Vikan


Vikan - 23.04.1969, Side 28

Vikan - 23.04.1969, Side 28
Gaby talaði eins og hún hefði sótthita. — Þér verðið að lofa mér því, sagði bílstjórinn umhyggjusam- lega, — að gera nú enga vit- leysu. Ég kæri mig ekki um nein vandræði. Nei, hún gerði enga vitleysu. Ekki heldur þegar þau tvö stönz- uðu eftir um það bil tvo kíló- metra, beygðu sig hlæjandi að hvoru öðru, tókust í hendur og hurfu bak við hæð — viðkvæmt, ástfangið par. Gaby þaut út úr bílnum, áður en hann var alveg stanzaður. Gripin ást og hatri hljóp hún eftir skógarstígnum, þar sem Júrgen og stúlkan höfðu horfið. Þau höfðu ekki hugmynd um að þeim hefði verið veitt eftirför. Þau stóðu þarna í ekki tíu metra fjarlægð frá Gaby og kysstust. Hún sá andlit Júrgens, dökk augu hans og fínlegan hliðarsvip stúlkunnar. Og henni fannst kossinn vara heila eilífð. Gaby færði sig til hliðar svo grein huldi andlit hennar. Þetta er allt ofur einfalt, hugs- aði hún. Ég get gengið til þeirra, horft ískalt á þau og sagt: — Látið mig ekki trufla ykkur, ég ætla bara að ná í bíllyklana mína. Sigur? Nei. Aðeins viðurkenning á niðurlægingu hennar. Að ástæðu- lausu hafði hún látið sauma sér brúðarkjól, að ástæðulausu skrökvað að föður sínum að hún ætti von á barni, þessi smávaxna ljóshærða stúlka hafði sigrað hana. Hatur hennar snerist gegn stúlkunni. Gegn þessari smá- vöxnu ljóshærðu stúlku, sem var svo heppin að líta út eins og lát- in kona hans. Þvílík heppni, að vera svona nákvæmlega eins og hún.... En þú skalt ekki fá hann, sór Gaby döpur í huga sér. Þú get- ur kysst hann, þú getur þrýst þér upp að honum, eins og þú villt, þú getur farið með honum gegnum allan skóginn, en þú munt ekki eignast hann. Það verður allt saman draumur þinn, litla ungfrú. Ég fylgi ykkur, skref fyrir skref.... Hérna inni í skóginum var snjórinn enn ekki bráðnaður. Hann brakaði undir fótum Júrg- ens. Geislar sólarinnar náðu nú aðeins að nokkru leyti að þrengja sér gegnum grenigreinarnar. Eig- inlega var ennþá of kalt fyrir þannig gönguferðir. En Janine var ekki kalt. Henni fannst allt fallegt, dagurinn, loft- ið, kyrrðin sem umvafði hana. Stundum námu þau staðar til þess að kyssast. Og þá lokaði hún augunum og hugsaði: ég er hamingjusöm. Vegurinn fram undan þeim varð þrengri; hann þrengdi sér eins og gljúfur gegnum skóg- inn. Sporin 1 snjónum bentu til þess, að þau væru komin inn á land veiðidýranna. — Við villumst örugglega, sagði hún. — Ertu hrædd? spurði Júrgen. Janine gat ekki annað en hlegið að þeirri hugsun. — Lít ég út fyrir að vera það? — Þú ert falleg, svaraði hann. Og um leið lagði hann handlegg sinn varlega utan um hana. Skref þeirra urðu jafn stór . . . Ég verð að hlæja, hugsaði Júrgen, vera ástfanginn, hvísla ástaryrðum, gera ástarjátningar. Hún má ekki finna að ég sé taugaóstyrkur. Hana má aldrei gruna. að ég hafi valið þennan veg af ásettu ráði. Hún verður að hugsa um ástina til hinztu stundar, aðeins um ástina . . . — Oh, Júrgen, sagði hún og hristi höfuðið, — ég veit ekki hvað þú ert búinn að gera úr mér? Hann þagði, þrýsti handlegg hennar aðeins lítillega. — Hugsarðu aldrei um það, að á þessum tíma í fyrradag þekkt- umst við alls ekki? — Nei. Ég hugsa ekki um það. Veiztu ,að þegar maður er ást- fanginn þá líða stundirnar og dagarnir allt öðru vísi .... Augu hennar horfðu dálítið óttaslegin á hann. — Ást er svo stórt orð, Júrgen, hver segir, að við elskumst? Það getur líka verið vitleysa .... Þau námu staðar, horfðu hvort á annað, leituðu sannleikans í andliti hvors annars. Júrgen tók um hnakka hennar með báðum höndum sínum, dró hana að sér, kyssti hana og hugsaði: Janine, sú vitleysa mun leiða þig til dauða. Janine trúði aftur á móti þess- um kossi hans, þrýsti sér að hon- um, vafði handleggjunum utan um hann, gripin skyndilegri við- kvæmri ástríðu. Það er engin blekking, hugsaði hún. Ég elska hann. Þegar hann heldur fast utan um mig, þá sundlar mig. — Elskarðu mig? heyrði hún hann hvísla. — Já, hvíslaði hún. Janine hafði það á tilfinning- unni, að ekkert þýddi að berj- ast móti þessari ást. Tvær mann- verur sem áttu saman — enginn gat barizt móti því. Hve hann var henni kær, hve henni fannst hún óaðskiljanleg frá honum, eins og hún hefði þekkt hann allt sitt líf. Hún þrýsti andliti sínu að öxl hans, fann hjartslátt hans. Hvað hafði hún verið fyrir tveim dögum? Stúlka, sem leitaði að- eins liðins lífs, glataðrar fortíð- ar. Hún hafði ekki átt neina framtíð, hún hafði lifað líkt og bak við glervegg, þangað til Júrgen kom og líf hennar varð aftur eins og líf ungrar stúlku ... Hann sneri allt í einu höfðinu til hliðar, hlustaði spenntur. — Hvað er? spurði hún. — Var þetta ekki fótatak? — Hvað þá, sagði hún hlæj- andi, — snjórinn er að falla af trjánum, það er allt og sumt. Júrgen var ekki rólegur. Skrjáf brakandi greinar — hafði hann ekki heyrt það greinilega? Eða var nú svo langt komið að hann var farinn að ímynda sér allskonar hljóð? Áfram, hugsaði hann. Við verðum að halda áfram. Arm- bandsúr hans sýndi nokkrar mínútur yfir tólf. Ennþá var dá- lítill spölur að lestarsporinu. Hann gat ekki treyst á farþega- lest. Vöruflutningalest varð það að vera. Næsta vöruflutninga- lest færi fram hjá um klukk- an tólf fjörutíu. Ský mynduðust á himninum. Veðrið var að breytast. Skyn- samlegast hefði verið fyrir þau að snúa við. Vonandi færi hún ekki fram á það. — Segðu mér, Júrgen, sagði Janine allt í einu, — hvernig leit konan þín eiginlega út? Þannig spurningar gerðu hann alltaf órólegan. Hafði ekki verið háðshreimur í rödd hennar? Var ekki einhver tónn, sem varaði hann við? Júrgen píndi sig til þess að þagga efann niður. Ekki að gefa eftir. Bara að missa. nú ekki stjórn á sjálfum sér/ — Þú' ert lík henni að vissu leyti, svaraði hann. — Hefurðu enga mynd af henni? — Nei. Ég er ekki með neina á mér. — Hve gömul var hún, þegar hún dó? — Tuttugu og sjö ára. — Elskaðirðu hana mjög heitt? — Já. Hún gelck þögul við hlið hans. Hann greip um hönd hennar, dró hana að vörum sér, kyssti fing- ur hennar. — Núna elska ég þig, Janine, og mig langar til þess að byrja með þér nýtt líf. — Þú þekkir mig ekkert, sagði hún lágt, og hann sá tár glitra í augnakrók hennar. — Jú, ég þekki þig. — Hann nærri því hrópaði þetta og hann varð óttasleginn yfir rödd sinni. Þegar hann sá brautarsporið fram undan eftir næstu beygju, náði óttinn tökum á honum. Honum varð flökurt. Honum fannst blóðið streyma úr æðum sínum. Trén höfðu allt í einu fengið andlit, og glottu nú til hans. Allt varð honum andhverft. Ógnandi skýin mynduðu þyrp- ingu. Vindurinn kom æðandi. Hrafn krunkaði, annar svaraði. Nú sá hann líka hræfuglana, tuttugu eða þrjátíu, sitja með- fram símalínunni. — Þú, Júrgen, ég er allt í einu hrædd, sagði Janine. — Við hvað? sagði hann og hló dátt. Með þessum hlátri ætl- aði hann að reka burtu vofurn- ar, með þessum hlátri ætlaði hann að vekja hugrekki sitt. En Janine kreisti hönd hans. — Það er allt svo leyndardómsfullt hérna, finnst þér það ekki? — En elskan, hvað hefur alll í einu komið yfir þig? — Ég veit það ekki. Hann fann, hve hún titraði undir frakka sínum. — Komdu, haltu mér fast, sagði hún. Glamrandi skrölt gaf honum merki. Hann hélt þétt utan um Janine, strauk hár hennar. Hann fann ennþá viðkvæm orð, en skyrta hans var blaut af svita og hann var örugglega grænn í andliti. Umhverfið var eyðilegt. Það voru örugglega engin vitni. Brautarsporin voru rúman meter fyrir neðan þau. Heppilegt, ekki satt? Þegar vörulestin kæmi, þurfti hann aðeins að hrinda henni. Hjólin mundu mala í henni hvert bein, lestarhljóðið yfirgnæfa óp hennar. Áætlunin var góð. Enginn mundi láta sér detta' morð í hug. Óhamingjusöm stúlka hafði framið Sjá-lfsmojð. Þegar ein- hver hafði misst minriið, gat hann einnig misst vitið. Hún yrði grafin einhvers staðar, stúlka að nafni Janine Marie Laurent. Teinarnir gáfu allt í einu frá sér syngandi háan hljóm. Það var hin óskeikula tilkynning EFTIR JENS BEKKER 10. HLUTI VIÐ hverja snertingu hans 28 VEKAN 17-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.