Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 45
staðar í kring. Það hefur mikið verið skrifað um mig í blöð stað- arins að undanförnu. Láttu mig vita hvort ykkur líð- ur jafn vel og mér. Ég er sem sagt kominn aftur hingað til Gossensass á hótelið okkar. Fröken B. og S. eru nú alltaf saman og sex aðrar hræði- legar krákur. Þær eru víst allar listmálarar. í hvert sinn sem þær hittast við matborðið, hafa þær óendanlega margt að segja hver annarri, en þær stinga saman nefjum og tala í hálfum hljóðum, svo að ómögulegt er að komast að því, hvern þær eru nú að bak- naga. Prentun Villiandarinnar geng- ur eins og í sögu, að því er ég bezt veit. Skilaðu kærri kveðju til Sig- urðar. þinn einlægur, Henrik Ibsen. Þegar frú Ibsen kom aftur, sagði Ibsen um mig: — Nú hef ég séð verðandi eig- inkonu Sigurðar. Þá var ég sextán ára. G.Gr. þýddi. Húsið með járnhliöunum Framhald af bls. 49 Hún þagnaði, hallaði sér áfram og hvíslaði: — Ef ég hefði ekki farið, hefði ég hreinlega orðið vitlaus. Tök- um til dæmis þennan þjón, Ro- Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleiðum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrif- stofurnar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar um þessi kostakjör. berts, sem alltaf er á hælunum á manni, alltaf snuðrandi og njósnandi. Að ekki sé talað um sjálfan húsbóndann . Rees? En hann er svo geðfelld- ur og vingjarnlegur maður, ætl- aði ég að andmæla, en kom ekki upp ein einasta orði. — Tim tókst mér loks að stynja upp. — Hann er dásamlegt barn. Og maður verður ekkert var við, að hann sé öðruvísi en önnur börn. Það var ekki honum að kenna, að mér fannst ég vera eins og fangi á Bellwood. Það var hreinlega eins og ég væri vöktuð hvert sem ég fór. Og svo næturnar! Mig hefur aldrei dreymt jafn illa á ævinni, og ég hef aldrei feng- ið martröð á hverri nóttu fyrr. Ég hrökk upp með andfælum löðursveitt og lömuð af ótta. Mér fannst iðulega ég heyra einhvern stynja og stundum heyrði ég níst- andi angistaróp og skelfileg ösk- ur. Þá var ég vön að þjóta inn til Tim, en hann svaf alltaf vært. Aðeins einu sinni virtist hann einnig hafa heyrt eitthvað. Hún þagnaði og það var eins og hrollur færi um hana. Alla vega var þetta afar ein- kennilegt, tautaði hún eins og við sjálfa sig. ■— En starfið var auð- velt og launin góð. Vegna Tims litla hélt ég út að vera þarna eins lengi og mér var unnt. Ég vonaði stöðugt, að þetta mundi lagast. En dag nokkurn, ó, guð minn góður . . . . Framh. í næsta blaði. 45. tw. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.