Vikan


Vikan - 10.04.1969, Side 13

Vikan - 10.04.1969, Side 13
MIDILL Sænska húsmóðirin Astrid Gilmark einn kunnasti miðill á Norðurlöndum um þessar mundir. Hún hefur gefið út tvær bækur, „Eg veit“ og „Eg sé“ og auk þess skrifað fjölda blaðagreina. Frásagnir henn- ar af reynslu sinni og starfi sem miðill hafa vakið athygli og deilur. Ekki alls fyrir löngu varð hún tilefni ákafra umræðna um anda- trú i augum nútímamannsins og trúna á líf eftir dauðann. Astrid Gilmark er sann- færð um, að margt af því, sem nú á dög- um er sveipað hulu óvissunnar og margir vísa á bug með því að yppta öxlum, verði sannað og skilgreint á vísindalegan hátt síðar meir. — Þessi grein er endursagður úrdráttur úr greinaflokki, sem Astrid Gil- mark skrifaði fyrir skandinaviskt vikublað. — Ég hef aldrei hugsað mér dauðann öðruvísi en sem annað tilverustig. Það er rétt, að dauð- inn táknar aðskilnað. Og það er alltaf erfitt að þurfa að sjá á bak ástvinum sínum. Þess vegna þurfum við að búa okkur undir dauðann, reyna að tala um hann jafn eðlilega og við tölum t.d. um barnsfæðingu. Sá tími er löngu liðinn, þegar syrgjendum var angrað með hleypidómum, eins og „laun syndarinnar er dauðinn" og fleiru í þá áttina. Þegar sálin yfirgefur líkam- ann, gerist líkamlegur dauði. Grunntónninn í trúarbrögðum kristinna manna og raunar flest- um öðrum trúarbrögðum, er sá, að maðurinn sé samansettur úr líkama og sál. Þegar sálin yfir- gefur líkamann, eru ekki leng- ur fyrir hendi þær aðstæður, sem þarf til þess að líf geti þró- azt í líkamanum. En meðvitund- in heldur áfram að vera til, þrátt fyrir „dauða heilans“, Það er verkefni fyrir vísindamennina að rannsaka og komast að raun um, hvernig þetta getur gerzt. Ég er sannfærð um, að margt af því, sem nú á dögum er sveipað hulu óvissunnar og margir vísa á bug með því að ypta öxlum, verður sannað og skilgrelnt á vísindalegan hátt síðar meir. Sá dagur kemur, þeg- ar allt það sem við köllum dul- ræn fyrirbrigði og óskiljanleg, verður ósköpt eðlilegt og degin- um ljósara. í biblíunni er minnzt á, að sá dagur komi, að það verði algengt, að menn „sjái sýnir“. Og nú á dögum er til fólk út um allan heim, sem er gætt dulrænum hæfileikum. í Noregi er miðill að nafni Anna Elisabeth Wester- lund. Hún gaf út bók fyrir skemmstu, þar sem hún lýsir reynslu sinni í þessum efnum. í Ameríku er hinn þekkti miðill, Jeanne Dixon, sem m.a. sá fyrir morðið á John F. Kennedy for- seta. Og í Rússlandi starfar Nel- ija Michaelova. Meira að segja hið veraldlega sinnaða málgagn ríkisins, Pravda, hefur farið lof- samlegum orðum um hæfileika hennar. Og þannig mætti lengi telja. Eftir að ég hafði skrifað tvær bækur, sem hétu „Ég veit“ og „Ég sé“ og auk þess nokkrar greinar í blöð og tímarit, tóku að streyma til mín bréf úr öll- um áttum. Og í þeim öllum er sagt frá undarlegum atvikum, sem fólk hefur orðið fyrir. Þessi atvik eru hin margvíslegustu, en eiga þó eitt sameiginlegt: Þau gefa öll til kynna, að sálin lifi eftir dauða líkamans. AÐVÖRUN KLTJKKAN NÍU Vorið 1968 var ég í Finnlandi og hélt þar miðilsfundi, m.a. í Helsingfors. Blöð og útvarp sýndu málefni mínu mikinn á- huga, og á blaðamannafundi var lögð fyrir mig svohljóðandi spurning: — Hver er mikilvægasti at- burðurinn, sem þér hafið lifað? Þessu gat ég alls ekki svarað. Það er ógerlegt fyrir mig að meta gildi allra þeura skilaboða, sem ég hef tekið á móti um dag- ana. Skilaboð, sem gera það að verkum, að viðtakandinn fær áhuga á dulrænum fyrirbærum og tekur að kanna þau upp á eigin spýtur, álít ég mikils virði. Einnig geta skilaboð um fáfengi- leg efni orðið til góðs, ef þau verða til þess að sannfæra efa- gjarnan mann. En ef til vill eru þau skilaboð, sem hugga syrgj- endur og hjálpa þeim í nauðum þeirra, meira virði en öll önnur. Dauðinn hefur að sjálfsögðu komið meira við sögu í starfi mínu sem miðill en nokkurt ann- að fyrirbæri. En dauðinn hefur aldrei í mínum augum verið jafn dularfullur og ýmsir vilja vera láta. Ég er sannfærð um, að sálin lifir áfram í öðrum og miklu betri heimi. Hins vegar hef ég lagt mikla vinnu í að reyna að sannfæra aðra um, að skoðun mín á dauðanum sé rétt. Dauðinn er ekki endalok, heldur upphaf nýrrar tilveru. Það er vissulega sárt að missa nákominn ættingja eða ástvin, en það er líka gleði- efni, að hann skuli vera kominn yfir landamærin miklu. Ég hef oft beðið um styrk til þess að geta hjálpað fólki að búa sig undir dauðann og sigrast á ótt- anum við hann. Finnsku blaðamennirnir spurðu um mikilvægasta atvikið, sem ég hefði lifað. Því treysti ég mér ekki til að svara, en hins vegar get ég nefnd það atvik, sem var mér efst í huga þá stundina. Maj hefur í mörg ár verið ein af mínum beztu vinkonum. Hún er rithöfundur og býr í Norður- Svíþjóð, en börnin hennar eru búsett í Uppsala og þegar hún heimsækir þau, lítur hún alltaf inn til mín í leiðinni. Eitt sinn hringdi hún síðdegis og kvaðst vera stödd í bænum. Hún spurði, hvort hún mætti ekki heimsækja mig um sjöleytið. Hún kom og það fór hið bezta á með okkur eins og ævinlega þeg- ar við hittumst. Við spjölluðum saman um heima og geima og sögðum hvor annarri hvað hefði helzt drifið á daga okkar, síðan við sáumst síðast. Allt í einu spyr hún hvort ég haldi, að við gætum náð „sambandi", ef við mundum krjúpa við altarið, sem er á heimili mínu. Ég svara henni, eins og ég geri ævinlega, þegar ég er spurð að þessu, að ég geti ekki með nokkru móti sagt til um það. Skilaboðin berist mér, en ég geti ekki kallað þau fram. Ef það sé guðs vilji sé hægt að nota mig sem hjálpargagn eða tengilið, — annars ekki. Ég kveiki samt ljós á altarinu og bið faðirvorið. Við bíðum í stundarfjórðung eða svo, en ég verð einskis vör. Það er allt tómt í kringum mig. Þá slökkvum við á kertaljósunum og förum fram í eldhús að laga okkur kaffi. Þá verð ég þess skyndilega vör, að leiðsögumaður minn, Cesar, er hjá mér. Hann segir, að við skulum reyna aftur klukkan níu um kvöldið. Klukkuna vantaði rnn það bil tíu mínútur í níu, þegar ég tók að finna strauma að handan, svo sterka, að við gátum ekki leng- ur talað saman eins og við höfð- um gert. Þess vegna fluttum við okkur úr eldhúsinu og inn í her- bergið, þar sem altarið mitt er. Ég kveikti á kertaljósunum aft- ur. Það logaði á rafmagnsljósun- um allan tímann. í þessu sam- bandi vil ég geta þess, að. ég hef aldrei „séð“ neitt í myrkri. Ég dreg aldrei gluggatjöldin fyrir eða kveiki á rauðu ljósi eða neinu þessháttar til að „sjá bet- ur“. Hins vegar hef ég séð margt í venjulegri dagsbirtu og jafnvel í glaðasólskini. Mér er kunnugt um, að ósviknir miðlar kjósa helzt niðamyrkur eða daufa birtu. Þetta þarf alls ekki að vera rangt, en það hentar mér ekki. Klukkan á arinhillunni sló níu högg. Ég sagði Maj, að mér fyndist eins og húsið væri fullt af fólki. Það ríkti hátíðleg stemning. Ég skynjaði leiðsögumann minn, Cesar, og einnig leiðsögumann Maj, sem við getum kallað Mic- hael. Þeir báðu mig að undirbúa Maj undir, að móðir hennar yrði sótt og flutt yfir landamærin miklu. Framhald á bls. 36. 15. tbl. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.