Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 34
ÁLLT Á SAMA GÓLFI TIL AÐ SPARA YÐUR TÍMA OG FYRIRHÖFN Tíminn er yður dýrmætur. Þróunin er í þá átt að mynda stórar heildir. Það á líka við í verzlun, ekki sízt þegar um er að ræða hluti eins og húsgögn, innréttingar, heimilistæki, hillusamstæður, eldhús og barnarúm. Með öðrum orðum: Allt til heimilisins. Allt á einu gólfi, úrvalsvörur eingöngu. Merkin tala sinu máli: Pira-hillusamstæður, Neff-rafmagns- tæki, Dúna-sófasett og dýnur, hlaðrúm og stólar frá Krómhúsgögn. Og þannig mætti lengi telja. Þér veljið í stofuna, í eldhúsið, í barnaherbergin og húsbóndahergergið. Allt á einu bretti — allt á sama gólfi. HÚS OG SKIR ARMULA 5 SÍMI 84415 OG 84416 v_______________^ STJÖRNUSPÁ \Vm áfc — tf 7F 9 -• Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl); Þú setur fyrir þig um stund ergelsi kunningja þíns, en þú þekkir hann ekki nógu vel, láttu rjúka úr honum og taktu honum eins og ekkert hafi í skor- izt næst þegar þið hittizt. Heillalitur er blár. Vogarmerkið (24. september — 23. október); Þú þarft á aðstoð að halda en því miður verðurðu að vera að mestu án hennar því kunningjar þínir eru mjög uppteknir eins og þú sjálfur ert líka oft- ast. Vikan verður yfirleitt þægileg. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú færð tækifæri til að launa góðvild og umhyggju- semi ættingja þíns og gerðu það eins vel og þú með nokkru móti getur. Ættingi þinn, sem liggur á sjúkrahúsi, hefði gaman af að sjá þig. & Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú ert nokkuð óviss og fálmandi í gerðum þínum. Innan skamms mun þó rætast úr fyrir þér. Gættu þess að vera ekki of sjálfselskur í hugsunum og gerðum, þú þarft einnig að hugsa um umhverfi þitt. ff Tvíburamerkið (22. mal — 21. júnl): Það er allt í óreiðu í kringum þig og flestir hlutir týndir sem þig vanhagar um. Þú veizt að það er sjálfum þér að kenna og veizt líka að þú þarft að setja þér ákveðnar reglur. Þú vinnur í happdrætti. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Taktu engar ákvarðanir i fljótheitum, þér liggur ekkert á. Það er ætlazt til ákveðinna hluta af þér sem þú kemst þvi miður ekki undan, en mikið er komið undir að þú reynir að vera samvinnuþýður. M Krabbamerkið (22. júnl — 23. júlQ: Þú reynir að aðstoða kunningja þinn en það reyn- • ist erfitt að gera honum tii hæfis. Þú verður lítið heimavið, skemmtir þér mikið og með margs konar fólki. Smá ferðalag um helgina. & Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Það er viðsjárvert fyrir þig að bera mikla peninga með þér. Vendu þig á að hafa ekki meira en þú nauðsynlega þarft á að halda. Vertu sem mest í samvistum við fjölskyldu þína. iðr Ljónsmerkið (24. júll — 23. ógúst); Kunningjakona þín stundar nú atvinnu sem leiðir til góðra sambanda. I>ú átt nokkuð erfitt með að samlagast fólki og þess vegna skaltu leggja áherzlu á að treysta á sjálfan þig og vera sjálfum þér nógur. Vatnsberamerkið £21. janúar — 19. febrúar): Farðu rólega að öllu og íhugaðu vel það sem þú ert að gera, hvar sem þú ert, heima og heiman. Leggðu mesta áherzlu á að leysa skyldustörf þín óaðfinnanlega af hendi. U- Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Rejmdu að koma á sáttum er kunningjar þínir deila. Nokkur hætta er á rýrnun fjármuna þinna. Þú færð fréttir sem þér finnast of óljósar til að taka af- stöðu og ertu því nokkuð órólegur. <&• Fiskamerkið (20. febrúar — 20. morz): Þú afkastar miklu þessa vikuna, en þú beitir þér þó ekkert að ráði fyrr en skriður kemst á verkin og þau ýta á eftir þér. Reiknaðu með nokkrum óvæntum töfum, þá fara þær ekki eins í skapið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.