Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 48
Sumarið skartaði sínu fegursta þennan sunnudag í júlí. Það var skafheiður himinn, glaðasól og hægur andvari barst frá hafinu. Fuglasöngur heyrðist hvarvetna og gróðurilmur fyllti vitin. Bellwood. Fjrrir áttatíu árum hafði þetta hús verið nýreist og glæsilegt í gömlum stíl. En nú var það farið að láta á sjá, rauðir múrsteinarnir voru teknir að fölna. Ég sat í hvíldarstól undir skuggsælum trjániun og horfði á drenginn leika sér að bátum við tjörnina. Stóri guli kötturinn, Tristan, lá makindalega og rýndi út í sólina. Allt var nákvæmlega eins og það hafði verið viku fyrr, að því einu undanskildu, að ein- kennilegur, ískaldur og lamandi ótti hríslaðist nú um mig. Ef til vill hafði ég ennþá nægilegt þrek til að þola hann. Ég barðist gegn honum af öllu afli, lét ekki undan eitt andartak. Drengurinn talaði við sjálfan sig á meðan hann lék sér. Eins og einmana börnum er tamt, lék hann hvert hlutverkið á fætur öðru og breytti röddinni jafn- harðan. Sólin skein brennandi heit á háls hans og grannar axl- irnar. Ég reyndi að einbeita mér að honum, því að hans vegna mátti ég ekki láta óttann ná tök- um á mér. En allan tímann varð ég að beita mig hörðu til þess að líta ekki aftur og láta augun hvarfla að dimmri og þéttri trjá- göng, sem var alllangt frá. Þar hófst skógarstígurinn, sem lá að litla steinhúsinu. Fjórum vikum fyrr hafði eng- inn ótti verið til í brjósti mér. Hvað hann virtist fjarlægur nú sunnudagsmorguninn þegar þetta hófst allt saman. Ég hafði sagt upp vellaunuðu og þægilegu starfi mínu í bankanum af ein- skærum leiða. Þá ákvörðun hafði ég ekki tekið í fljótræði, heldur að vandlega yfirlögðu ráði. Á löngum og björtum vorkvöldum hafði ég ráfað um og reynt að gera mér grein fyrir sjálfri mér og stöðu minni í lífinu: Caroline Brewster, tuttugu og fimm ára. Ég hafði góða stöðu og lifði venjulegu lífi við hin ágætustu kjör. Ég var heilsuhraust, mér varð í rauninni aldrei misdægurt. En samt var ég dauðþreytt og leið á sjálfri mér og lífinu. Orsökina var ekki eingöngu að finna í misheppnuðu ástarævin- týýri mínu og Paul. Sárin, sem það olli, greu fljótt. Ég drekkti öllum sorgum mínum í taum- lausu skemmtanalífi, dansleikj- um og hávaðasömum samkvæm- um hjá kunningjum mínum. f örvæntingu minni ákvað ég að skipta um starf. Það átti að verða fyrsta skrefið til þess að ég gæti fundið sjálfa mig aftur. En írauninni hafði ég ekki hug- mynd um, hvað ég ætti að gera. Umræddan sunnudagsmorgun sáég auglýsingu í blaði, sem vakti athygli mína. Það var óskað eftir stúlku til að gæta fimm ára drengs. Hún átti ekki að vinna nein húsverk, heldur eingöngu gæta drengsins. Það stóð í auglýsingunni, að húsið væri fallegt, stæði niður við ströndina og svo framvegis. Nýtt líf í spánnýju umhverfi, hugsaði ég með sjálfri mér. Þarna virtist vera kjörið tækifæri fyrir mig til að losna úr þeim slæma félags- skap, sem ég var í. Og ekki spillti það fyrir, að ég hafði mikið dá- læti á börnum. Án þess að hika eitt andartak hringdi ég 1 símanúmerið, sem gefið var upp í auglýsingunni. — Rees Morgan, svaraði dimm, hlýleg rödd. Við skiptumst á nokkrum nauðsynlegum upplýsingum og síðan varð að samkomulagi að við hittumst og snæddum saman hádegisverð. Hvernig skyldi hann líta út? Ég velti þessari spurningu fyrir mér stöðugt, á meðan ég var að búa mig undir hádegisverðinn. Hann hafði að minnsta kosti haft fallega rödd. í rauninni hafði ég fyllst slíkum áhuga á þessu nýja starfi, að ég vildi fá það hvað sem það kostaði. Ég var staðráð- in í að taka því, jafnvel þótt Rees Morgan væri lítill og feitur og konan hans leiðinleg nöldur- skjóða. Ég þurfti að leita hans lengi á litla veitingahúsinu. — Ungfrú Brewster? Ég þekkti aftur röddina úr símanum. Mér virtist hún nú vera dýpri og hlýlegri en þá. Ég rétti fram höndina og horfði í skærblá og fjörleg augu hans. Hann var fríður sýnum, dökkur á brún og blá og karlmannlegur Hann virtist vera gæddur þeim fágæta eiginleika að hafa róandi áhrif á þá, sem voru í návist hans. Mér leið einkennilega vel, þar sem ég sat þarna gegnt hon- um. Ég var róleg, en jafnframt Við töluðum lengi saman, fyrst hugrökk og fann til sjálfsöryggis. um mig. — Ég vona að þér takið starfið að yður, sagði hann loks. — Þér virðist einmitt vera sú mann- eskja, sem ég sóttist eftir. Hann þagnaði, varð alvarlegur og hnyklaði brúnir. — Ég vil, að þér vitið það, ungfrú Brewster, sagði hann, — að allar aðstæður hjá okkur eru ef til vill flóknari og erfiðari en þér haldið. Hann dró djúpt inn andann, en hélt síðan áfram: — Konan mín fórst af slysför- um fyrir þremur árum, og eina barn okkar, tveggja ára gamall drengur, slasaðist í þessu sama óhappi, bæði andlega og líkam- lega. Fyrst gat ég ekkert sagt, en fann til sterkrar samúðar með honum. — Er það sem sagt barnið, sem ég .... — Já, hann er fimm ára núna. — Ég hef enga reynslu í að gæta barns, sem .... Ég blóðroðnaði og mig rak í vörðurnar. En loks tókst mér að halda áfram: — Hr. Morgan. Ég hef gætt barna á sumrin, síðan ég var fjórtán ára gömul. En ég veit ekki, hvort ég er fær um að ann- ast barn, sem er bæklað. — Það verða engin vandræði með Tim. Hann mun dýrka yður allt frá fyrstu stundu. Hann er einstaklega blíðlynt og elskulegt barn. Hann fékk mjög alvarlegan heilahristing í slysinu. Líklega hefur blætt inn á heilann og mik- ilvægar stöðvar skaddast. Þess vegna á hann erfitt meða að ganga og verður að hafa spelkur á fótunum. Þér lærið áreiðanlega fljótt, hvernig þær eru settar á og teknar af. Hendur hans skulfu eilítið, er hann kveikti sér í sígarettu. Hann saug reyk djúpt að sér, áður en hann hélt áfram: — Sérfræðingurinn í Boston hefur sagt, að líkamlegt þrek Tims sé nú orðið það mikið, að enn megi vona hið bezta. Það er undarleg tilfinning að vera nú einn eftir á lífi, ásamt litla drengnum. En Tim er nú ekkert öðruvísi en önnur börn. Hann er líklega betri en gengur og gerist um börn, þótt ég segi sjálfur frá. Hann hló óvænt og háltur hans var hár og skær og svolítið óeðli- legur. — Komið til okkar og reynið, bað hann. En ég þurfti ekki að taka ákvörðun. Ég var þegar staðráð- in í að setjast að hjá Rees Morg- an í stóra, einmanalega húsinu hans, sem stóð afskekkt við klettaströnd. Mig langaði til að leggja mitt af mörkum til að sjá augu hans svolítið oftar glöð, — reyna eftir beztu getu að hjálpa honum í erfiðleikum hans. Og mér avr strax farið að þykja vænt um Tim litla, sem virtist vera innilokaður í litlum, af- mörkuðum heimi. Tveimur vikum síðar gekk ég ásamt Tim undir blómlegum eplatrjám og sýrenum. Það va erfitt að sætta sig við, að dreng- urinn, sem varð að staulast um eins og gamalmenni, og dreng- urinn, sem talaði svo skemmti- lega við mig, væri ein og sama mannveran. — Hugsaðu um hann eins og hann er, hafði faðir hans sagt við mig. — Hafðu ekki of mikla samúð með honum og vertu ekki sí og æ að hugsa um, hver fram- tíð hans verður. Ég fylgdi ráðum hans. Ég lifaði afar þægilegu lífi. Og laun mín voru svimandi há. Að vísu var ég alla daga frá morgni til kvölds með Tim, en ég gat lesið eða rpjónað eða legið í sólbaði, á meðan hann var að leika sér. Við snæddum morgunmat og hádeg- isverð úti á svölunum, og þjónn- inn Roberts bar hann fram. Það hafði verið gott veður, síðan ég kom. Þarna sátum við og horfð- um yfir ávaxtatré, fagurgræna grasfleti og rósarunna. f fjarska sáust gráir klettarnir við hafið. Ree Morgan skaut alltaf öðru hverju óvænt upp kollinum og kvaðst þá hafa gert hlé á vinnu sinn. Ég vissi ekki hvort hann vann heima eða fór til Bangor. En það ko mekki að neinni sök, því að Roberts var alltaf til þjón- ust reiðubúinn, svo mig vanhag- aði sannarlega ekki um neitt. Hann var lítill vexti og fremur fríður, fljótur í förum og athug- ull, en þögull sem gröfin. Það var bersýnilegt, að hann var mjög nátengdur Rees Morgan og Tim. — Komdu nú, Carol, sagði Tim eitt sinn við mig, togaði í fötin mín og vakti mig af hugleiðing- um mínum. — Komdu, ég skal sýna þér, hvar pabbi vinnur. En í sama bili heyrðist kallað: — Ungfrú Brewster! Ungfrú Brewster! Það var rödd Roberts og hon- Húsicf mecf iárnhlidunum 48 VIKAN 45 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.