Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 4
Margur kyssir á þá hönd, er hann vildi hélzt að af fœri. íslenzkur málsháttur. # fólk i fréttunum ADENAUER, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýzkalands, sat lengi í embætti sínu, þótt han væri orðinn háaldraður. í tilefni af því var eftirfarandi smásaga samin: Kjarnorkustyrjöld hefur lagt allt í rúst og allt líf er horfið. En út úr rústunum, þar sem áður var Bonn, skríða tvær manneskjur, karl og kona. Fyrst kom karl- maðurinn, en konan nokkrum dögum seinna. Jafnskjótt og þau komu auga á hvort annað, hrópuðu þau upp: „Nú er það okkar verk að skapa nýtt mannkin á jörðinni.“ „Já, en ég vil halda áfram að vera kanslari,“ var þá gripið fram í fyrir þeim, og út úr einum haugnum skreið Adenauer. MEÐ HÁRIÐ bundið í hnút í hnakkan- um og nokkurra daga gamalt skegg: — Þannig birtist sá frægi Marlon Brando á Heathrow-flugvellinum rétt fyrir utan London. Ástæðan fyrir þessu einkenni- lega útliti er sögð vera sú að lítið hefur verið talað og skrifað um Brando ný- verið. Forsetafrú Bandaríkjanna, Pat Nixon, ját- aði það nýlega í hófi, að einu sinni hafi hana dreymt um að verða læknir. Það var á fundi hjá Kvenlögfræðingasambandi Bandaríkjanna, að hún sagði svo frá: „Jú, einu sinni langaði mig að verða læknir. Ósköp venjulegur, starfandi læknir sem hefði sína stofu og veitti sjúkum alla þá aðhlynningu sem þeir þyrftu.“ Árið 1932 var henni boðinn styrkur til að læra það, en þá vann hún sem aðstoð- arstúlka á röntgendeild Seton-sjúkrahúss- ins í New York. „En þá,“ sagði Pat, „fór ég aftur i skólann og lauk mínu námi; vann fyrir mér með kennslu- störfum, og þá hitti ég Dick (R. N.) svo mér var alveg sama hvernig allt snerist!“ Frú Coretta King, eiginkona Dr. Martin's Luther's King's, gaf nýlega út bók um sambúð sína og kynni af manninum sem hún var gift í 13 ár. í upphafi bókarinn- ar segir Coretta svo frá fyrstu kynnum sínum við „Konunginn": „Það fyrsta sem mér datt í hug var: „Sá er stuttur" . . . og svo hugsaði ég með mér: „Heldur virðist hann óskemmtileg- ur“. En svo komst hún að því, að þessi ungi Baptistaprestur var í rauninni „eitt- hvað sérstakur", Og í niðurlagi bókarinnar segir frú King frá því, að undir lokin hafi eiginmaður hennar sífellt talað um það, að hann ætti það á hættu að láta lífið á einn eða annan hátt. Mán- uði fyrir dauða sinn sendi hann Corettu gerviblóm, en það var nokkuð sem hann hafði aldrei gert áður. Skýrði hann það út með þessum orðum: „Mig langaði til að gefa þér eitthvað, sem þú gætir alltaf átt.“ ARTHUR TEFLIR ALDREI Á TVÆR HÆTTUR Artuhr Clarkson, 32 ára gam- all Englendingur, var einn þeirra manna sem var ekki í rónni nema líf hans væri í stöðugri hættu og hann væri umvafinn spennu og framandleika. Hann átti ungan son, og áður en sá litli var farinn að ganga var r—------------------------n STUTT OG LAG- GOTT Hér er enn einn af hinum góö- kunnu þrí- hyrningum. Hugmyndin er ekki sérlega frumleg, en þrátt fyrir það eru menn svo undar- lega af guði gerðir, að enginn, er sér svona þríhyrning, lœt- ur hjá líða að lesa hann til enda. — The Bridge. v__________________________/ hann farinn að hanga á baki föð- ur síns er hann var í klifri og príli um alla kletta og öll fjöll. Og um leið og sá stutti var farinn að geta komið fyrir sig fótunum fór hann að klifra með föður sínum. Einu sinni voru þeir báðir rétt dauðir er Arthur missti fótfestu utan í 30 metra háum skorsteini J— en líflínan bjarg- aði honum á síðustu stundu fyrir einhverja mildi. í fyrrasumar, er Ray litli var 7 ára gamall, fóru þeir til Orkn- eyja og bröltu þar í nokkurn tíma. Auðvitað lentu þeir í lífs- háska og Arthur var gagnrýndur harðlega fyrir að hætta lífi son- ar síns að tilefnislausu. í sumar settu þeir svo markið hátt: Matterhorn í Alpafjöllun- um, 4.505 metra hátt, skyldi klif- ið. Þann 3. september í ár lögðu þeir svo af stað við þriðja mann. En 300 metrum áður en þeir náðu á tindinn urðu þeir að snúa við, og fjórum dögum síðar sneri fylgdarmaður þeirra við, en feðgarnir héldu áfram og reyndu aftur. Enginn veit hvort þeim tókst að ná tindinum. Ekkert hefur heyrzt frá þeim, en heima í Eng- landi situr frú Clarkson og bíð- ur: „Éíg er viss um að þeir eru öruggir,“ segir hún. „Arthur tefl- ir aldrei á tvær hættur og sízt þegar Ray er með honum.“ 4 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.