Vikan


Vikan - 04.09.1969, Side 34

Vikan - 04.09.1969, Side 34
FjarlægiS naglaböndin á auðveldan hátt *Fljótvirkt *Engar sprungur * Hreinlegt * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Cutáp&K Fyrir stöKkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamicsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun og Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. MÖLLCR & CO. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK á daginn að mér fannst ekki meira gaman í lögfræðinni en svo, að ég hætti eftir fyrsta árið og langar ekki þangað meir. — Nú er ég búinn að vera um það bil tvö ár „props-maður" eða sviðsmaður hjá sjónvarpinu, og lík- ar vel, á stundum getur maður gef- ið hugmyndafluginu lausan taum- inn, eins og ég hef gert hér á heim- ilinu. — En hugurinn stefnir lengra. Ég er með myndadellu, og er nú nærri ákveðinn í að fara utan og læra kvikmyndun. Sennilega til Dan- merkur eða Svíþjóðar, sem ég reikna með að verði ofan á. — Jú, ég hef komið mér upp myrkrakompu hér frammi — Ása notar að vísu helminginn af henni fyrir saumastofu, en þröngt mega sáttir sitja!" Hnn er alveg búinn að stór- smita mig," segir Ása. — „Og áður en langt um líður verð ég ábyggi- lega með jafn-ólæknandi dellu og hann núna. Enn sem komið er ég bara nokkurs konar klinik-dama hjá honum; busla myndunum í framkallaranum og þess háttar, en áhuginn eykst jafnt og þétt. Hann var nú ekki búinn að vera ýkja lengi hjá Sjónvarpinu þegar ég náði í hann. Jú, það er eitthvað um að fólk innan þeirrar stofnunar giftist inn- bvrðis. Enn sem komið er eru þó ekki nema tvenn hjón — og hver veit hvað verður úr því þriðja!" Tíminn hefur flogið áfram. Við afþökkum aftur í bollana en tottum vindlana heimsmannslega um leið og við kveðjum ungu, ástföngnu hjónin, Ásu Finnsdóttur, sjónvarps- þul og klippara og Jóhannes Long, leikmunavörð. ó. vald. Stúlka meS falleg augu Framhald af bls. 19. — Hvers vegna haldið þér það? —■ ÍÉg veit það ekki. Mér bara finnst það. — Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hafið þér rétt fyrir yð- ur. Ég fékk mér nokkra tíma — í mambo. — Og cha-cha-cha? — Nei, ég hætti, áður en það varð landsplága. — Nýir dansar koma á hverj- um degi, sagði hann og hló við. — á eftir cha-cha-cha kemur sennilega ha-ha-ha eða ho-ho-ho. Mér finnst nú, að ef maður get- ur dansað foxtrot og vals og kannski rúmbu, þá ætti það að nægja. Hvað finnst yður? — Mér finnst mjög gaman að dansa. — Já, það finnst mér líka. En ég á við, að það er ekki hægt að hafa brennandi áhuga á slíku. — Nei. — Hvað hafið þér hugsað yð- ur að vera hér lengi? — 14 daga. — Það var skemmtileg tilvilj- un. — Þér verðið kannski líka ... — Tja . . . ef til vill. — É'g hef oft hugsað um, hvernig það er.... — Hvað? Það vitið þér vel. — Hvað eigið þér við? — Hvernig það er fyrir fal- lega stúlku að ferðast ein, sagði hann. — Það er alveg prýðilegt, sagði hún. - Dálítið einmanalegt stund- um, er það ekki? — Það er alls ekki sem verst. -— Jú, fjandinn hafi það, það hlýtur að vera einmanalegt, sagði hann með þungum áherzl- um. Það á alls ekki illa við mig, sagði hún hægt. — Jseja, við munum skemmta okkur vel saman, haldið þér það ekki? Hann lagði hönd sína yfir hennar. Hún sat hreyfingarlaus andartak, dró síðan höndina að sér og tók glasið sitt. — Haldið þér, að þér getið kennt mér að dansa mambó? spurði hann stuttu síðar. — Það geta allir lært. Ja, maður þarf þó að vera viss á taktinum, er það ekki? Það er bara betta: Þegar svona 34 VIKAN 36- tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.