Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 18
ESÍKUSTU MENN í HEIMI
V_______________________________________________________/
Rockefeller hefur safnað bjöllum síðan hann var barn. Hann
er nú búinn að eignast 40.000 tegundir, sem allar eru vandlega
geymdar og skrásettar.
En honum til mikilla leiðinda getur hann, sem annars
eignast yfir 130.000 krónur á mínútu, ekki stækkað þetta
safn sitt meir.
Starf hans sem bankastjóri Chase Manhattan Bank, og
10 annarra stórfyrirtækja, er það tímafrekt að hann getur
ekki sinnt neinum áhugamálum. Auðæfin, sem þetta barna-
barn hins þekkta olíukóngs John D. Rockefellers, gera mán-
aðarlaun hans, sem þó eru ein og kvart milljón króna, að
smápeningum, samanborið við eignir hans. — Hann eykur
bara byrðarnar, segir yngsti bróðir hans, Nelson Rockefeller,
ríkisstjóri.
Faðir bræðranna fimm, ól þá upp í ströngustu sparsemi.
Þegar David var sjö ára, varð hann að vinna fyrir vasapen-
ingum, með því að sópa saman fallin lauf og reita illgresi.
Vasapeningar barnanna voru ekki nema 20—30 krónur á
viku, og þau þurftu að halda reikning yfir hvern eyri. Fað-
irinn var mjög nákvæmur með það að börn hans væru alin
upp eins og „önnur dauðleg börn“. En þó voru undantekning-
ar: þegar David var sex ára, og fór í skólann á hjólaskautum,
var, honum til mikillar hrellingar, barnfóstran látin fylgja
honum.
T síðari heimsstyrjöldinni gerðist David sjálfboðaliði í hern-
um. Þar sem hann var mjög góður frönskumaður, var hann
sendur i'yrir leyniþjónustuna til Norður-Afríku, og síðar,
þegar París var aftur orðin frjáls, starfaði hann við sendi-
ráð Bandaríkjanna. Kunningi hans frá þeim tíma, sem alls
ekki er dolfallinn yfir Rockefeller nafninu, segir:
— David vann hylli mína á einfaldan hátt. Hann sótti
mig á flugstöðina, og bar töskuna mína ....
Frá barnæsku hefir David haft áhuga á tölum. Hann var
góður í stærðfræði, og það var snemma sagt um hann að
hann vrði fjármálaspekingur.
Stundvíslega klukkan níu á morgnana er hann mættur á
sk.'ifstofu sinni. Þrjár skrifstofustúlkur og fimm aðstoðar-
menn siá til þess að hann hafi frið. ITann hefir spjaldskrá
yfir 20.000 manns, sem að ýmsu eða öllu le.vti eru í þjónustu
hans. David Rockefeller er auðvitað ekki alvitur, cn hann
veit hvar það, sem einhvers er virði, er að finna. Og vinnu-
dagur hans er aldrei styttri en 16 stundir.
Helgum eyðir hann með Peggy konu sinni og sex börn-
um þeirra, aðallega á landsetrinu sínu við Seal Harbour.
►Svo þarf hann að sinna bjöllukössunum. Hann segir: — Ég
mynd aldrei skipta á þeim og nokkru öðru, ekki einu sinni
Chase Manhattan Bank ........
RICHARD KING MELLON,
stóriðjuhöldur og bankaeigandi, 67 ára
Hann er kominn af mjög sparsömu fólki. Frœndi
hans lét minnka amerísku peningaseðlana, og spar-
aði á því mikið fé........
Þegar Richard King Mellon, yfirliðsforingi í varaliði
Bandaríkjanna í síðari heimstyrjöldinni, kom heim til Pitts-
burgh eftir stríðið, varð hann að skipta um skyrtu þrisvar
á dag, vegna kolareyksins sem lagði upp úr skorsteinum
verksmiðjanna, og lá eins og drungalegt ský yfir borginni.
Richard King Mellon hefði getað yfirgefið borgina og flúið
18 VIKAN 10- tw.
reykinn, hann átti nægilegt fé. En hann vildi vera um kyrrt
í fæðingarborg sinni; og hann vildi vinna að því að fegra
hana og hreinsa.
Hann gerði samning við borgarstjórann: Allir sem bjuggu
á athafnasvæðinu, áttu verksmiðjur og þurftu að brenna kol-
um, voru skyldaðir til að kaupa betri og reykminni kol.
Og íbúarnir í Pittsburgh gátu farið að anda léttar. Þeir
fengu líka 39 prósent meira sólskin, og brátt kom að því að
Richard King Mellon þurfti ekki að skipta um skyrtu nema
einu sinni á dag.
Með ótrúlegum dugnaði og fjárhagslegri útsjónasemi, beitti
hann sér fyrir fegrun borgarinnar. Það voru byggð ný íbúða-
hverfi, skrautgarðar og breið stræti.
Richard King hafði erft töluverð auðæfi eftir frænda sinn,
Andrew Mellon. Hann kom þessum peningum fyrir í arðbær-
um fyrirtækjum, enda margfölduðust þau fljótt.
Richard King Mellon vissi frá barnæsku hvað hann vildi.
Þegar hann var sautján ára fékk hann 5000 dollara frá föð-
ur sínum, en það fylgdi böggull skammrifi, hann átti að
gera grein fyrir hverju senti sem hann eyddi. Þetta hentaði
honum ekki. Hann lét peningana liggja á banka, og réði sig
sem sendisvein við Mellon National Bank. 14 árum síðar
var hann bankastjóri við þann banka.
Nú á hann milli 40 og 50 milljarða króna.
Eins og faðir hans og frændi, lifir Richard King einföldu
lífi með Constance konu sinni og fjórum kjörbörnum. í frí-
stundum sínum stundar hann veiðar.
Þangað til 1. janúar árið 1921 vissi enginn nein deili á
nafninu Mellon. Það er furðulegt, því að þessi fjölskylda
hefur verið jafn auðug og Fordar og Rockefellar, og verið
meðal auðugustu manna í heiminum. Þetta kom ekki í ljós
fyrr en þáverandi nýkjörinn forseti, Warren Harding, skip-
aði Andrew Mellon fjármálaráðherra.
Sparsemin var tákn fyrir Andrew Mellon, og Richard frændi
hans hefir erft hana. Sem fjármálaráðherra skipaði Andrew
Mellon svo fyrir, að bankaseðlar yrðu prentaðir í minna formi.
Þetta sparaði fleiri milljarða á ári í pappír, lit og vinnu-
laun..........