Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 21
hafi annað við tímann að gera en standa í bréfaskriftum. En þetta afsakar engan veginn þögn hans, þegar um svo mikilvægt mál fyrir mig er að ræða. Þér getið rétt ímyndað yður, hvernig mér líður þessa dagana. Það er öll framtíð mín, sem um er að tefla. Þegar ég skrifaði Björn- son var ég í sjöunda himni yfir þessari hugmynd minni, beið í ofvæni eftir að heyra, hvort hon- um litist ekki líka vel á hana. En nú, þegar mér er orðið ljóst, að hann hefur alls engan áhuga á málinu, þá er ég orðinn daufur og sliór. Ég er þannig gerður, að ég ræð ekki við tilfinningar mín- ar. Ég legg allt að veði, og ef illa fer er ég niðurbrotinn maður. Enn þá finnst mér þó of snemmt að fleygja þessari ágætu hugmynd fyrir róða. Þess vegna bið ég yður að skrifa Björnson og skipa honum að minnsta kosti að svara mér, svo að ég þurfi ekki lengur að lifa í þessari nagandi óvissu. Ég veit að hann hefur fengið fyrsta bréf mitt, og ég er of stoltur til að skrifa honum í annað sinn. Það hljótið þér að skilja. Ef þér hafið þess vegna einhvern áhuga á að gera mér ofurlítinn vinargreiða, þá hjálp- ið mér nú og skammið Björnson eins og hund. Vera má að hann geti ekki þolað mig, og að ég hafi ekki hagað orðum mínum á réttan hátt eða eitthvað svo- leiðis en vonandi tekst yður að kippa þessu öllu í lag. Ég hef nú lesið hinn dýrðlega Brand yðar. Það er undarlegt með sannleikann: í bundnu máli þolir fólk hann, hann snertir það ekki meira en svo, að það geti notið hans. í óbundnu máli aft- ur á móti, eins og Sören Kierke- gárd sagði hann, er hann of beittur, of nærgöngull. Öðruvísi get ég að minnsta kosti ekki skýrt hið mikla fjaðrafok, sem Brand- ur hefur valdið, og hinn stóra hóp lesenda, sem gleypir hann í sig daglega. Ég kveð yður að síðustu, með fyrirfram þakklæti, yðar einlægur Edvard Grieg. Það er kunnugt, að Ibsen gerði sitt bezta til þess að hjálpa Grieg, en faðir minn stóð höllum fæti við leikhúsið. Hann varð að fara frá því um vorið, og Grieg fékk ekki stöðuna. f staðinn varð hann hljóm- sveitarstjóri við Fílharmoníuna. Það er um þetta leyti sem Grieg og faðir minn verða ásáttir um að semja óperu í sameiningu. En ekkert varð úr því nema hinn ágæti fyrsti þáttur af „Ólafi Tryggvasyni“. Grieg varð skyndilega hugfanginn af nýju verkefni: tónlist við Pétur Gaut. Faðir minn sakaði hann um að hafa rofið heit sitt, varð ofsa- reiður og skrifaði honum: — Þú ert sem sagt kominn í Pétur Gaut! Verði þér að góðu! Hann var heldur ekki blíður á manninn við Ibsen um þetta leyti, og faðir minn og Grieg voru í rauninni óvinir í 13 ár. Grieg heldur áfram af full- um krafti að semja tónlistina við Pétur Gaut, og ég á í fórum mín- um tvö bréf til viðbótar, sem hann skrifar Ibsen. I hinu fyrra tilkynnir hann, að verkinu sé lokið og tónlistin tilbúin til flutn- ings. Síðara bréfið skrifar hann eftir frumsýninguna og segir meðal annars: „í gær fékk ég svohljóðandi bréf frá leikhússtjórninni við Christiania Theater: Þar sem Pétur Gautur hefur nú verið settur á svið hér í leik- húsi voru, er oss það sönn ánægja að semja við yður um greiðslu fyrir þá tónlist, sem þér hafið samið við þetta verk. Með hliðsjón af því sem ég hef áður skrifað yður, get ég að sjálfsögðu ekki svarað þessu bréfi, án þess að heyra álit yðar á þessu máli, kæri Ibsen. Þér minnist þess vafalaust, að ég lýsti mig á sínum tíma fullkom- lega samþykkan tillögu yðar, sem var á þá leið, að krefjast 400 dala greiðslu af leikhúsinu, og þeirri upphæð skyldi skift jafnt milli okkar tveggja. Nú eftir frumsýninguna bjóst ég við að fá bréf frá yður, en ekki leik- hússtjórninni sem ég hef sára- lítil skipti haft við. En kannski hefur eitthvað gerzt í þessu máli, sem ég veit ekki um, — og þess vegna verð ég að vita um við- horf yðar eins fljótt og unnt er. Ég vil einnig taka það sérstak- lega fram, að mér er hrein kvöl að því að standa í fjárhagslegum viðskiptum við yður. Mér finnst það fáránlegt og barnalegt að ræða slíkt við skáld, sem ég dáist að. En svona er þetta nú einu sinni, og hjá þvi verður víst ekki komizt. Ekki sízt vegna þess er það mér sönn ánægja að óska yður til hamingju með þá stórkostlegu hrifningu, sem Pétur Gautur hefur vakið í hinum nýja bún- ingi. Eigi ég einhvern þátt í því, þá hef ég aðeins að örlitlu leyti endurgoldið þá þakkarskuld, sem ég stend í við yður. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur frumsýninguna. Átakanlegir atburðir, sem gerð- ust á heimili mínu, hafa orðið þess valdandi, að mér finnst allt opinbert líf viðurstyggilegt. í vetur hef ég dregið mig alger- lega í hlé og verið einn með hugsunum mínum. En ég fylgd- ist talsvert með æfingum og tel mig því geta dæmt um sýning- una sem heild. Ég er mjög leiður yfir því, að lokaatriðið, þar sem ég hélt að mér hefði tekizt bezt upp, virð- ist ekki hafa haft nein áhrif. Að mínum dómi er hreinni misþyrm- ingu í flutningi um að kenna “ Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.