Vikan


Vikan - 10.04.1969, Page 36

Vikan - 10.04.1969, Page 36
r O Z < SVEFNBEKKIR ÝMSAR STÆRÐIR AF VÖNDU3UM OG GÓÐUM SVEFNBEKKJUM OG SVEFNSÓFUM HAGSTÆTT VERÐ o z UJ co co o n. Q u I < > cc O ENDURNÝJUM EINNIG GÖMLU SVEFNHÚSGÖGNIN SVE FNBEKKJA Laufásvegi 4 - Sími 13492 KOMIÐ TIL MÖTS VIÐ HÆKKANDI SÖL MEÐ OSRAM U LTRA-VITALUX L----------- ) Hún sá fyrir . . . Framhald af bls. 13 Mér fannst þetta mjög ólíklegt og næstum óhugsandi. Við höfð- um aEar sjaldan rætt um móður hennar, en mér var kunnugt um, að hún væri á lífi. Þess vegna spurði ég Maj, hvort móðir henn- ar væri alvarlega veik. Hún svaraði því neitandi. Hún hafði að vísu verið veil fyrir hjarta um tíma, en það er ekki óalgengt um konur, sem komnar eru jrfir áttræðisaldur. Ekkert alvarlegt gat verið að henni, því að þá hefði systir Maj, sem bjó í sama bæ og heimsótti móður þeirra daglega, sagt henni frá því. Ég veigraði mér við að flytja vinkonu minni þessi skilaboð, en leiðsögumaður minn hvatti mig óspart til að lýsa nákvæmlega öllu sem ég heyrði og sæi. Þá heyrði ég sunginn sálminr. ,,Vor guð er borg á bjargi traust“, Ég heyrði bæði orðin og tónlist- ina greinilega. Það var engu lík- ara en verið væri að syngja sálm- inn í mínu e'gin húsi. Hann hljómaði svo hátt, að ég var hissa á, að Maj skyldi ekki heyra hann líka. Þá sé ég konu. Hún er umvaf- in kristalstærum hjúpi. Hún seg- ir til nafns síns. Ég lýsi henni fyrir Maj og hún segir, að þar sé komin „Hilda frænka“. Hún er blíð og glöð og seg:st vera komin til að sækja systur sína, sem eigi að yfirgefa jarðlífið. Ég hika enn við að flytja Maj skila- boðin. Næst sé ég gamla konu, sem liggur ? rúmi. Ég lýsi henni og Maí þekkir þar móður sína. Allt í einu f:nn ég og sé, hvernig annar helmingur andlits gömlu konunnar stirðnar. Ég finn þetta á mínu eigin andliti. Eftir um það bil tiu mínútur er tilfinning- ín horfin. Ég heyri, að gamla konan endurtekur orðin: ..Ég er svo breytt“. Allan tímann hlióm- a- sálmurinn ..Vor guð er borg ö bjargi traust“. Aftur og aftur. Ég sagði Mai minnst tiu sinnum, að ég heyrði þennan sálm sung- inn stöðugt. Loks sá ég, að ekki var lengur undankomu auðið. Ég sá mig til- neydda til að segia Mai, hvers kyns væri og reynd: eftir beztu getu að búa hana undir andlát méður hennar. Ég vil taka það skýrt fram, að ég var ekki í dásvefni, þegar þetta gerðist, eða neinu öðru annarlegu ástandi. Samt heyrði ég, sá og skynjaði þetta. Hins vegar fannst mér eins og ég væri stödd einhvers staðar langt í burtu. Klukkan var orðin tíu, þegar við hrmgdum á leigubíl. Sonur Mai opnaði dyrnar og sagði: — Frænka var að hringja. Amma dó í kvöld.... Daginn eftir hringdi Maj til systur sinnar, sem hafði verið við banabeð móður þeirra. Hún fékk að vita, að gamla konan hefði fengið hægt andlát og friður og ró ríkt yfir svip herrnar, þegar hún skildi við. Andlátsorð henn- ar voru: „Ég er svo þreytt. . .“ Annar helmingur andlits hennar eins og féll niður, skömmu áður en hún lézt. Systirin hafði kveikt á kerta- ljósi og dregið fram einu sálma- plötuna, sem til var á heimilinu. „Hvað hét sálmurinn? spurði Maj. Og svarið var: „Vor guð er borg á bjargi traust“. Hún spil- aði plötuna aftur og aftur. TALAN 37 Forspár eru ekki óalgengar í dag. Margt fólk virðist vera gætt þeim hæfileikum að geta séð fyr- ir atburði, sem síðar koma fram. Hér getur verið um að ræða stór- tíðindi, en einnig lítilvæg og hversdagsleg atvik. Satt að segja skil ég ekki, hvaða gildi forspár hafa, en ég gizka á, að þær eigi að sýna okkur og sanna, að á- kveðin lögmál gildi í tilveru okkar. Oft er um að ræða sam- spil tilviljana og hendinga, en mörg dæmi benda líka til þess, að atburðir, sem gerast hér á jörðinn:, séu ákveðnir fyrir handan. Margir halda, að fólk, sem hef- ur spádómsgáfu geti umsvifalaust sagt fyrir alls konar fáfengilega atburði, eins og tildæmis hvaða númer komi upp í happdrætti, hvað gerist í sumarleyfi þessa eða hins og svo framvegis. Ég álít, að slikar forspár haf: lítið sem ekkert gildi. Og þó ber því ekki að neita, að stundum kemur það fvrir. að maður siái fyrir slík fáfengileg atvik. Mig langar til nð segía frá einu slíku. Og í þetta sinn álít ég, að það hafi haft svolítið gild'. Dag nokkurn sat ég við eldhús- borðið og drakk kaffi oa. spiall- aði v:ð vinnukonuna mína, Frú M. Allt í einu finn ég strauma á bak við frú M. og ég sé háa og grannvaxna konu. Mér er strax ljóst, að þetta muni vera móðir hennar. Ég heyri að hún segir: „Frú M. er yngsta dóttir mín. Skilaðu kveðju til hennar frá mér og segðu henni, að hún muni vinna í happdrætti." Síðan nefndi hún tölu, en því m:ður heyrði ég ekki nema tvo síðustu stafina, en þeir voru 37. Þetta var í byrjun nóvember 1967. Ég þorði ekki að segja frú M. frá því, sem ég hafði séð og heyrt. Ég vissi ekki, hvernig hún mundi taka því. Ef til vill mundi hún verða óttaslegin og segja upp vistinni, og mér fannst ég ekki geta án hennar verið. Ég spurði hana samt lævíslega, hvort hún spilaði oft í happ- drætti. Nei, hún sagðist svo til aldrei hafa gert það. Hins vegar hefði hún að gamni sínu keypt einn miða um daginn í happ- 36 VIKAN 15’ tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.