Vikan - 10.04.1969, Page 37
drætti og það yrði dregið í þv£
15. nóvember.
„Ég skil ekki, hvað kom yfir
mig,“ sagði hún og hló hjartan-
lega.
Ég var di-júg með mig og sagði:
„Ef talan á miðanum yðar end-
ar á 37, þá vinnið þér.“
Frú M. sagðist ekki muna núm-
erið. Hún kvaðst hafa sett mið-
ann niður í skúffu hjá sér strax
og hún hefði keypt hann. Ég bað
hana að aðgæta hvert númerið
væri, þegar hún kæmi heim.
Daginn eftir kemur hún til mín
og er í senn undrandi og forvitin.
„Hvernig í ósköpunum gátuð
þér vitað, að númerið á happ-
drættismiðanum mínum endaði á
37?“ spurði hún.
Ég lét slag standa og sagði
henni allt af létta. Hún sagði
mér á móti, að hún hefði misst
móður sína, þegar hún var fimm
ára gömul. Hún mundi það eitt,
að hún var há og grönn. í
bernsku sinni hafði það nokkr-
um sinnum borið við, að ættingj-
ar og nágrannar minntust á, að
móðir hennar hefði birzt þeim.
Sjálf var frá M. gædd ofurlitlum
dulrænum hæfileikum og hafði
nokkrum sinnum orðið vör við
sitt af hverju. Einnig hafði hún
lesið mikið um þessi efni í blöð-
um og bókum. Hún kvaðst til
dæmis hafa lesið báðar bækurn-
ar mínar. Hún var þess vegna
alls ekki hrædd, heldur glöð og
þakklát fyrir kveðjuna.
15. nóvember var dregið í
happdrættinu. Og auðvitað fékk
frú M. vinning, en ekki var hann
þó hærri en 5000 krónur.
Mörgum finnst vafalaust þessi
frásögn engan veginn stórfeng-
leg, enda er hún það ekki. En
það gladdi frú M. að fá kveðju
frá móður sinni. Með þessu móti
hefur móðir hennar ugglaust
viljað sýna henni, að hún fylgd-
ist með henni, að hún stæði í
sambandi við hana og verndaði
hana eftir mætti. Að mínu áliti
var happdrættisvinningurinn
aukaatriði, en kveðjan það sem
máli skipti.
HVERNIG ER
AÐ VERA DÁINN?
Ég þekkti ekki Alex G. á með-
an hann lifði hér á jörðinni. En
konan hans var vinkona mín í
mörg ár og ég vissi, að hann var
vel gefinn og litríkur persónu-
leiki. Hann var Gyðingur og
varð að þola margs konar mis-
rétti og erfiðleika vegna kynþátt-
ar síns. Hann hafði flækzt víða,
búið á mörgum stöðum í Skand-
inavíu, m.a. í Noregi. Fjölskylda
hans er nú búsett í Danmörku.
Við mörg tækifæri hefur hann
sýnt þess merki, að hann getur
og vill hafa samband við ástvini
sína. Fjölskyldu hans er mikill
styrkur í þessu og þess vegna hef
ég haft ánægju af að flytja skila-
boð frá honum. Konan hans hef-
ur oft beðið mig um að reyna að
ARRÍL HEFTIÐ
ER ICOMIÐ
r
N
r
N
EIGINMAÐUR-
INN OG HJÓNA-
BANDSSÆLAN
Hvernig geta konur
gert eiginmenn sína
hamingjusama?
HVERS MÁ
VÆNTA AF
NIXON?
Athyglisverð grein
eftir Alan Drury
V__________________J
V
r
v
Ógleymanlegur maður:
ENGINN GUÐ, ENGIN SYND,
EKKERT HELVÍTI
r
N r
n
SUMIR MENN
TS VERÐA ALDREI
mi- % * f FULLORÐNIR
Skemmtileg grein eftir
blaðakonuna Ann Landers
V V
/ ; n
Urvalsbókin:
HVÍTI UNDRALÆKNIRINN
í VELLORE
VEIKTIST
OG VARÐ
LEIKARI
Róbert Arnfinnsson
segir frá
V______________________/
- FERMINGARÚR - EINGÖNGU VÖNDUÐ ÚR -
Nivada
OMEGA
Fj'BBaMW
JUphuu
PIERPOnT
Magnus E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Sími 22804
15. tbi. VIKAN 37