Vikan - 06.02.1969, Page 45
„Sg er hræddur um, herra, að
eldurinn sé slokknaður og það
fyrir þó nokkru."
„Þá er að gæta að því.“
Hann stökk upp stigann.
„Núna,“ hvíslaði ég nokkuð
hátt, líklega of hátt, en mér
fannst ég ekki mundu koma upp
nokkru hvísli. Hann var kominn
áður en mig varði, tvífarinn
minn, og hann fór ekki stigann,
heldur gegnum rennihurð að
mjóum öngstiga. Svo komumst
við út að seglageymslunni, og
skriðum á hnjánum yfir seglin.
Þá datt mér nokkuð í hug allt í
einu. Ég þóttist sjá sjálfan mig
á gangi, berfættan, berhöfðaðan,
brennheitt sólskinið úr hálofti
og ekkert til hlífðar. Svo ég tók
lina hattinn minn hvíta, og
þrýsti honum í mesta flýti á
kollinn á tvífara mínum, en
hann stympaðist við. En svo
held ég hann hafi allt i einu
skilið hvað ég meinti með þessu,
því hann lét undan. Og svo tók-
umst við þéttingsfast í hendur,
og allrasnöggvast hvíldi hand-
takið kyrrt.... Hvorugur sagði
neitt þegar við skildum.
Eg stóð rólegur og hljóður við
búrdyrnar þegar brytinn kom.
„Því miður, herra. Hálfkalt í
katlinum. Á ég að kveikja á
sprittlampanum? “
„Nei, við skulum láta það eiga
sig.“
Sg gekk hægt út á þilfarið. Nú
varð ekki umflúið að fara eins
nærri landi og framast var
óhætt, því hvenær sem skipið
stöðvaðist hlaut hann að stökkva
fyrir borð. Hlaut hann? Héðan
af varð ekki snúið við, hann átti
einskis annars úrskosta. Eftir
stutta stund gekk ég yfir að hlé-
borða og ég fékk kökk í hálsinn,
það var svo voðalega stutt til
lands fyrir stafni. Ef öðruvísi
hefði staðið á hefði ég ekki hik-
að eina mínútu við að snúa. —
Annar stýrimaður fylgdi mér
áhyggjufullur. Ég dokaði við,
þangað til ég treysti mér til að
láta enga geðshræringu heyrast
á mæli mínu.
„Skipið kemst fyrir oddann,“
sagði ég rólega.
„Ætlið þér að reyna það,
herra?“ stamaði hann vantrúað-
ur.
Eg anzaði honum ekki en
brýndi röddina rétt mátulega til
þess að maðurinn við stýrið
heyrði.
„Látið skipið fara á fulla ferð.“
„Já, á fulla ferð, herra.“
Andvarinn blakti um vanga
mína, seglin slöptu, allt var
kyrrt. Og ég horfði og horfði
eins og bergnuminn á landið
hvar það færðist nær og nær og
nær. Svo þoldi ég ekki lengur
að horfa, slíka ógn bauð mér af
— og ég lokaði augunum. Skip-
ið varð að færast nær landinu!
Engin leið önnur. Kyrrðin var
Framhald á bls. 48.
*
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
*■
Öruggari en nokkur dnnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin a6 tæma
vélína.
RAB’HA-HAKA 500 þvottavélin ‘yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,.
þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. bllarþvottur 30°.
2. Viðkvæmur þvottur 40°.
3. Nylon, Non-Iron 90°.
4. Non-lron 90°.
5. Suðuþvottur 100°.
ö. Heitþvottur 60°.
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
.8 Heitþvottur 90°.
9. Litaður hör 60°.
10. Stífþvottur 40°.
11. Bleiuþvottur 100°.
12. Gerviefnaþvottui 4u
Og að auki sérstakt kerfl fyrir þejrtivindu og tæmingu.
Vlfl ÓfllNSTORG
SiMl 10322
HWflB ER ÖRKIH HflHS HBfl?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
SÍSast er dregið var hlaut verSlaunin:
Hilmar Gunnarsson, Hverfisgötu 34, Reykjavík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimlli
Örkin er á bls.
e. tbi. VIKAN 45