. Það
var líklega vélin sem bar Mari-
anne burt frá honum.... Burt
fyrir fullt og allt....
☆
Kirkjan á fjallinu
Framhald af bls. 21.
ögn lengur á guð og lukkuna
fremur en lyklavöld sveitar-
sjóðs.“ „Þú hefur ekkert leyfi
til að stofna svona stóru heim-
ili í voða með þrákelkni þinni“
— „Já, satt er það, stórt er heim-
ilið, en engir aukvisar munu
hér upp vaxa, þótt stundum hafi
verið hart undir tönn á borð
borið.“
— Allt í einu þungur dynur.
Þeim verður öllum litið til fjalls-
ins. Hengjan er fallin úr brún-
inni og snjóskriðan sýnist stefna
beint á bæinn. — Sá hinn skrift-
lærði hefur misst töskuna sína og
hún runnið fram í varpann.
Flóðið, sem nú æðir fram rétt
við tær þeirra, þrífur hana með
sér og ber á sjó fram.
— — Hljóðir og fölir halda
aðkomumennirnir heím á leið.
Hin skráðu skjöl, vofctorðin um
allsnægtir eins og eymd annars,
hafa þeir af hendi látið. Rödd
fjallsins hefur til þeirra talað á
ótvíræðan hátt.
— Hinn næsta dag brá til bata.
Suðrænn andvari bræddi klak-
ann. Hafísinn var horfinn af fló-
anum og hóglát alda kviknaði
við sandinn. Að kvöldi var fag-
ur fiskur úr sj(ó dreginn á borð,
borinn. Álögum vetrarins var af-
létt í bili.
Mörg slík saga lifir í vitund
þeirra sem ungir muna hin síð-
ustu aldahvörf.
BINDINDI BORGAR SIG
TRYGGIÐ BÍLINN H3Á ABYRGÐt
ABYRGD
H
r
TRYGGINGA1:I:.LAG FYRIR
BINDINDISMENN
Skúlagötu 63 - Símar 17455 - 17947
Eftir því sem tækninni fleygir fram og bílarnir verða fullkomnari og einfaldari - og þar af leiðandi
auðveldari í notkun, eftir því ætti umferðin að verða greiðari og léttari og umferðarslysin færri.
En er raunin sú? Nei. - Hvers vegna? Vegna þess að í langflestum tilfellum eru umferðarslysin
ökumönnunum að kenna, en verða ekki rakin til galla eða bilunar á ökutækinu. Bílum hefur fjölg-
að mjög mikið undanfarin ár, umferðin eykst stöðugt og með betri bílum hefur hraðinn einnig auk-
izt. Allt krefur þetta meiri leikni og aðgæzlu af ökumanninum, hann verður ávallt að vera vel vak-
andi við aksturinn, alltaf allsgáður í fyllstu merkingu þess orðs. Og ekki aðeins undir stýri, heldur
í öllu lífi sínu.
Yfir 35 ára reynsla ANSVARS, alþjóðlegs tryggingafélags fyrir bindindismenn, hefur ótvírætt sýnt,
að bindindismenn valda færri umferðarslysum en aðrir ökumenn. Þessvegna hafa á þessum árum
þróazt bindindistryggingafélög í samvinnu við Ansvar International á öllum Norðurlöndum, Eng-
landi, Hollandi, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Ábyrgð hf. er einn hlekkur í þessari stóru
tryggingarkeðju bindindismanna. Heildariðgjöld félaganna er um 1.6 milljarður króna á ári og um
260 þúsund ökutæki eru tryggð hjá samtökunum.
Fyrir bíl yðar býður ÁBYRGÐ eftirfarandi tryggingar:
1. ÁBYRGÐARTRYGGINGU, þ. e. hina lögbornu skyldutryggingu.
2. ÖKUMANNS- OG FARÞEGASLYSATRYGGINGU.
3. ALKASKÓTRYGGINGU. Með þeirri tryggingu er bíllinn tryggður fyrir vagntjóni, þ. e. á-
rekstri, veltu, hrapi; brunatryggður, rúðutryggður (allar rúður) og þjóftryggður.
4. HÁLFKASKÓTRYGGINGU, sem tryggir bílinn fyrir bruna-, rúðu- og þjófnaðartjónum.
5. „GRÆNA KORTS" UTANLANDSTRYGGINGU, sem gildir fyrir bílinn á ferðalagi erlendis.
Kjör Ábyrgðar eru hagstæð, þar sem Ábyrgð tryggir eingöngu bindindismenn. Ábyrgð hefur
frá upphafi kappkostað að veita góða þjónustu og fljót og örugg tjónauppgjör. Leitið upplýsinga
og sannfærist um að BINDINDI BORGAR SIG.
6. tbi. vikaN 41