Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 12
KIIOLD TÖMASI Mánasigðin varpaði daufu skini á himinhvolf- ið. Það var vetrarkuldi í loftinu, jafn ískaldur og stjörnurnar sem lýstu milli reykháfanna til hægri. Þetta var í miðjum janúar, klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu, og samkvæmið þarna inni var á hápunkti. Anna, sem var tuttugu og fjögurra ára, stóð á svölunum með ungum manni, sem hún vissi ekkert annað um, en að hann hét Tómas. Hann var nýbúinn að kyssa hana, og það var ekki laust við að hún hefði einhverja ónotatilfinn- ingu. Hún hafði ekki verið hrifin af því. En svona var þetta alltaf. Þetta var víst viðtekin regla, og þar sem hún var oft ósköp einmana, þá fylgdi hún þessari reglu. Tómas hallaði sér fram á svalahandriðið. — Þú ert indæl, Anna, sagði hann. — Takk, sagði hún frekar kuldalega. Hún virti hann fyrir sér. Hún varð ekki vör við neinar sérstakar tilfinningar. Hann gat verið hver sem var, en hann hafði kysst hana, svo það heyrði víst til að hún gerði eitthvað. Líklega ætti hún að hlæja blíðlega, og þakka innilega fyrir ef hann byði henni í bfó, einhvern tíma í næstu viku. Auðsýna kvenlega hæversku og allt það sem nútíma spekingar vildu hafa að engu, TilbreytingarleysiS var að gera út af við hana. Ailtaf gerðist það sama upp aftur og aftur. Og í kvöld mundi það endur- taka sig enn þá einu sinni, nema hún tæki til sinna ráða ... SMÁSAGA EFTIR EVU BUSCH y'ý's ýýýýÆPwsiffi ... , '.yMSmmSKwíímv.'/: 1 §§§1 - HgL $ í? yfxjfó,. . ' ' wk , * ...ý

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.