Vikan - 06.02.1969, Page 49
daufan maurildisbjarma, sem
sýndi þaS bezt hve sjórinn var
sléttur. Ég gat enga ályktun
dregið, ég kunni ekki á þetta
skip. Hreyfðist það? Mig vant-
aði eitthvað að miða við, svo
sem örk af hvítum pappír til að
kasta á glæinn, en til þess hafði
ég engan tíma að sækja það nið-
ur. En svo sá ég allt í einu eitt-
hvað hvítt á floti í álnar fjar-
lægð frá skipshliðinni. Hvað gat
það verið? — -— — Þetta var þá
hvíti hatturinn minn lini. Hann
hlýtur að hafa misst hann af
höfðinu á sér, . . . og látið hann
eiga sig. Hérna var þá það sem
mig hafði vantað: mark að miða
við. Ég minntist naumlega tví-
farans míns, sem nú hlaut að
vera farinn af skipinu, horfinn
frændum og vinum, flóttamaður
og öreigi á jörðinni.
Og ég horfði á hattinn —
Þennan vitnisburð um um-
hyggju mína fyrir lífi hans og
heilsu. Hann hafði átt að vera
til þess að hlífa höfði hans við
banvænum ofsahita sólarinnar í
því heita landi, sem hann var nú
að nálgast. En sjá: í stað þess
bjargar hann nú skipinu! Hjálp-
ar mér í nauðum fákænsku
minnar og ókunnugleika. Hæ,
hatturinn var að fjarlægjast og
það sagði til um að skipið var
að fara aftur á bak.
„Snúið stýrishjólinu öfugt,“
sagði ég lágt við háseta, sem
stóð þarna hjá mér eins og
negldur niður.
Augun í manninum skutu
gneistum. Það sást í skininu frá
lampanum í kompásskýlinu, og
svo stökk hann af stað yfir á
hina hlið skipsins og sneri stýr-
ishjólinu ákaft.
É'g fór alveg aftur í skut. Á
myrkvuðu þilfarinu stóðu allir
mínir menn við rórnar og biðu
eftir fyrirskipunum. Mér sýnd-
ust stjörnurnar færast til frá
hægri til vinstri. Og allt var svo
hljótt að ég heyrði greinilega,
þegar sagt var í lágum hljóðum:
„Skipið elr snúið við,“ og ég
heyrði líka hve dauðfegnir þeir
voru, mennirnir, sem um þetta
voru að tala.
„Vindið upp segl!“
Og seglin undust upp með
miklum þyt og gleðihrópum
þeirra sem undu. Og skeggið
voðalega var farið að skipa fyr-
ir, og af því öll hræðsla. Nú kom
skriður á skipið. Sjálfur var ég
nú aleinn með því, eins og ekk-
ert væri til i veröldinni, sem
gæti skilið okkur að, enginn sem
megnað gæti að varpa skugga á
þennan hljóðláta skilning og
samúðina okkar á milli, sam-
óbyrgðina milli skips og skip-
stjóra, sem siglir í fyrsta sinn
skipi sem hann ræður fyrir.
Ég gekk út að borðstokknum
í skutnum, nógu snemma til að
sjó hið síðasta sem séð varð af
hvíta hattinum mínum undir
svartnætti inngangsins til Und-
irheima, en þar sem hann hvíldi
nú á fletinum, hafði hinn duldi
tvífari minn og lagsbróðir í klef-
anum mínum, sigið í kaðli niður
í sjóinn, til þess að taka út refs-
ingu sína: frjáls maður og mik-
ill sundgarpur á leið til nýs lífs,
nýrra örlaga. -A
Ég er systir Anastasiu
Framhald af bls. 29.
SAMBAND VIÐ FORELDRANA
Frú de Graaff-Hemmes segir:
— Ég minnist þess að ég hitti for-
eldra mína og systur á æskuárun-
um, og ég man eftir því að einu
sinni var ég í Schönbrunn-höll og
drakk þá kaffi með Olgu systur
minni. Þegar ég var níu ára fékk
fósturfaðir minn brúðargimstein í
hendur, sem hann átti að varðveita
fyrir mig. Hann fór með hann til
skartgripasala og það kom á dag-
inn að þetta var sams konar rúbín
og þeir sem skreyttu skartgripi
rússnesku keisaraf jölskyldunnar.
Þess utan gat hann sýnt skjal, þess
efnis að meðgjöfina fékk hann
greidda frá banka, sem hafði með
gjaldeyri keisarafjölskyldunnar að
gera.
Arið 1937 sagði Minjheer Hemm-
es fósturdóttur sinni sannleikann
um foreldra hennar, og sömuleiðis
um þá þagnarskyldu, sem hann
hafði tekið á sig.
Hemmes hjónin eru nú bæði lát-
in, en hvað er hægt að segja, þeg-
ar konan getur framvísað skartgrip,
sem greinilega hefur heyrt keisara-
fjölskyldunni til?
Hollenzki sagnfræðingurinn Bott-
ema segir: — Hún hefur augu Rom-
anowanna, og hann heldur því fram
að saga frú Graaff-Hemmes geti
verið sönn, þótt ekki sé það sannað.
Konan, sem segist vera Anastasia,
og lifði af blóðbaðið [ Jekaterinen-
burg, segir að þetta sé systir sín.
Anastasia býr nú í Charlottesville í
Bandaríkjunum.
Alexandra og Anastasia vona að
þær geti bráðlega hitzt... ☆
Hamingjulausi
njósnarinn
Framhald af bls. 34.
Britten sendi með bjórdós eitthvað
af upplýsingum um dulmál og
starfsfólk flughersins, en í segul-
magnaða kassann setti hann umsókn
um „hærri laun, því að ég kom
engu öðru í hann."
Hann fékk líka litla myndavél til
að Ijósmynda viss skjöl, en hann
seldi hana fyrir um það bil fjögur
þúsund og þrjú hundruð krónur.
Þrátt fyrir allt þetta töldu Rússar
Britten víst brúkhæfan, því að þeir
héldu áfram að hafa samband við
hann eftir að hann kom heim til
Englands í ársbyrjun 1967.
Við fyrsta fundinn þá átti Britten
til auðkenningar að vera með ein-
tak af blaðinu Autocar undir hand-
leggnum, og sambandsmaður hans
COMBI CREPE
HJERTE CREPE
ÁLGÁRDGARN
PREGO DRALON
HJARTAGARN
cr áferðarfallegt og
leikandi létt í prjóni.
Sendum um allt land.
Verzl. HO
Þingholtsstræti 1 — Sími 10764
Lady Charming sokkabuxurnar eru framleiddar úr hinum einstaklega
mjúka og fallega GALANESSE þræði, sem aðeins A R W A sokka-
buxur eru framleiddar úr.
A R W A sokkabuxur eru fáanlegar í 20 og 30 denier á sama verði.
Allar A R W A Lady Charming sokkabuxur eru með skrefbót.
Athugið hið sérstaklega hagstæða verð, fallega liti og áferð, og
framúrskarandi endingu á A R W A Lady Charming sokkabuxum.
Einkaumboð fyrir A R W A Feinstrumpfwerke, Vestur-Þýzkalandi:
llíflí [fil nn fi
llRll Uwlnl m liílnli
Smiðjustíg 4, sími 20433.
6 tbl VIKAN 49