Vikan - 10.04.1969, Síða 28
Janine hikaði.
— Gerið það, bað hann.
Hún lét undan.
— Þér eruð ekki aðeins fall-
eg stúlka, hrósaði hann henni,
— heldur eruð þér einnig mjög
indæl.
— Hverju viljið þér að ég
svari? spurði hún brosandi.
— Að ég sé ósköp indæll mað-
ur, auðvitað.
— Það eruð þér líka, sagði hún
og seildist í glas sitt. Hendur
þeirra snertust um leið eins og
af tilviljun.
Jiirgen horfði á hve glæsilega
þjónninn tók tappann úr kampa-
vínsflöskunni, hafði hann gert sér
í hugarlund að Janine hlyti að
vera brjáluð? Hann hafði verið
viss um að eiga tal við sálarleg-
an sjúkling. Þær hugmyndir voru
orðnar að engu. Janine virtist
vera jafn heilbrigð og þúsundir
annarra stúlkna.
Hún er ekki einu sinni döpur,
hugsaði hann bitur. Hún hlær,
drekkur, reykir, masar og ég
daðra við hana eins og brjálæð-
ingur, er skemmtilegur, slæ henni
gullhamra, í stað þess að óska
henni til heljar.
Freyðandi kampavínið stóð
fyrir framan þau. Sama merki
og þau höfðu oft áður drukkið
saman. Júrgen lyfti glasi sínu,
Janine tók sitt. Þau sneru sér
hvort að öðru, tvær ánægðar
mannverur, sem af tilviljun
höfðu kynnzt á bar ....
— Ég heiti Júrgen Siebert,
kynnti hann sig. Kurteisissiðirn-
ir kröfðust þess af honum. Hann
hafði sagt bæði nöfnin greini-
lega, og hann horfði fast á hana.
Nei, nafnið minnti hana ekki
á neitt. Enginn samruni, enginn
minningavottur.
— Ég heiti Janine Laurent,
sagði hún.
Júrgen varð að fá sér stóran
sopa til þess að dylja undrun
sína. Laurent — það var augljóst.
En hvers vegna Janine? Hvernig
vissi Janine hið raunverulega
fornafn sitt? Hafði hún aðeins
gleymt fjölskyldunafni sínu, en
munað fornafn sitt? Eða hafði
hún munað fornafn sitt í dá-
leiðslu? Ef svo var, hvað mundi
þá koma í næsta tíma?
— Janine — fallegt nafn. Hann
sagði þetta með bros á vör. En i
raun og veru hafði óttinn náð
tökum á honum, sú tilfinning, að
hann sæti á púðurtunnu.
— Júrgen fer yður einnig vel,
28 VIKAN 15-tbl-
svaraði hún. Þetta hljómaði mjög
sakleysislega. Og þó var þetta
ömurlegur forleikur, þegar þess
var gætt að þau voru maður og
kona, hjón fyrir guði og mönn-
um....
Hóteldyravörðurinn reif hann
frá hugsunum sínum. Hann kom
til þeirra. — Ungfrú Laurent,
það er símtal við yður, klefi eitt,
gjörið þér svo vel.
Janine þaut niður af stólnum,
hvarf gegnum dyrnar, sem lágu
inn í hótelanddyrið.
Júrgen hristi glas sitt. Hver
hringdi til hennar að nóttu til?
Kona? Maður? Hingað til hafði
hann haldið, að hún væri ein,
hann þyrfti aðeins að fást við
hana eina. En allt í einu fannst
honum þetta spurningar veirt.
Það gat verið til fólk, sem þekkti
örlög hennar, sem hjálpaði henni
við að leita fortíðarinnar ....
— Verðið þér að fara núna?
spurði hann, þegar Janine kom
aftur.
— Nei. Hvers vegna?
— Ég hélt, að símtalið ...
Hún gerði honum ekki þann
greiða, að minnast neitt á þann
sem hringt hafði. En hún gerði
honum annan greiða: hún drakk
áfram. Og Júrgen vissi, að hún
þoldi ekki mikið. Áfengi steig
henni snemma til höfuðs.
Þegar mennirnir tveir við hinn
enda borðsins báðu um reikning-
inn, tók Júrgen mjúklega í hönd
Janine: — Við megum ekki enda
þetta indæla kvöld á þennan hátt.
Til hvers hefur Múnchen nætur-
líf? Eigum við að fara eitthvert
þangað sem meira líf er, þang-
að, sem hægt er að dansa ....
— Mig langar ekkert fremur.
Janine reyndi að veita viðnám.
— Ég bý hér á hótelinu, og það
er þegar orðið framorðið.
— Og ef ég bið yður mjög
vel, Janine?
Hann sá að hún hikaði. Þetta
með dansinn hafði hann sagt af
ásettu ráði. Hann vissi, að henni
hafði alltaf þótt gaman að dansa.
Alla nóttina, ef unnt var....
Honum veittist ekki mjög erf-
itt að tala um fyrir henni. Þegar
hann hjálpaði henni í kápuna
var hann næstum því ánægður
með sjálfan sig. Ég er nú einu
sinni sú tegund, sem þér gezt að,
Janine, hugsaði hann.
f dag þurfti hann engan leigu-
bíl. Gaby hafði flogið til París-
ar, til klæðskera síns, og látið
honum eftir bíl sinn. Júrgen
hafði lagt honum rétt hjá.
Hinn óhóflega dýri rauði sport-
bíll minnti hann svo óþægilega
á eigandann. Gaby, sagði hann
við sjálfan sig í huganum, ef þú
vissir, hve heitt ég elska þig, ef
þú vissir, hve lítils virði konan
við hlið mér er. Ég hata hana,
þú hefur komið mér til að hata
hana....
Aðeins lágvært vélasuð bif-
reiðarinnar rauf kyrrðina. Nei,
Janine, þú ert ekki lengur að
mínum smekk. Ég hef ekki einu
sinni meðaumkun með þér leng-
ur. Aðeins óttast ég, að þú munir
geta eyðilagt allt....
— Hvert eruð þér að fara?
spurði Janine.
— Til „Kofans“, svaraði hann,
— þar er alltaf viðkunnanlegt
fólk.
Það var lygi. — Kofinn“ var
ekkert sérlega notalegur stað-
ur. En hann hafði það til síns
ágætis að liggja afsíðis. Þar
mundi hann að minnsta kosti
ekki hitta neina kunningja. Því
hann varð fyrir alla muni að
hindra að vera séður.
Júrgen lagði bílnum hinum
megin götunnar, þar sem engin
hús voru, heldur aðeins gömul
tré.
Þetta var dimm nótt, það hlaut
að vera nýtt tungl. Bílljós lýstu
upp nágrennið, en hurfu aftur.
Janine hafði stigið út og geng-
ið ein, þessi fáu skref að járn-
handriðinu. Hann sá greinilega
Ijóst hár hennar, sem hafði vfzt
lítillega í vindinum.
Júrgen læsti bílnum, gekk til
hennar og lagði handlegginn um
axlir hennar. Hinni höndinni
hafði hann borað ofar í frakka-
vasann.
— Allt í einu hefur vatnið í
fljótinu hækkað, sagði Janine.
— Það er vegna þess að snjór-
inn hefur bráðnað, sagði hann og
píndi sig til að dylja uppnám
sitt.
Fjóra eða fimm metra undir
fótum þeirra buldi beljandi fljót-
ið. Um kvöldið var áin orðin að
drullubrúnni hættulegri straum-
iðu.
Þú kannt ekki að synda Jan-
ine, tifuðu hugsanirnar í höfði
Júrgens. Ég veit að þú kannt
ekki að synda. Og þú ert lauf-
létt, ég gæti hent þér yfir hand-
riðið án minnstu fyrirhafnar.
Hróp þitt mundi kafna í niði
vatnsins, Lík þitt mundi ef til
vill aldrei finnast. Og ef svo
væri, þá miklu síðar, á allt öðr-
um stað.
Hönd hans fór að titra í frakka-
vasanum. Hann kreppti hnefann.
Ég væri ekki einu sinni morðingi,
Janine. Því lögum samkvæmt
ertu þegar dauð ....
Júrgen leit varlega í kring um
sig. Umhverfið var eyðilegt.
Hann þurfti ekki að óttast vitni.
Ég gæti kysst þig og um leið
þrýst þér út fyrir, hugsaði hann.
Og öll mín vandræði væru leyst.
IX.
Dr. Stephan Haller fór úr
skónum og lagðist á beddann,
sem komið var fyrir í herbergi
hans, meðan hann átti nætur-
vakt.
Hann slökkti á lampanum,
breiddi ábreiðuna yfir sig og
hefði ekki haft neitt á móti nokk-
urra stunda svefni.
Það var komið langt fram yf-
ir miðnætti. Hann hafði gert að
nokkrum beinbrotum og skorið
einn botnlangaskurð. Og ennþá
varð ekki hljótt á skurðdeildinni.
Nætursysturnar hlupu þrisvar
eða fjórum sinnum fram hjá dyr-
um hans. í fimmta skipti bönk-
uðu þær, og systir Karin stóð í
dyragættinni.
— Mér þykir fyrir að þurfa
að ónáða yður, herra læknir, en
hér er kominn maður með höf-
uðmeiðsli. Sjúkrabíllinn hafði
einmitt verið að. koma með hann.
Eftir blóðmissinum hlýtur þetta
að vera heljarmikið sár ...
Dr. Haller fór aftur í skóna,
systirin hjálpaði honum í hvítan
sloppinn.
— Umferðaslys, spurði hann.
— Nei, svaraði systirin, —
Leynilögreglumaður, heitir Paul
Karsch, það var ráðist á hann í
húsanddyri og hann sleginn nið-
ur.
Karsch var með neyðarbindi
bundið um höfuðið, gegnum bað
seytlaði ljósrautt blóð. Hann lá
á börum í miðiu hvítkölkuðu
móttökuherberginu.
— Kvalir?
— Nei.
— Urðuð þér meðvitundarlaus
eftir höggið?
— Nei. Því miður rann blóð-
ið niður í augu mér, svo ég gat
ekki séð þrjótinn.
Haller lét færa hann inn í
skurðstofuna. Hann fjarlægði
umbúðirnar og hreinsaði sárið.
Karsch, sem virtist vera mjög
fölur í skæru ljósinu, kipptist
nokkrum sinnum við.
— Vonandi fæ ég engin höf-
uðlýti, muldraði lögreglumaður-
inn.
Haller hló. — Nei haus-
kúpan er ósködduð. Þetta er
grunnt sár, en frekar langt
við verðum að sauma það, ann-
ars grær það ekki.
— Verður að klippa af mér
hárið? spurði Karsch með um-
hyggju.
EFTIR JENS BEKKER
8. HLUTI
VIÐ
hverja snertingu hans