Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 39
Fjarri heimsins glaumi Framhald af bls. 1~ detta það í hug. Hann átti erfitt með að leyna biturleikanum. — Það er ekki satt, sagði Bats- heba, og hún starði á hann. — Það er slúður. Þér getið sagt fólkinu það. Vildi hún ekki giftast Boldwood? Var þá, eftir allt saman, einhver von fyrir hann sjálfan? — Batsheba, áttu við . . ? — Ungfrú Everdene, ef ég má biðja þig að muna það! Augu henn- ar skutu gneistum. Gabriel var á verði. Hann hörf- aði frá henni og rétti úr sér. — Ef það er rétt að herra Bold- wood hefir beðið yðar, þá ætla ég ekki að fara að tala um það við fólkið, aðeins til að gera yður greiða. Ég er búinn að gera of mikið til að geðjast yður, ég get ekki meira. — Hver hefur beðið yður um það? sagði Batsheba frekjulega. — Þér getið bara sagt sannleikann, og sannleikurinn er sá að ég hef alls ekki hugsað mér að giftast honum. Hún þagnaði og sparkaði í hálm- inn á gólfinu. — Ég skammast mín alls ekki fyrir að tala við hann, sagði hún reiðilega. — En ég ætla ekki að giftast honum, og það er bezt að allir viti sannleikann. — Eins og yður þóknast, ung- frú Everdene, sagði Gabriel. — Ég skal láta það berast. En mig lang- ar til að segja yður álit mitt. — Mér er fjandans sama um álit yðar! svaraði Batsheba æst. Hún fékk ákafan hjartslátt og var óþægi- lega þvöl í lófanum. Hún hafði ekki búizt við að Gabriel færi að standa uppi í hárinu á henni. En síðar, þegar hún hafði snúið sér við, kallaði hún yfir öxl sér: — Hvert er álit yðar? Hún vild ekki líta framan í hann. — Að þér hagið yður skammar- lega! Rödd Gabriels var róleg og ákveðin. Hann hélt áfram við að binda girðingarefnið á vagninn. — Þér afsakið orð mín, en þetta er álit mitt. — Það skiptir engu máli, sagði Batsheba þóttafull. — Ásakanir frá yður eru sem hrós þess manns sem er betur viti borinn. Hún saup hveljur, en henni fannst hún hafa borgað fyrir, kúlan hitti í mark, svo hún var hreykin af sjálfri sér. Gabriel Oak, sem var ekki annað en fjárhirðir á hennar eigin bú- garði. Átti hún að leyfa honum að brigzla sér? Þegar allt kom til alls var ástæðan fyrir þessu framferði hans örugglega afbrýðisemi og brostnir draumar. — Hagað mér skammarlega, hafði hún upp eftir honum, og hún gat ekki komið í veg fyrir að rödd hennar titraði. — Hvað eigið þér við með því? Var það kannski illa gert af mér að taka yður ekki? Er það það sem ergir yður? — Það, sagði Gabriel og beit á TRUCX fHJMfl CAiAWEt V¥r ' jfígQ20*9 tntPMmn f 8 Nö.SO ** 3oe9 04 AV Æ . V-. BILALOKK grunnfyllir, spartl, þynnir, slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur, silieone hreinsiefni (sMíDÍŒl H1IAR ER mm HANS NÓA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfrið okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Lllja Guðmundsdóttir, Háagerði 37, Reykjavík. Nafn Helmili Orkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 45. vörina, — ég er löngu hættur að hugsa um það. — Og þér hafið þá líka hætt að óska þess? sagði Batsheba háðs- lega. — Já, það hef ég líka, svaraði hann rólega. — En mér finnst það ekki rétt af yður að leggja snörur fyrir herra Boldwood, án þess að meina nokkuð með þv(. Batsheba sneri sér snögglega við, ofsareið, en hann gaf henni ekki tækifæri til að komast að. — Já, það er einmitt það sem mér finnst. Þér daðrið við heiðarleg- an mann, án þess að meina nokkuð með því, aðeins hégómans vegna! Þér njótið þess að gera hann ást- fanginn í yður, og hryggbrjótið hann svo. Þessi miskunnarlausi sannleikur gerði Batshebu alveg æfa. Ásakan- ir Gabriels og samvizkubit hennar sjálfrar var meira en hún gat þol- að. O, bara að hún hefði aldrei sent þetta fjandans. kort! Biðjandi augnaráð Williams Boldwood stóð henni fyrir hugskotssjónum. Hún fékk glýju í augun og rödd hennar titraði. — Hvernig leyfið þér yður að finna að við mig! Hún hrópaði þessi orð, varð að öskra til að heyra ekki röddina í sínu eigin brjósti. — Hvernig vogið þér yður? Það hlaut að vera eitthvað sem hún gæti tekið til bragðs. Hún gat ekki látið hann bjóða sér þetta, ekki hann, vinnumann hjá henni sjálfri, — aldrei.....I — Enginn af vinnufólki mínu hefur leyfi til að finna að við mig! Heyrið þér hvað ég segi? Ég vil ekki hafa yður hér lengur! Gabriel andaði djúpt. Hann vildi ekki gefa eftir nú, láta undan duttlungum hennar, — nei! — Ég get farið, mér er það sönn ánægja. Röddin var ísköld. — Farið þá í guðs bænum, æpti Batsheba. Og Gabriel Oak var ekki leng- ur í þjónustu Batshebu Ever- dene........ Ibsen og Grieg Framhald af bls. 21 Grieg sendir bréf sitt til Mún- chen, en í millitíðinni hafði Ib- sensfjölskyldan flutzt og gerði það fyrst og fremst með hliðsjón af námi Sigurðar. Henrik Ibsen hafði aflað sér nákvæmra upp- lýsinga um skólakerfið í Þýzka- landi og komizt að raun um, að heppilegast væri fyrir Sigurð að stunda nám í Múnchen. í apríl 1875 flytja þau frá Dresden og setjast að í Múnchen, í Schön- feldt-stræti númer 17. Kjör þeirra eru nú betri en áður. Þau lifa ríkulegar en nokkru sinni fyrr og það er gest- kvæmt á heimili þeirra. Einu sinni í viku hverri hafa þau opið hús fyrir alla þá Norðmenn, sem dveljast í Múnchen. «•tbl- VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.