Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 20
Hér birtist annar hluti minn- ingabrota eftir Bergljotu Ib- sen, sem var dóttir Björn- stjerne Björnson og tengda- dóttir Henriks Ibsens. Kafl- arnir eru þýddir úr bók, sem Bergljot gaf út fyrir nokkr- um árum og hét „De Tre“. Á næstu árum gerast atburðir, sem marka tímamót í lífi og list Ibsens. Hann er önnum kafinn við að skrifa leikrit sitt, Kejser og Galilæer, og þess er beðið með mikilli eftirvæntingu á Norður- löndum. Viðurkenning á verkum hans hefur jafnt og þétt farið vaxandi. Sér til mikillar undr- unar er honum veitt St. Olavs- orðan við krýningu Óskars kon- ungs árið 1873. Auk þess er honum boðið að taka þátt í al- þjóðlegri dómnefnd um málara- list á heimssýningunni í Vínar- borg sama ár. Það hefur án efa verið mikið fagnaðarefni, fyrir hann, sem um tíma þráði ákaft að gerast listmálari, eins og áður er sagt. Frá Vínarborg snýr Ibsen aft- ur til Dresden og leggur síðustu hönd á Kejser og Galilæer um haustið. Það leikrit áleit hann sjálfur sitt langbezta verk til þessa. Bókin var rifin út og kom þegar í stað í annarri útgáfu, en hins vegar var verkið hvergi sett á svið. Að minni hyggju hafa fáir skilið það til fullnustu allt til þessa dags. Kejser og Galilæer er eins .konar forspá hjá Ibsen. Það er eins og hann sjái fyrir það sem síðar gerðist í heiminum. Sjálfur átti hann við erfiðleika að etja á þessu tímabili. Hann var í andlegri kreppu, ef svo má að orði komast, — grillti hvergi land neinnar vissu í hafróti eigin efasemda. Árið eftir fer frú Ibsen til Kaupmannahafnar og heimsækir þar sína ástkæru systur, Maríu, á banabeði. María hefur áður komið lítillega við sögu þessara minningabrota. Miklir kærleikar voru með þeim systrum og einnig var hún æskuvinkona móður minnar. María giftist ekki. Hún gat aldrei gleymt misheppnuðu ástarævintýri, sem gerðist á æskudögum hennar í Bergen. Hún fluttist með frú Magðalenu Thoresen til Kaupmannahafnar, en heimsótti Ibsensfjölskylduna oft, og heimsóknir hennar voru frú Ibsen til mikillar gleði, sér- staklega þegar Ibsen var á ferða- lögum. Hún var trúhneigð að eðlisfari, hlédræg og hugljúf og þakklát fyrir þá gestrisni, sem henni var sýnd á heimili systur sinnar. Þegar fregnin um andlát hennar barst, skrifar Ibsen konu sinni: „Síðdegis í gær barst mér bréf þitt með hinni sorglegu frétt um dauða Maríu. Hún er sem sagt ekki lengur sjálf á meðal okkar, en minningin um hana mun vissulega seint gleymast.“ Þetta er skrifað 15. nóvember 1874. Sama ár lætur Ibsen loksins verða af því að heimsækja föð- urland sitt. Hann fer til Krist- íaníu, þar sem stúdentar hylla hann með. skrúðgöngu. En ein- hvern veginn kann hann ekki við sig í Noregi. Hann snýr strax aftur til Dresden, en á erfitt með að hafa sig að nýju verki. f eirð- arleysi sínu umskrifar hann æskuverk sitt, Catilina, og einn- ig er hann önnum kafinn í sam- vinnu sinni við Grieg, sem á þess- um tíma vinnur að því að semja tónlist við Pétur Gaut. Vinátta þeirra stóð á gömlum merg. Einu sinni leitaði hann aðstoðar Ibsens til þess að fá hljómsveit- arstjórastöðuna við Christiania Theater, þar sem faðir minn var hæstráðandi. Ég hef fundið bréf Griegs til Ibsens um þetta, og þar sem það hefur ekki áður birzt, læt ég það fljóta með: Kaupmannahöfn 10. júní 1866. Hr. Henrik Ibsen. Róm. Ég b:ð yður velvirðingar á því, að ég skuli dirfast að ónáða yður og sóa tíma yðar andartak. Ég sé mig tilneyddan að leita liðsinnis yðar í máli, sem liggur mér þungt á hjarta, og þess vegna bið ég yður að ráða mér heilt. Samkvæmt því sem þér vin- samlegast sögðuð mér í Róm, skrifaði ég Björnsson þegar með- an ég dvaldist í Leipzig. Það eru nú á að gizka sex vikur síðan. Ég skrifaði honum og sagði honum meiningu mína hreinskilnislega, hversu kært það yrði mér að fá að starfa við hlið honum, — að ég tryði því, að áhrif hans mættu sín mikils gegn þeirri hringiðu smámunasemi og misskilnings, sem sogar alla til sín heima. Ég sagði honum, að ég vænti mikils af norskri tónlist í framtíðinni, og það væri von mín, að ég mætti leggja þar fram minn skerf. Ég sagði honum sem sagt hug minn allan og í lokin drap ég á hljóm- sveitarstjórastöðuna við leikhús- ið og benti honum á, að sá sem nú gegnir stöðunni er aðeins ráðinn til bráðabirgða. Ég tók það fram, að ég liti svo á, að meðmæli hans gætu orðið þung á metaskálunum fyrir mig, og bað hann loks að svara mér eins fljótt og mögulegt væri. En enn þann dag í dag hefur maðurinn ekkert látið frá sér heyra, og mér t'innst það vægast sagt til- litsleysi á háu stigi. Ég veit ósköp vel, að Björn- son hefur átt við ramman reip að draga heima upp á síðkastið, og ég skil líka mætavel, að hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.