Vikan


Vikan - 06.03.1969, Page 36

Vikan - 06.03.1969, Page 36
Ótal rannsóknir liafa farið fram á því hversu löngum tíma liúsmóðir með meðalfjölskyldu eyðir í eldhúsinu og jafnvel live langt hún gangi á dag, við eldhússtörfin. Einhversstaðar var haft eftir einhverjum frömuði í bygg- ingarmálum, að helzt þyrfti að búa stundarkorn í húsi áður en það væri byggt!! til þess að hægt væri að átta sig til fulls á hvernig fyrirkomulag hverri fjölskyldu væri hagkvæmast. Þótt þetta hljómi eins og argasta öfugmæli og staðleysa er þó nokkuð til í því. Hin fínu eldhús nútímans líta nógu vel út á teikningu og jafnvel skynsamleg að sjá á sínum stað, en oft rekur húsmóðirin sig á það, þegar hiin fer að vinna verk sín, að ýmislegt hefði verið hagkvæmara fyrir hana og hennar vinnumáta. Meira mætti líka gera af því að leiðbeina húsmæðrum hvernig niðurröðun í eldhúsum er heppilegust og kemur í veg fyrir óþarfa ráp og lýjandi hreyfingar, bæði hvað snertir innbyrðis niðurröðun borða og t.d. vasks, elda- vélar og ísskáps og hvar heppilegast er að geyma hin ýmsu áhöld, mat og þessháttar. Eftirfarandi ráðleggingu er að finna í blaði sein fjallar um skipulagningu eldhúsa: Bezta aðferð til þess að finna hvar hagkvæmast er að geyma hvern hlut er að taka allt út úr eld- hússkápunum og hrúga því á eldhúsborðið. Síðan heldur hús- móðirin áfram við störf sín, en tekur vel eftir hvar hún er stödd, þegar hún þarf á hverjum hlut að halda. Sé hún t.d. stödd við eldavélina, þegar hún þarf á salti að halda er sjálf- sagt að geyma saltið í skáp við eldavélina, svo ekki þurfi að hlaupa þvert yfir eldhúsið til ]iess að Sfekja það. Það sem sjaldnast er notað fer auðvitað í þær hillur, sem verst er að komast að, það sem daglega er í notkun, þar sem aðgengileg- ast er. Nú eru víða til eldlnis, sem urðu til við það sjónarmið að einhversstaðar þyrftu að vera eldavél og vaskur, vinnuborð og nokkrir skápar. Hvar þetta stóð skipti engu máli. Elda- vélin varð fyrir nokkrum áratugum, að vera við reykháf vegna þess að ])á var það kolavél, svo þegar rafmagn kom í húsið í staðinn, var rafmagnseldavélin látin á sama stað og ekkert, skeytt um þótt nokkrir metrar væru að næsta borði svo húsmóðirin gæti lagt frá sér, það sem hún þyrfti með, auk heldur skápur nærri. Og við þetta situr víða enn. Gagn- ger breyting er oft kostnaðarsöm, en ýmiskonar smáhug- myndir má fá til þess að auðvelda störfin í þessum eldhúsum. Fyrir nokkrum árum, og jafnvel enn, þótti það ómyndar- leg og löt. húsmóðir, sem sat við vinnu sína í eldhúsinu. En góður eldhússtóll hvílir þreytta fætur við stóran uppþvott eða ýmiskonar niðurbrytjun grænmetis og undirbúning mat- argerðar, séu áhöld og það sem til þarf innan seilingar, og bað þarf engin húsmóðir að skammast sín fyrir að vera svo hagsýn. Og þá er ekki ástæðulaust að minnast á lýsingu í eldhús- um, henni er víða ábótavant. Lengi ætlar að eima eftir af sjónarmiðinu: að eitt Ijósastæði í lofti, í bezta lagi annað við glugga, sé nægilegt. Árangurinn verður að húsmóðirin skyggir á sjálfa sig við vinnuna í stað þess að birtan bein- ist á hendur hennar og það sem hún vinnur við. Koma má ljósum fyrir undir efri skápunum, sem lýsi niður á vinnu- borðin, en þau þurfa að hafa hlíf svo birtan falli ekki í aug- un. Það er lítið unnið hvað rafmagnsspöru snertir með því að hafa dauf Ijós, en mikið unnið við vinnu, að birta sé nægi- lega sterk og á réttum stað. Ýmiskonar rafmagnsáhöld, sem oft eru í notkun, svo sem vöfflujám, rafmagnspönnur og brauðristar eru lítið augna- vndi á eldhúsborðinu og taka upp óþarfa vinnurými. En óþægilegt er að þurfa alltaf að kafa upp í skápa eftir þeim, eða beygja sig niður í neðri skápa og kafa þar kannske lengst inn til þess að hala áhöldin fram. Oft má koma fyrir hillu yfir borðinu, undir efri skáp, og láta þessa hluti standa þar til taks. Nokkrar tillögur fylgja hér með á myndum. ☆ IIIB SEM VINNUM ELDHÚSSTÖRFIN \____________________/ ELDHÚSIÐ ER HELZTI VINNUSTAÐUR HÚS- MÖÐURINNAR, OG MIKIÐ VELTUR Á AÐ ÞAR SÉ ÖLLU SEM HAGANLEGAST FYRIR KOMIÐ 36 VIKAN 10-tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.