Vikan


Vikan - 06.02.1969, Síða 43

Vikan - 06.02.1969, Síða 43
Leynifarþeginn minn Framhald af bls. 17. lausar, aðrar dimmgrænar og kringlóttar eins og sígrænir lundar, en á hinum stærri rísa ásar og klettasnasir upp af gróð- urlendinu. Þessar eyjar eru svo til óþekktar, varla að þær séu markaðar á landabréf, engar skipakomur, engin viðskipti, enginn veit hvaða mannlíf það er, sem þær hafa að geyma. Lilc- lega eru þarna þorp, — það má sjá að fiskimenn stunda þar veiðar — að minnsta kosti á hinum stærr.i, og líklega eru einhverjar samgöngur á sjó vi'ð meginlandið. En allan morgun- inn, þann stm við sigldum þarna framhjá, fyrir byr sem varla gat heitið því nafni, sá ég engan mann og engan bát í kiki mín- um er ég beindi honum að eyj- unum. Um hádegið skipaði ég ekki fyrir um að breyta stefnunni, og skeggið á fyrsta stýrimanni varð enn vandræðalegra en áður, og mér sýndist það bjóða mér að veita sér athygli á óskaramfeil- inn hátt. Svo ég gat að lokum ekki orða bundizt: „Ég ætla að láta stefna beint að landi. Beint, og eins langt og komizt verður.“ í þeim stóru augum, som liann setti upp, fólst ofstæki, og hann varð úttalegur á að Jiorfa snöggvast. „Það er ekkert vit í að sigla á flóanum miðjurn," hélt ég áfram, eins og ekkert væri. „Ég ætla að vita hvort ekki fer að standa vindur af landi þegar fer að kvölda.“ „Guð hjálpi mér! Haldi'ð þér þá, herra, að það sé varlegt að sigla í myrkri innan um alla þessa hólma og rif?“ „Því ekki það — ef vindur skyldi standa af landi við þess- ar strendur þá finnst hann bezt nærri þeim.“ „Guð hjálpi mér!“ sagði hann aftur í sömu andrá. Allan þarm dag, það sem eftir var, var hann íhugandi og viðutan á svipinn, en það merkti hjá honum að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Að loknum hádegisverði fór ég í klefa minn og lézt ætla að fá mér blund. Við tvífararnir fór- um þá að skoða landabréf, sem ég lagði, vafið upp til hálfs, of- an á rúmið mitt. „Sko,“ sagði ég. ,Ég er sann- færður um, að þetta er Koh- ring. Ég hef verið að skoða það í kíkinum síðan um sólarupprás. Fjallið hefur tvær háar eggjar og dæld á milli. Ekki getur ver- ið nein mannabyggð þar. Og þarna yfir á ströndinni glittir í eitthvað, sem sýnist vera ós á stórfljóti, og vafalaust er borg þar ekki langt fyrir ofan. Hérna sýnist mér vera bezta tækifæri fyrir yður, að svo miklu leyti sem ég get um það dæmt.'‘ „Já, Koh-ring hlýtur það að vera.“ Hann horfði hugsandi á landa- bréfið, eins og væri hann að reyna að gera sér sem ljósasta grein fyrir öllu, sem af því mátti ráða, væri að skoða það úr lofti í mikilli hæð, og sæi sjálfan sig ganga um eyðilega staði í Coc- hin-Kína, en síðan burt þaðan inn í ókannað land. Og þá var engu líkara en að á skipinu væru tveir skipstjórar, sem báðir réðu ferðinni. Ég var svo áhyggju- fullur og utan við mig allan þennan morgun, að ég hafði ekki haft rænu á að klæða mig. Ég var enn í náttfötunum mínum, með stráskó á fótunum, og hvít- an hatt, linan, á höfði. Það var svo illheitt á þessum flóa, og skipshöfnin var orðin því vön að sjá mig svona klæddan á þil- farinu. „Skipið mun fara framhjá suðuroddanum um leið og því verður stefnt að landi,“ hvíslaði ég í eyra hans. „Ekki veit ég, hvenær það verður, en víst ekki fyrr en dimmt er orðið. Eg ætla að þoka því nær landi um svo sem hálfa mílu, að svo miklu leyti, sem ég get mælt það í myrkrinu. —“ „Farið varlega,“ hvíslaði hann með varnaðarhreim í röddnni — og þá rann það upp fyrir mér um leið, að allt sem ég átti ólif- að, allt sem ég mátti vænta mér, var undir því komið, hvernig til tækist á þessari fyrstu skip- stjórnarferð minni, það gat eins vel verið að allt hrindi til grunna. Ég mátti ekki dvelja mínútu lengur þarna í klefanum. Ég benti honum að fela sig og fór svo aftur í skut. Alvarlegi stýri- maðurinn var á verði. Ég gekk fram og aftur meðan ég var að hugsa ráð mitt, gaf honum svo merki um að koma til mín. „Náið í tvo háseta og látið þá taka hlerana frá á aftara þil- fari.“ Annaðhvort var að hann gleymdi sér svo í undrun sinni, eða að hann hirti ekki um að sýna yfirmanni sínum skylduga virðingu, er hann svaraði svo: „Opna hlerana á aftara þil- fari? Til hvers, herra?“ „Hið eina, sem þér þurfið að vita um það, er það, að ég skipa svo fyrir. Opnið þá vel og kræk- ið þeim vel.“ Hann roðnaði og fór, en ég held að hann hafi skotið ill- kvittinni athugasemd að timbur- manninum um það, hve rík þörf væri á að hleypa hreinu lofti inn í skipið um hlerana á aftara þilfari. Ég vissi að hann skauzt inn í klefa stýrimannsins til þess að tilkynna honum þetta, því yf- irskeggið birtist á þilfarinu inn- an stundar, eins og af tilviljun, og hann skotraði til mín augum laumulega, líklega til að ganga úr skugga um það hvort heldur ég væri drukkinn eða vitlaus. Stuttu fyrir kvöldmat — en þá var ég jafnvel ennþá eirðar- lausari en nokkru sinni fyrr, — náði ég snöggvast tali af tvífar- anum mínum. Hann sat á hnalli sínum svo dauðkyrr að furðu mátti gegna, ■— tæplega ætlandi mennskum manni. Ég sagði honum allt um það, hvernig ég hafði hugsað mér að haga flóttanum, og bar ótt á, því að tíminn var naumur. „Ég læt skipið sigla eins nærri landi og ég þori og sný svo við. Ég held mér verði engin skota- skuld úr því að koma yður fyrir í seglageymslunni. Á henni er op, sem er ætlað til þess að draga seglin út um, og veit út að aftara þilfari, og þetta lúku- gat er aldrei haft aftur þegar vel viðrar, það er gert til þess að seglin viðrist. Þegar skipið stöðvast og allir hásetarnir eru aftur í að vinda segl, þá er leið- in opin og örugg fyrir yður að laumast út og fara fyrir borð, gegnum hleraopin á þilfarinu. Ég hef látið opna þau bæði og krækja þeim upp. Hafið reipi til að síga í svo ekki heyrist skvamp. Það gæti farið illa ef einhver heyrði það. Já, það held ég yrðu ljótu lætin.“ Hann þagði andartak og sagði svo: „Já, ég skil.“ „Ég ætla ekki að vera þarna viðstaddur á meðan,“ sagði ég og varð að taka á til þess að geta sagt það.... „Annars . . . ég vona að ég hafi gert þetta nógu skilmerkilegt.“ „Vissulega. Frá upphafi til enda.“ — Og nú fyrst fannst mér gæta nokkurs óstyrks í rödd- inni, það lýsti sér í henni ein- hver þvingun. Hann greip utan um handlegginn á mér, en þá kvað við í bjöllunni, sem kvaddi til kvöldverðar, svo ég hrökk við. Ekki hrökk hann við, sleppti aðeins takinu. Að kvöldverði loknum fór ég ekki niður fyrr en eftir klukkan átta. Þá blés rakur, hægur vind- ur í seglin, dimm og vot, byr- inn var hinn æskilegasti. Heið- skírt var yfir og stjörnubjart, og þessir dimmu blettir á hafinu, sem greindust að og færðust til í hlutfalli við stjörnurnar, það voru eyjarnar. Á aðra hönd var ein sem bar af að stærð og var hún hærri en hinar og skyggði á meira af himninum ofar hafs- brún. Hún var fjarlægari. Þegar ég opnaði dyrnar var mér sem ég sæi sjálfan mig vera að skoða landabréf. Hann hafði Jmwn't baby BARNÍÐ VÐAR á aðeins það bezta skilið 0. tbi- VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.