Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 8
STENTOFON STENTOFON kallkerfin fyrir skrifstofur og verksmiðjur. * Látið STENTOFON kallkerfið létta yður störfin. * Með STENTOFON kallkerfinu getur einn talað við alla og allir við einn. Sparið tíma - Sparið sporin - Sparið peninga. STENTOFON gerir allt þetta fyrir yður. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá STENTAFON umboðinu. Georg Ámundason & co. Sími 81180 — BOx 698 — Reykjavík. V________________________________/ ( ^ Þóp sparið með oskrift IflKAN Skipholtl 33 - sfml 35330 FARIÐ MEÐ BREF Á NÆSTA BÆ brekkubrún en fyrir góðu. Að dreyma að maður eigi að bera bréf til ákveðins manns getur táknað nýtt umhverfi. En þar sem bréfið týndist á leiðinni í draumi þínum, — þá mun dreymandinn búa áfram á sama stað. Allt ber sem sagt að sama brunni: Það tekst að sigrast á erfiðieik- unum, en hvers eðlis þeir eru getum við ekki sagt Sextuga konu á Fljóts- dalshéraði dreymdi eftir- farandi draum. Ég hef skráð hann eftir henni og er hann á þessa leið: „Mig dreymdi 9. marz, að ég legg'af stað með bréf til næsta bæjar. Ég geng gamlar engjar, sem mér eru kunnar. Þar sé ég tvö stór heysæti og tvo gráa hesta, sem standa hlið við hlið á lækjarbakkanum. ■— Ég hafði hugsað mér að stikla yfir lækinn, en það tekst ekki, svo að ég verð að vaða yfir hann. En það merkilega er, að ég er al- veg þurr í fæturna, þegar yfir er komið. Síðan geng ég upp brekku, sem mér virðist aldrei ætla að taka enda. Loks kemst ég þó upp og er ég þá komin að bænum, sem ég bý á. Út ganga drengur og stúlka. Drengurinn vill ekki heilsa, en þá kemur frúin út. Uppgötva ég þá, að mér er með öllu týnt bréfið, sem hún átti að fá. Það skal að lokum tekið fram, að ekki er bílvegur þessa leið, aðeins hestagöt- ur og stutt á milli bæja. Ég óska eindregið eftir birtingu bessa draums og ráðningu. H. M. D. Þessi draumur táknar t erfiðieika, sem farsællega tekst að sigrast á. Á eftir B roun líf dreymandans n verða miklu litríkara og U happasælla en áður. Nær öll tákn draumsins benda til þessa. Heysæti táknar sigur á erfiðleikum og fjárhagslegan ávinning að auki. Grár hestur táknar gleði og gæfu. Að vaða vatn er fyrir veikindum, en komist dreymandinn heill á húfi upp úr því, nær hann fullri heilsu aft- ur. Að komast upp á um. KÝR ÚTI í KULDA OG KOSS Á HÖKU Kæra Vika! Viltu gera svo vel að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Ég vil taka það fram, að ég á heima í sveit, er átján ára og ógift. Draumurinn er svona: Mér finnst koma hér maður, sem ég hef aldrei séð, en samt átti hann heima hér í sveitinni. Hann biður föður minn að hjálpa sér að ná í lamb, sem sé fast í klettum hér fyrir of- an bæinn. Þeir fara svo og ná í lambið. Ég lit út um gluggann, en hann veit til fjalls. Sé ég þá, að kýr stendur skammt frá lamb- inu. Mér finnst það ærið undarlegt, því að það er komið haust og snjór yfir öllu. Þeir koma heim nokkru síðar. Ég spyr þá um kúna, hvort hún sé ekki illa far- in að vera svona úti í kuldanum. Þeir segja, að hún sé ekki horuð, en eyr- un á henni séu svo þunn, og sums staðar komin á þau göt. Svo fer mamma að gefa þeim kaffi. Mér finnst einkennilegt, að hún skyldi ekki heldur gefa þeim að borða. Þegar þeir eru búnir að drekka, fer maðurinn að kveðja. Hann kveður alla með handabandi. Þegar röðin er komin að mér, tek ég eftir því, að hann er með gullhring, en hann var ekki með neinn hring á meðan hann var að drekka. Meðan hann held- ur í hönd mína, horfir hann stöðugt í augu mín. Svo lýtur hann áfram, eins og hann ætli að kyssa mig, Framhald á bls. 44. 8 VIKAN 15-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.