Vikan


Vikan - 10.04.1969, Síða 16

Vikan - 10.04.1969, Síða 16
Þarna býr þetta fræga, fagra, ríka og dugðuga fólk, og líka þeir sem valda hneyksli með líferni sínu. Allt er þetta frægt fólk. Allt í kringum hið fagra Genfarvatn byggir það villur sínar, eða kaupir skrautlegar smáhallir. I Genf og í hinum mörgu unaðslegu þorpum kringum vatnið búa sumir allt árið, en aðrir hluta úr árinu. Það er hagkvæmt að búa þarna, vegna þess að skattur er aðeins 10% af tekjum. (Það er t. d. sniðugt fyrir emirinn Abdullah ad Thani, sem býr í Versoix, því hann hefur tekjur af því að selja 8.300.000 tonn af olíu árlega). • Þarna er Michael, fyrrverandi konungur Rúmena, og vinn- ur fyrir sér með því að selja bíla. Audrey Hepburn á gamlan bóndabæ í Tolochenaz, milli Lausanne og Genf. Húsið er upp á tvær hæðir, og búið hvítum húsgögnum, nema í svefnher- bergi hennar, þar eru húsgögnin hvít og blá. Hún hefur látið gera tjörn i garðinum og þar leikur Sean Ferrer, tíu ára gam- all sonur hennar sér. • Yul Brynner, Doris, konan hans og dóttirin Victoria, búa líka milli Lausanne og Genf. Yul Brynner á geysimikið Ijós- myndasafn, sem vekur öfund atvinnuljósmyndara, — jafnvel þeirra frægustu .... • í Lausanne býr, meðal annarra, leikkonan Capucine. Einu sinni kom Frank Sinatra í heimsókn til hennar, svífandi í heli- kopter, klifraði niður reipstiga með Martiniglas í hendinni! • Georges Simenon býr í Epalinges, og hann þarf ekki að fara út til að synda, því hann hefur gríðarstóra sundlaug inn- an dyra í húsi sínu. Bílakóngurinn og glaumgosinn Gunther Sachs býr rétt hjá Lausanne, í þorpinu Pully. (Þar er skatturinn ennþá lægri). I Cully, sem líka er í nágrenni Lausanne, er þekkt veitingastofa, sem selur beztu eplaköku í heimi, tarte aux pommes, og þar er líka húsið þar sem dætur Farúks sáluga konungs Egypta búa. Þær heita Fawsia, Fadia og Ferrial. • Uppi í hlíðunum býr listmálarinn Theodor Ahrenberg, og hann ræktar sjálfur vínberin í vínið sitt. Framkvæmdastjóri Findus fyrirtækisins Lars Anderfelt hefur nýlega látið fullgera glæsilega, hvíta villu, ( Blondey, sem er í hæfilegri fjarlægð frá skrifstofunum (Nestlé í Vevey). • í Vevey býr Charles Chaplin, sem er fæddur árið 1889, og Oona konan hans, með þeim af börnum sínum, sem ekki ennþá eru sloppin undan járnaga hans. Börnin tala öll frönsku með syngjandi hreim, eins og franskan er töluð í kantónunni Vaud. Börnin ganga í almenningsskóla þar. Næsti nágranni Chaplins er hinn frægi flugmaður Charles Lindbergh. • I snotru þorpi, rétt hjá Genf, býr kappaksturshetjan Joa- kim Bonniér, með Mariönnu konu sinni og tveim börnum. — Stewart Granger, ameríski kvikmyndaleikarinn býr í Genf, með konu sinni Viviane, sem er af belgískum ættum. • Adrian Conan Doyle (sonur Arthurs Conan, sem samdi sögurnar af Sherlock Holmes) býr í Genf, en hann á líka sögu- lega höll í Lucen, skammt frá Genf. Þangað safnar hann minj- um og minningum um föður sinn og lætur færa upp sögur hans á sviði. • I Lausanne býr Viktoria-Eugenie, fyrrverandi drottning Spánverja. Hún safnar gömlum listmunum og útsaum . . . en hún er reyndar ein af þrem barnabörnum Viktoríu gömlu Bretadrottningar! • I Celigny eiga Richard Burton og Elisabeth Taylor glæsi- legt hús, og þar hafa þau komið fyrir Matisse-málverkinu, sem Liz keypti á uppboði fyrir um það bil 3 milljónir króna. • Fyrir utan Genf eiga Ingemar Johansson og Birgit kona hans glæsilegt hús. • Forstjóri sænsk-franska listasafnsins, Jan Runnquist, býr í Lausanne hluta af árinu. Og sokkaframleiðandinn Torsten Degermark og kona hans (foreldrar Piu Degermark) búa í Genf, rétt hjá Cornavin-flugvellinum. • Nokkuð hátt uppi í fjöllunum, í Gstaad, býr Karim Aga Khan, í smáhöll (chalet), sem hann kallar Daranour. Það er sagt að hans útvalda sé Dolores Furstenberg ekkja eftir Pat- rick Furstenberg, en hún er ein af erfingjum Guinnessauðæf- anna. Framhald á bls. 44. MICHAEL, fyrrv. Rúraeníukonungur. AUDREY HEPBURN, GUNTIIER SACHS CHARLIE CHAPLIN, ELISABETH TAYLOR. KARIM AGA KIIAN. DAVID NIVEN. ■■ . ijii \ ' i wnmt, : i *V mmm*'■ ifóíLOWft j SH WA«1 mmm CÖHAN 16 VIKAN 15-tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.