Vikan


Vikan - 06.03.1969, Page 48

Vikan - 06.03.1969, Page 48
Járnbrautarteinarnir voru endanlcga tengdir saman í Utha-fylki við hátíðlega athöfn. — Siðasta samstaðan var fest með gullnöglum og síðan var hellt yfir úr vínfiösku, eins og sjá má á þessari mynd. Hjarðir vísunda hindruðu oft járnbrautarferðir. Sem vörn gegn slíkri tálmun var komið fynr vatnssprautu framan á eimreiðunum og óspart sprautað á vísundana, ef hcir voru að flækjast á teinunum. hetta er fyrsta cimreiðin, sem fundin var upp í Bandaríkjunum 1825. Enda ]>ótt hún gæti aöeins farið í hring, var þetta góð byrjun. LESTIN BRUNAR HRABAR. HRABAR Hundi-að ár eru liðin síðan járnbrautarteinar, sem lágu frá vesturströndinni og aðrir, sem lágu frá aust- urströndinni, voru tengdir saman í Utha-fylki. Þar með var hægt að ferðast um Bandaríkin þver og endilöng. Á þessum síðum birtum við myndir af þessum merka atburði og fleiri skemmtilegar myndir, sem sýna sögu og þróun járnbrautanna. Um þessar mundir er minnzt aldarafmælis merks atburðar í samgöngumálum Bandaríkjanna. 10. maí 1869 voru járnbrautar- teinar, sem lágu frá austur- ströndinni og aðrir sem lágu frá vesturströndinni tengdir saman við Promontary Point í Utah. Þar með var hægt að ferðast með járnbraut um Bandaríkin þver og endilöng. Þetta var gert við hátíðlega athöfn. Teinarnir voru tengdir saman endanlega með gullnögl- um, Frelsisbjöllunni var hringt og hleypt af hundrað skotum í tilefni af þessum merlca atburði. Hér var um að ræða umfangs- mestu framkvæmd á sviði járn- brauta, sem gerð hafðfi verið á þessum tíma. Langþréðu tak- marki var náð. Atburðarins var getið rækilega í öllum blöðum og almennur fögnuður ríkti meðal þjóðarinnar. Áður hafði ferð um Banda- ríkin þver og endilöng verið erf- iður og hættulegur leiðangur, sem fáir lögðu upp í.. En nú var þetta orðinn leikur fáinn. Vagna- lestirnar höfðu veriðT hægfara og á stundum háskalegar. Tvær aðrar leiðir höfðu verið mögu- legar, en báðar kostnaðarsamar, tímafrekar og óþægijegar: Önn- ur var löng sjófferð fyrir Cape Horn, en hin var a(ð fara sjó- leiðis til Isthmus í Panama, síð- an landveg í g.egnum frumskóg og loks aftur rueð skípi til Kali- forniu. Um 1850 lágu engar járnbraut- ir fyrir vestan Mississippi-fljót. En á næstu tuttugu árum óx járnbrautarkerfi landsins úr 23.454 km í 137.597 km. Til þess að tengja saman járnbrautarlín- una milli austur- og vestur- strandarinnar þurfti að leggja teina á 4.625 km vegalengd. Járnbrautir hafa gjörbreytzt á þessari öld, bæði hvað snertir út- lit og tæknilega gerð alla. Þær hafa jafnt og þétt orðið hrað- skreiðari, og oru einn í fullu gildi sem sarngöngu,tæki, þrátt fyrir harða saunkeppn i við flug- ið- ☆

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.