Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 19
 Þeir urðu að vera sniðugri, til að geta gabbað hana. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún hélt sáðkorni í lófa sér. Hún var alin upp í sveit, og vissi vel hvað hún var að tala um. Allt í kringum hana hljómaði hlátur bændanna. Kornkaupmenn- irnir voru orðnir blóðrjóðir og fok- vondir. Batsheba hló líka. Þá kom hún allt í einu auga á William Bold- wood og sá að hann horfði á hana. Hún sneri sér undan augnaráði hans, og nú óskaði hún þess að hún væri komin þúsund milur í burt. Nú fannst henni það ekkert fyndið að hafa sent honum Valentinkortið. ið. En William Boldwood hugsaði ekki um mikið annað. Kortið stóð á hillu í borðsalnum á heimili hans. Hann sá það alltaf, þegar hann sat við stóra, gljáandi borðið, alltaf einn við máltíðir. Batsheba Everdene hafði örugglega sent honum kort- ið, það var hann viss um, en hvað hafði komið henni til þess? Hún var svo ung og fögur, en hann var miðaldra maður. Hann fann hvernig hjartað sló hraðar, þegar honum varð hugsað til hennar. Gat hún hafa gert þetta til að draga dár að honum? Nei, hún var ekki þannig. Hann stóð upp og fleygði kort- inu á eldinn. Hann þurfti ekki að geyma það, það var prentað i sál hans til eilífðar. Batsheba reið niður að enginu, þar sem Gabriel var að baða kind- urnar fyrir rúningu með aðstoð vinnumannanna. Þeir voru kátir og unnu vel. Batsheba var stolt með sjálfri sér. Þetta var hennar fé og vinnumennirnir hennar, búgarður- inn hennar. Hún hló og veifaði til Gabriels. — Eg var að gá í búreikning- ana, það hafa aldrei fæðst svona mörg lömb! Gabriel brosti Iíka: — Við höf- um verið heppin! svaraði hann. — Ég hef verið heppin! svaraði Batsheba. Fíngerðar augnabrúnir hennar lyftust örlítið, og hún sneri hesti sínum við, en þá var hún allt í einu augliti til auglits við William Boldwood. — Mig langar til að segja nokkur orð við yður, ungfrú Everdene, sagði hann. Vissi hann? Gat hann grunað? Batsheba kyngdi og hneigði höfuð- ið hæversklega. Hún reið á undan honum að skógarjaðrinum. Þar stökk hann af baki og sneri.sér að henni. — Ég hefi verið að bíða eftir tækifæri til að tala einslega við yð- ur, sagði hann, lágt en ákaft. — Ég ætla ekki að fara grafgötur, ung- frú Everdene. Ég hefi ekki verið með sjálfum mér, síðan ég sá yður fyrst! Ég kem til að biðja yður að giftast mér, það er mín heitasta ósk, að fá yður fyrir eiginkonu, - ég Hvað var hann að segja? Bats- heba leit undan, undrandi og half hrædd. Hún óskaði þess að hún — Ég kem til þess aS biðja yður að giftast mér, sagði herra Bold- wood. væri komin aftur að læknum, þar sem verið var að baða féð, og hús- karlar hennar hlógu og gömnuðu sér, þar sem allt var hversdagslegt og öruggt, og enginn horfði á hana löngunaraugum. Þar var það hún sem réði málum, ekki hér. Það væri ekki svo vitlaust að sameina eignirnar hérna í dalnum, sagði einn vinnumannanna, um leið og þau riðu burt. — Hversvegna ætti hún að giftast honum? sagði Cainy Ball — Hún stendur sig ágætlega, og getur séð um búgarð sinn sjálf. — O, þetta er ágætismaður. Og hann, hugsið ykkur að fá koss af þessum rjóðu vörum, það væri ekki amalegt Svipur Gabriels var harður og bitur, hann keyrði næstu kind niður í vatnið, með öruggum handtökum. Kindin lenti í fanginu á hinum munnhvata vinnumanni, og hann féll aftur á bak í vatnið, með miklu skvampi. Félagar hans æptu af hlátri. — Þú færð aldrei tækifæri til að gorta af slíkum kossum, fíflið þitt, öskraði Gabriel. — Passaðu þitt verk! — Ég hefði aldrei haft kjark til að brydda upp á þessu, ef kortið frá yður hefði ekki veitt mér kjark, sagði William Boldwood, þar sem hann stóð fyrir framan Batshebu. — Ungfrú Everdene — O, eigið þér við þetta kjána- lega Valentinkort? sagði Bats- heba örvæntingarfull. — Það var hugsunarlaust af mér að senda það. Getið þér fyrirgefið mér? — Það var ckkert hugsunarlaust, þér megið ekki segja það. Þetta er allt annað, veik von um að yður gæti ef til vill þótt vænt um mig. Ég Boldwood kyngdi og rétti fram hendurnar. — Ég vil veita yð- ur allt sem þér óskið. Þér skuluð aldrei framar þurfa að hafa áhyggj- ur eða erfiði, ekki ef ég má ráða. Ég vildi óska þess að ég ætti hægara með að tjá mig, gæti betur lýst tiI- finningum mínum. Ungfrú Everdene, ef þér viljið Batsheba fann til með honum, en hún varð að vera heiðarleg, hún mátti ekki vekja hjá honum fals- vonir. — Ég elska yður ekki, herra Boldwood, sagði hún lágt en ákveðið. Hún sá að það fóru drættir um andlit hans; hann var fríður sýnum, karlmannlegur og Ijúfmannlegur. En hann var ekkert líkur þeim manni, sem hún hafði séð í draumum sín- um — Guð einn veit hve mikið ég þrái yður, hagði hann hljóðlega. — Ungfrú Everdene, rekið mig ekki frá yður, leyfið mér að vona. Seg- ið ekkert núna! Rödd hans varð áköf. — Hugsið um þetta, lofið mér því! Lofa — já! Hún varð að lofa hverju sem var, til að Ijúka þessu óþægi lega samtali. Hvernig átti hún að losna við afleiðingarnar af þessu heimskulega uppátæki. — Ég bið yður að lofa mér að hugsa um þetta í næði, sagði hún í bænarróm. — Ég skal bíða, sagði hann, og ásjóna hans Ijómaði af innilegri ást. Batsheba var ein með hugsanir sínar, en einhvernveginn gat hún ekki komizt í samræmi við sjálfa sig. Hún varð að fá að vita hvað fólkið hugsaði og sagði um hana. Hún hafði enga eirð inni. Það höfðu ali- ir nóg að gera, en hún gat ekki fest hugann við nokkurt verk, hún gat ekki einu sinni setið kyrr. Hún varð að fara út. Hvar gat Fanny Robin verið? Hún hafði nú verið fjarverandi í viku. Ef hún hélt að hún gæti hag- að sér að eigin geðþótta, þá skjátl- aðist henni gróflega. En ergelsið yfir hegðun Fannyar gat ekki komið í veg fyrir eirðarleysið. Nú var bú- ið að baða féð og rúningin stóð fyrir dyrum. Gabriel Oak hlaut að vera einhversstaðar nálægt. Það var hann líka. Hann var að hlaða á vagn girðingarefni í fjár- réttina. Hún sá hann ekki í hálf- rökkrinu, en hún heyrði fótatak hans á hlöðugólfinu. — Þungt fótatak — Gabriel! kallaði hún. Ekkert svar. En hún vissi að hann var þarna. — Gabriel! — Uungfrú Everdene? — Heyrðuð þér ekki að ég var að kalla? sagði Batsheba hvasst. — Er allt tilbúið fyrir rúninguna? — Já, þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af því. Hún hafði engar áhyggjur af því. Hún sparkaði ( heykvisk á gólfinu, en leit ekki upp. — Segið mér, tóku vinnumenirnir eftir því að ég reið burt með herra Boldwood? — Já. Hann hefði ekki getað svar- að öllu stuttaralegar. — Fannst þeim — fannst þeim að þetta væri heimskulegt, ég á við . . . . hvað sögðu þeir? Gabriel fleygði nokkrum girðing- arfléttum á vagninn, og rétti úr sér. — Þeir sögðu að þér hefðuð kannski í hyggju að giftast herra Boldwood. Orðin brenndu tungu hans, en hann varð að segja þetta. Og Bold- wood var ágætis náungi, hann átti skilið að fá hana fyrir konu. Hún þurfti ekik að láta sér nægja fá- tækling eins og hann. Ekki núna. Hún myndi heldur ekki láta sér Framhald á bls. 39 45. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.