Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 39
King er látinn en Coretta lifir Framhald af bls. 17. Ef bókin átti að vera sönn, yrði hún að skrifa hana sjálf. Samfara því að hún er stjórnar- meðlimur í miðstjórn SCLC, og stöðugur fylgismaður Ralhps Aber- nathy, er Coretta einskonar um- boðsmaður. Hún útvegar skemmti- krafta, ræðumenn við minningar- hátíðir og fjáröflunarskemmtanir. Hún hefir skrifstofu heima hjá sér, og hefur sér til aðstoðar einn bókmenntafræðing og tvo lögfræð- inga. Þessutan hefir hún bílstjóra, sem líka annast allskonar störf fyr- ir hana, tvær hjálparstúlkur, sem vinna á vöktum, einn einkaritara og þrjá aðra ritara. Heimili hennar er látlaust einbýlishús í útborg At- lanta, í negrahverfi. Þegar börnin eru farin í skól- ann, þá hittist þetta fólk í herbergi, sem er hvorttveggja í senn, svefn- herbergi og vinnustofa, til að leggja á ráðin um störf dagsins. Þar situr hún í miðjum hópnum, alltaf fallega klædd, drekkur kaffi og stjórnar samræðum. En Coretta King heldur fast við að fyrst og fremst verði hún að sinna börnum sínum. Hún tekur þau með sér i ferðalög, svo oft sem hægt er að koma því við. Yolanda (13 ára), Martin yngri (11 ára), Dexter (8ára) og Bernice (5 ára), skiptast á að sitja við hlið hennar í flugvélunum. Áður en yngri börnin fara í rúm- ið, er það daglegt brauð að sjá Corettu, brosandi og glaðlega, leika við börnin, sem jafningi þeirra. Hún er jafn kát og börn- in. Sunnudagarnir eru helgaðir fjölskyldunni, en þó gleymir Cor- etta ekki „málefninu". Hún segir börnunum frá starfi sínu, og kem- ur þeim ( skilning um að þetta sé málefni sem snerti allt mannkyn- ið. King börnin eru alin upp við hugsjónir jafnréttishreyfingarinnar. Yolanda var smábarn, þegar sprengju var kastað á prestssetrið í Alabama. Og þegar farið var í mótmælagöngur, gengu börnin við hlið foreldra sinna. Þau vita allt sem skeður í kringum þau, og hvaða þýðingu það hefir fyrir fram- tið þeirra. Fjölskyldan er öll hrædd við of- beldisverk, en þau gleðjast ef ein- hver framför verður, eða eitthvert mannúðarmál fær góðan hljóm- grunn. Heit trú Corettu King og vitn- eskjan um það að lífsstarf hennar sé mikið, veitir henni styrk. Hún er stöðugt á ferðinni, en oft sést hún standa í hljóðri bæn. Hvað hugsar hún þá? Um Martin Luther King? Friðarverðlaun Nobels? Of- beldið, sem hún hefir svo oft ver- ið sjónarvottur að? Fangelsanir eig- inmanns hennar? Morðið ( Memp- his.... Hún hefir styrk til að horfast f augu við erfiðleikana, og hún er sú kona, sem vex með skyldutil- finningunni. Hún er líka kjarkmik- il kona! ☆ / —......þar bunaði smálækj- ar spræna.... V___________________________) 36. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.