Vikan - 23.04.1969, Page 13
„Kunningi kennslukonunnar heimsótti skólann í dag.“
„Var það móðir Charles?" spurðum við hjónin í kór.
„Nehei“, sagði Laurie með fyrirlitningu. „Það var karl-
maður, sem kom til að kenna okkur leikfimi. Við þurftum
að snerta tærnar á okkur með fingurgómunum. „Lítið á“.
Hann brölti niður af stólnum, hnipraði sig saman og snerti
á sér tærnar. „Þannig“ sagði hann. Hann settist hátíðlega
í stólinn sinn aftur og sagði um leið og hann tók upp gaff-
alinn:
„Charles tók ekki einu sinni þátt í leikfiminni“.
„Það er laglegt“, sagði ég áköf. „Langaði Charles ekki til
að gera æfingarnar?“
„Nehei,“ sagði Laurie. „Charles var svo ókurteis við vin
kennslukonunnar, að honum var bannað að vera með í
leikfiminni.“
„Ókurteis aftur?“ sagði ég.
„Hann sparkaði í vin kennslukonunnar“, sagði Laurie.
„Vinur kennslukonunnar, sagði Charles að snerta á sér tærn-
ar, eins og ég gerði áðan, en Charles sparkaði í hann“.
„Hvað álítur þú að þeir geri í sambandi við þennan Char-
les?“ spurði faðir Lauries hann. Laurie yppti öxlum tilgerð-
arlega.
„Ég ímynda mér, að þeir reki hann úr skólanum“, sagði
hann.
Miðviku- og fimintudagur voru svipaðir hinum dögunum.
Charles gólaði meðan sögutími stóð yfir, og grætti einn drengj-
anna með því að berja hann í magann. Á föstudeginum varð
Charles að sitja eftir aftur, og sama gerðu öll hin börnin.
Með þriðju viku barnaskólans var Charles orðinn áhrifa-
mikil sögupersóna innan fjölskyldu okkar. Þegar litla dótt-
ir okkar grenjaði allan eftirmiðdaginn, var hún nokkurskonar
Charles. Og Laurie var Charles, þegar liann fyllti vagniim
sinn með aur og drullu. og dró hann gegnum eldhúsið. Þeg-
ar maðurinn minn festi olnbogann í símaþræðinum og kippti
símanum, öskubakkanum og vasa fullum af blómum niður af
borðinu, sagði hann: „Svonalagað mundi Charles gera“.
Þriðja og fjórða vikan virtust virka bætandi á Charles.
Við matborðið á fimmtudegi þriðju vikunnar, skýrði
Laurie hryssingslega frá því, að Charles hefði verið svo góð-
ur þann dag, að kennslukonan hefði gefið honum epli. „Hvað“
varð mér að orði, og maðurinn minn bætti við þi'eytulega:
„Meinarðu Charles?“
„Charles“ fullyrti Laurie, og hélt áfram: „Hann útbýtti
krítarlitum, safnaði saman bókunum eftir kennslustundina
og kennslukonan sagði að liann væri aðstoðarmaðurinn sinn“.
„Hvað kom fyrir?“ spurði ég tortryggin.
„Hann var aðstoðarmaður hennar, það er allt og sumt“,
sagði Laurie og yppti öxlum. „Getur þetta verið satt um
Charles?“ spurði ég manninn minn um kvöldið. „Getur svona
lagað átt sér stað?“
„Sjáðu hverju fram vindur“ sagði minn heittelskaði, blygð-
unarlaust. „Þegar maður á í höggi við Charles, gæti þetta
þýtt að hann sé aðeins að skipuleggja nýja klæki.“
Hann virtist hafa á röngu að standa. í meira en vikutíma
var Charles aðstoðarmaður kennslukonunnar. Á hverjum degi
færði hann skólasystkinum sínum nauðsynleg áhöld og verk-
efni, og safnaði þeim saman eftir notkun. Enginn þurfti
lengur að sitja eftir, þegar skóladegi var lokið.
„Kennara- og' foreldrafundur verður aftur í næstu viku“,
sagði ég manni mínum eitt kvöldið. „Ég ætla að hitta móð-
ur Charles þar“.
„Spurðu hana hvað hafi komið fyi-ir Charles,“ sagði mað-
urinn minn. „Mig langar til að vita það.“
„Ég' hefði ekkert á móti því að vita það sjálf“, sagði ég.
Á föstudeginum, í þessari sömu viku, var allt komið í sitt
fyrrverandi ástand. „Vitið þið hvað Charles gerði í dag?“
spurði Laurie yfir matnum og það vottaði fvrir lotningu í
Framhald á bls. 36.
17. tw. VIICAN 13