Vikan


Vikan - 06.03.1969, Side 15

Vikan - 06.03.1969, Side 15
\ Árið 1969 verður gott ár fyrir „Bonzo Dog Doo—Dah Band“ sögðu brezku músikblöðin í ársbyrjun, og nú virð- ist þessi spádómur ætla að rætast. Plata með þessari hljómsveit'er nú á vinsældalistanum, og heitir lagið, sem upp snýr, „I am the urban spaceman“. Ekki þarf annað en að líta á með- fylgjandi mynd til að sannfærast um, að hér er harla sérstæð hljómsveit á ferðum. Þeir, sem gerst þekkja þá sveina, hafa hingað til álitið, að þeir mundu aldrei bera sitt barr á hring- laga plastiki, þar sem vinsældir sín- ar eiga þeir að þakka sviðsframkomu sinni og skrýtnum uppátækjum, sem að sögn eru með ólíkindum. Nú er þessi kenning auðvitað að engu orð- in, en á meðan dýrðarljóminn leik- ur um þessa kynlegu kvisti biðja þeir hlustendur sína að setja sig ekki á bás með pop-stjörnum svokölluðu, „því að skemmtikraftar erum við en engar stjörnur," segja þeir. V______________________________________z O -------------------------------------------------------------------------------------------------------- Ekki blæs byrlcga fyrir Bee Gees um þessar mundir. Vince Melouney, aöalgítarleikari liljóm- sveitarinnar, er hættur, og eru nú bræðurnir þrír einir eftir ásamt trymblinum Colin Peterson, en sagt er, að hann sé líka farinn að hugsa sér til hreyfings. Svo er að sjá, sem Vince hafi verið búinn að fá sig sr.ddan af ráðsmennsku Gibb bræðranna. „Mér fannst ég alltaf vera hálf utangarna“, segir hann, „bræðurnir tóku allar ákvarðanir varðandi hljómsveitina, og þeim varð aldrei haggað“. Vince sagði ennfremur, að sér hefði fundizt tími til kominn, að hann reyndi eittíivað nýtt í stað þess að hjakka alltaf í sama farinu. Hann hefur nú stofnað nýja hljómsveit með ungum hljóðfæralcikurum en mjög efnilegum, að því er hann segir. Barry Gibb, sem er elztur bræðranna, hefur alla tíð verið hljómsveitarstjórinn. Ekki er laust við, að einhverjar hræringar hafi verið hjá honum líka. Hann hefur fengið tilboð um að leika í kvikmyndum í Hollywood, og segist hann hafa mikinn hug á að spreyta sig á slíku. Þó þykir mönnum ólíklegt, að hann hætti í Bee Gees, a.m.k. í bráðina, því að hljómsveitin er bundin samningi við umboðsskrifstofu Robert Stigwood enn um skeið. Ný hæggeng hljómplata frá Bee Gees er nú væntanlega komin út, og er hér um að ræða tvær plötur í einu umslagi. Flest laganna eru eftir Barry. Sem stendur er millibilsástand ríkjandi í herbúðum Bee Gees en á meðan slappar Barry af í heimahögum, Ástralíu, ásamt heitkonu sinni, Lindu. Myndir: *o Barry Gibb og Linda, unnusta hans. Hún var kjörin „Ungfrú Skotland“ í fyrra. 4 Gítarleikarinn Vince Melouney er nú hættur með Bee Gees. v_______________________________________________________________________y 10. tbi. VIKAN 1,5 ▲

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.