Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 49
um var sýnilega mikið niðri fyrir. Ég stanzaði, en Tim hélt áfram. Roberts kom á harðahlaupum yf- ir grasflötina. — Þú mátt ekki fara þangað, Tim. Tim reyndi að malda í móinn: — Ég ætlaði bara að sýna henni, hvar pabbi vinnur. — Þú veizt vel, hvað pabbi þinn hefur sagt um það. Þegar við gengum aftur í átt- ina til hússins með Tim á milli okkar, sagði Roberts afsökunar- rómi: — Hr. Morgan hefur sett strangar reglur varðandi vinnu sína. Enginn má trufla hann og heimsækja hann á vinnustaðn- um nema með sérstöku leyfi hans. Þér hafið kannski ekki vit- að það, ungfrú? Rees Morgan. Skyldi hann ein- beita sér að vinnunni, loka sig inni á vinnustaðnum, til þess að reyna að jafna sig eftir áfallið? Skyldi mér nokkurn tíma takast að kynnast honum? Kenna hon- um að lifa lífinu aftur og njóta þess? Ég hafði ekki verið nema í fjórtán daga í Bellwood. En samt hafði ég næstum jafn mikinn áhuga á Rees og sjálfri mér. oberts hjálpaði Tim niður stigann að baðströndinni. Það átti nú við hann að fá að losna um stund við spelkurn- ar og busla ofurlítið í grunu vatninu. Hann veltist um af hlátri, þegar ég þóttist vera krabbi og beit hann í stórutána. Augu hans urðu átakanlega sorgmædd og þíáningafull stuttu síðar, þar sem hann sat á bakk- anum vafinn inn í stórt hand- klæði. — Carol. saeði hann. — Ég hata þessar spelkur. — Þegar þú ert orðinn stór, þarftu ekki að hafa þær lengur. Þegar þú verður stór! Aum- ingia Tim litli! Enginn vissi, hver framtíð hans yrði. En líklega yrði hún verri en flestra ann- arra barna á hans aldri. Ég stóð á fætur og tók að klæða hann. Þá bar Rees skyndilega að. Ég fann að hann horfði á mig og fékk ákafan hjartslátt. Auðvitað var það barnalegt af mér og bar vott um eigingirni, en ég gat ekki neitað því fyrir sjálfri mér, að ég var vonsvikin um leið og hann birtist. Athygli hans beindist eingöngu að Tim. Hann gekk ebint til hans eins og hann sæi mig ekki og fór að gæla við hann. f fyrsta skipti, síðan ég kom til Bellwood, fannst mér ég vera einmana og utan- gátta. En þegar við borðuðum kvöld- verð á svölunum í rökkrinu, var eins og gott samband væri milli okkar allra þriggja. Á eftir drukkum við kaffi inni í stof- unni við yljuðum okkur við nota- legan arineldinn í kvöldsvalan- um. — Mér sýndist þú vera eitt- hvað leið niður á ströndinni, sagði Rees hugsi á svip. — Líð- ur þér betur núna? — Já, sagði ég og horfði beint inn í arininn. Þegar ég leit loks til hans, sá ég, að skinið frá eld- inum féll beint á andlit hans. — Við skulum eiga fleiri kvöld eins og þetta, Carol, sagði hann. En það getur ekki orðið strax. Ég er neyddur til að vinna mjög mikið um þessar mundir. Já, meðal annarra orða: Roberts minntist á það, að Tim hafði ætlað að sýna mér hvar ég vinn. — Hann sagði, að það væri stranglega bannað. En ég skil vel, að maður eins og þú, sem vinnur að rannsóknarstörfum, verði að hafa góðan vinnufrið. — Já, ég vona, að þú hafir ekki tekið þetta neitt illa upp. Ég verð að vinna, þar sem ég get verið með öllu ótruflaður. Á vinnustaðnum hef ég líka flest- ar af mínum verðmætu bókum, sem ég þarf að nota og auk þess ýýmis gömul og dýrmæt handrit og skjöl. Hann halaði sér áfram og var kominn mjög nærri mér: — Carol! Ég get ekki sagt eins og Tim, að þú verSir að vera hér um tíma og eilífð. En ég vona innilega, að þú munir vera hér mjög lengi. Hann þagnaði og breytti um svip. Augnaráð hans varð und- arlega fjarrænt: — Þarna niðri á ströndinni, sagði hann eins og úr mikilli fjarlægð. — Þegar ég sá þig og Tim saman, var eins og ekkert hefði gerzt fyrir þremur árum. Það var eins og við værum aft- ur orðin hamingjusöm öll þrjú — hún, ég og Tim. Eitt andartak sem var eins og heil eilífð, horfði hann á mig, en það var eins og hann horfði í gegnum mig; eins og hann sæi í senn hið liðna og ókomna. Þegar ég kom upp á herbergið mitt, stóð ég um stund við gluggann. Bellwood, Rees Morgan: Var þetta ekki allt of mikil andstaða við þá staði og það fólk, sem ég hafði vanizt á undanförnum ár- um? Síðastliðið vor hafði ég reyndar verið óvenju leið í skapi og þreytt, yfirspennt á taugum og var því ef til vill enn eðlilega næm á viðbrögð og tilfinningar annarra. Hvað sem því leið var ég þess fulviss, að ég mundi geta elskað mann eins og Rees Morg- an. Okkur hafði komið saman um, að ég skyldi eiga frí einn eft- irmiðdag í hverri viku. Og eina helgi í mánuði átti ég einn- ig að hafa til eigin ráðstöfunar. — Hvað ætlarðu að gera í dag, spurði Rees við morgunverðar- borðið fyrsta daginn, sem ég átti að eiga frí. — Ég veit það ekki, svaraði ég. — Verð ég kannski að fara eitthvað? — Nei, hrópaði Tim ákafur. Rees hristi höfuðið og sneri sér síðan að mér: — Já, ég held satt að segja, að þér sé brýn nauðsyn að fara frá Bellwood minnst einu sinni í viku. Við ætlum að reyna að halda þér hérna, og þess vegna þarftu að skipta um umhverfi öðru hverju. Ég ákvð að aka til Somerset, sem er nokrar mílur frá Bell- wood. Rees hafði sagt, að það væri lítill og fallegur staður. Roberts kom akandi alla leið upp að tröppunum og bauð mér að setjast við hlið sér í framsætinu. Tim hafði kvatt mig svo inni- lega, að það hrærði hjarta mitt. — Nú ferð þú og kemur aldrei aftur, sagði hann með tárin í augunum og skeytti engu um mótbárur mínar. — Hvers vegna trúir þú mér ekki, þegar ég lofa að koma aft- ur? hafði ég spurt og reynt að róa hann. Hann getur ekki skilið þetta, auminginn, hugsaði ég. Það var líklega merki um andlegan van- þroska hans. f hans augum virt- ist nútíðin vera allt, hann gat ekki einu sinni hugsað til morg- undagsins, hvað þá lengra fram í tímann. Og samt virtist hann vera svo greindur og spurði jafn- an athyglisverðra spurninga. Hann hafði til dæmis mikla ánægju af að heyra mig tala um mína eigin bernsku. Það var eins og hann gæti séð mig sem lítið barn. Undarlegt. En Rees hafði sagt mér, að börn, sem væru með skaddaðan heila gætu á stund- um fylgzt vel með eins og af eðlishvöt, en annað veifið virt- ust öll sund lokuð í augum þeirra. Somerset var skemmtilegur staður. Þar var fiskimannahöfn, litríkt listamannahverfi og leik- hús undir berum himni: f einu orði sagt heillandi umhverfi. Ég kom auga á skilti í glugga, sem á var letrað: KAFFI — MINJA- GRIPIR. Kannski gæti ég keypt eitthvað lítilræði handa Tim þarna og fengið mér hressingu u mleið. Miðaldra kona, ljóshærð og vingjarnleg, kom að borðinu til mín. — Gæti ég fengið bolla af kaffi? spurði ég. — Búið þér hér? Eða eruð þér aðeins gestkomandi hér? spurði hún á meðan hún hellti upp á könnuna. — Ég bý hér skammt frá. Á Bellwood. Henni varð hverft við, þegar hún heyrði orðið og át það eftir mér: — Belwood? Hún varð skelfd á svip og hreimurin í rödd hennar var gjörbreyttur, þegar hún spurði: — tlið þér að vera þar skamm- an tíma — eða er Rees Morgan kannski að fara að gifta sig aft- ur? — Einkalíf hans kemru mér ekki við, svaraði ég kuldalega. — Ég er ráðin til að gæta drengs- ins. — Yður finst ég kannski vera of forvitin. En sannleikurinn er sá, að ég vann sjálf á Bellwood í nokkra mánuði. Þér hljótið að hafa tekið við starfinu af mér. Ég heiti Phyllis Partridge. Nafnið hljómaði kunnuglega. — Það er mánuður síðan ég hætti, hélt hún áfram. — Og samt fæ ég enn martröð á nótt- unni. Það líður áreiðanlega ekki á löngu, þar til þér hættið þarna líka. — Hvers vegna, spurði ég. Mér fannst tal hennar síður en svo góðs viti. — Ég get aðeins svarað fyrir mig o gsagt, hvers vegna ég fór. Framhald á bls. 45. 45. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.