Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 24
Einar Hákonarson kennir svokallaða structure-teikningu, cn hún cr fólgln í því að teikna nákvæmlcga yfirborð og áferð hinna óiíkustu htuta. Á vcggnum lianga nokkrar myndir, sem gerðar voru í næstu önn á undan, en þá var kennd litfræði. skóla, sem tekur tvö ár, og síðan sérnámsdeildir í önnur tvö ár. Öllu náminu er auk þess skipt niður í svokallaðar annir. Sérstakt verkefni er tekið til meðferðar í hverri önn, sem stendur yfir í einn mánuð. I forskólanum eru fjölmargar náms- greinar kenndar, svo sem teiknun frumforma, notkun mismunandi teikniaðferða, greining náttúru- forma, hlutateiknun, líffræði, rythm- iskar æfingar, tjáningarhreyfingar mannslíkamans, mannslíkaminn eft- ir módeli, hraðteikningar eftir mó- deli, myndskipun, grafik, listasaga og fleira. Sérnámsdeildirnar eru átta: frjáls myndlist, frjáls grafik, auglýsingateiknun, myndmótun, veggmyndagerð og steint gler, teiknikennaradeild, vefnaðarkenn- arkadeild og myndvefnaður. Þá mætti nefna ýmsar nýjungar, sem eru í bígerð, og tilraunir, sem ver- ið er að gera. Einn nemandi hefur lagt stund á leikmyndagerð í vetur, og ef til vill er þar á ferðinni vísir að nýrri deild. Þá er í smíðum Ijós- myndavinnustofa og loks er það „akademían" svokallaða, en það er starfsaðstaða fyrir nemendur, sem hafa lokið burtfararprófi, en ekki komizt til náms erlendis. Þá eru ótalin námskeið, bæði fyr- ir börn og fullorðna. Þau eru átta talsins: Teiknun, málun og föndur barna, teiknun og málun unglinga og fullorðinna, bókband, almennur vefnaður, fjarvíddarteiknun, letrun, undirbúningsnámskeið fyrir þá, sem hyggja á arktitektúrnám og loks námskeið fyrir starfandi teiknikenn- ara í letrun, skrift og grafik. A þessari upptalningu sést, að starfsemi skólans er ærið fjölbreytt og ekki aðeins lögð áherzla á list- rænar greinar, heldur ekki síður hagnýtar. A þessum síðum reynum við að gefa ofurlitla hugmynd um það starf, sem fram fer innan veggja Myndlista- og handíðaskóla Islands í Skipholti 1. Hér eru nemendur að teikna, mála, móta og vefa frá morgni til kvölds. Kennsla í dag- deildum hefst strax á morgnana og heldur áfram eftir hádegi. A kvöld- in taka námskeiðin við. Ótvírætt er, að áhugi á myndlist fer vaxandi. En áhuginn einn nægir ekki. Skilyrði góðs árangurs er strangt nám, þrotlaus vinna, ögun og einbeiting. Myndlista- og hand- íðaskóli fslands hefur því mikilvægu hlutverki að gegna, — og rækir það með stakri prýði. G. Gr. ;24 VIKAN 15- «*»• llllll

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.