Vikan


Vikan - 06.03.1969, Page 27

Vikan - 06.03.1969, Page 27
/ N Hér kemur síðasti hluti getraunarinnar. Vinningar eru, eins og margsinnis er áður frá skýrt, ýmsar framleiðsluvörur þess þekkta fyrirtækis, Ronson. Við bjóðum hárþurrkur, bæði Ríó, sem fer álíka mikið fyrir og litlu ferðaviðtæki en þurrkar jafn vel og stór hárþurrka, og eins Escort, vinsælu hárþurrkurnar, sem bornar eru í ól um öxl og tefja engan. Þá er að nefna rafmagnshníf, sem léttir eldhússtörfin ótrú- lega, og eins eldunartæki, sem til margra hluta eru nytsamleg. Þá er rafmagnstannbursti, sem gerir hirðu tannanna margfalt auðveldari og öruggari, og stuðlar þannig að færri heimsóknum til tannlæknisins — og lægri reikningi hans. Rafmagnsskóburstinn hefur stundum verið kallaður uppáhalds leikfang hús- bóndans og má nokkuð marka af því vinsældir hans á heimilinu. Gas-blússlampinn er líka mesta þarfa- þing fyrir alla þá, sem grípa í að dytta að sjálfir eða dútla eitthvað í frítímunum. Hann hitar, þíðir, bræðir, losar og lóðar, svo nokkuð sé nefnt, og er furðulegalega handhægur og lipur. — Og þá er röðin _________________________________________________________________________________________________________) VIKUNNAR komin að lystisemdum lífsins. Ronson pípan hefur hlotið einróma lof þeirra, sem reynt hafa, enda ótrú- lega góð pípa, ekki bara miðað við verð. Hún er með skál, sem safnar sósunni, og löngum reykgöngum, sem kæla reykinn og milda. Síðan en ekki sízt: Við bjóðum margar gerðir af RONSON gaskveikjurum, og þá þarf vart að kynna. í verðlaun eru fimm mismunandi gerðir af kveikjurum til að hafa í vasa, en einnig fimm gerðir af svokölluðum borðkveikjurum, en það eru skrautgripir til að hafa á heimilum. Nú er röðin komin að þátttakendum getraunarinnar að fylla út alla 5 getraunaseðlana, bæði með réttum stjörnumerkjum og eins með nöfnum sínum og heimilisföngum, setja þá í umslag og senda Vikunni. Það hefur komið fyrir, að gleymzt hefur að stinga getraunarseðlinum í umslagið — látið það ekki henda ykkur. Fyllið út alla seðlana fimm, strax í dag, og sendið fyrir 15. marz. Sjá nánar á næstu blaðsíðu. L__________________________________________—------------------------------------------------------------j iiilll ■y. fif . Sifiíi: ■ ■ ■:■: • . _■ :■, yý:: ■ ■■..': '■■■■■'■':xVV •••• . i':' ii-ii \ •>‘: fisVffffiSiiifii „■ .. . ;„ ■: ' ':; vs: L 26 VIKAN 10. tbl. 10. tbl. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.