Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 44
heimi leiklistarinnar. Hún hófst
með Brúðuheimilinu, og tveim
árum síðar hafði hann lokið við
Afturgöngurnar. Síðan fylgdi
hvert verkið í kjölfar annars með
eins til tveggja ára millibili:
Villiöndina, Rosmerholm, Frúin á
hafinu og Hedda Gabler, — sex
af stærstu verkunum á tíu árum.
Hvert einasta þeirra vakti úlfa-
þyt og ákafar umræður á Norð-
urlöndum, í Þýzkalandi, um heim
allan. Þeim var ekki öllum vel
tekið. Óhróður Ibsens jókst sam-
fara hróðri hans. Gagnrýnin varð
harðari og óvægilegri eftir að
hann hafði unnið fullnaðarsigur
sem skáld. Hann átti í stöðugri
baráttu, en kunni því vel.
Fjárhagur hans varð einnig æ
viðunanlegri. Að eigin áliti var
hann orðinn betri en hann hafði
nokkru sinni búizt við. Hið borg-
aralega líf hans var orðið stöð-
ugra en áður og heita mátti, að
það væri komið í fastar skorður.
Stöðugleikinn var raunar ekki
meiri en svo, að oft lifði hann á
fyrirframgreiðslu frá Hegel. En
það eitt, að hann taldi sig með
góðri samvizku geta beðið um
greiðslu fyrirfram, og að hann
var viss um, að hún fengizt um-
yrðalaust, veitti honum vinnu-
frið. Loksins hafði honum tekizt
að sanna umheiminum, að hann
ætti fyrir skuldum. Andleg verð-
mæti hans voru trygging fyrir
sérhverri veraldlegri skuld. Hann
vissi líka sjálfur, að hann var
talsvert meira virði í peningum,
en honum hafði verið greitt.
Ég hygg einnig, að það hafi
haft afgerandi gildi fyrir hæfi-
leika hans og afköst, að hann
fluttist nú til ítalíu. Líf hans
hafði alla tíð verið háð veðrinu.
Hann þyrsti ákaft í sólskin.
Sorrent og Capri voru baðaðir
skæru ljósi, meðan allt var grátt
og svart í Noregi. Og ef hitinn
varð of mikill í Suður-Ítalíu,
leitaði hann upp til Tyrol, til
Gossensass.
Á hótel Gröbner bjó hann
þrettán sumur. Á minninga-
skiöld, sem festur er á húsið,
stendur hvaða verk hann samdi
þar. Torg í bænum heitir Piazza
Ibsen. Síðar var breytt um nafn
á þessum litla, undurfagra bæ,
fyrst hét hann Colle d’Isarco, nú
er hann kallaður Gardena. Frá
honum er aðeins klukkutíma
akstur til þess staðar, þar sem
ég bý nú. Og hinum megin við
Brenner er Schwaz, þar sem fað-
ir minn bjó um skeið með okkur
krökkunum, og þar sem ein gat-
an ber heitið Björnsons-Allé.
Þangað heimsótti Ibsen og síðar
Jonas Li'e foreldra mína.
í Gossensass var enn á lífi til
skamms tíma systir veitinga-
mannsins, sem átti hótel Gröbner
á dögum Ibsens, og hún kann frá
ýmsu skemmtilegu að segja varð-
andi Ibsen og hið reglubundna
lif hans.
— Hann lifði eins og klukka,
sagði hún.
Hann vann ákveðnar stundir
á hverium degi og gekk daglega
sömu leiðina n'ður að Eisach-
fljótinu. Þar stóð hann lengi á
brúnni og horfði þungt hugsi
niður í vatnið. Börnin kölluðu
hann „Vatnakallinn", en þau
voru aldrei hrædd við hann, því
að hann var ævinlega blíður og
vingjarnlegur. Hún minntist
þess einn'g, hveru vel hann var
klæddur, og á vikureikningunum
sá hún, hversu einföldu og spar-
sömu lífi hann lifði. Hann breytti
ekki lífsvenjum sínum, þótt"hann
hefði meiri auraráð en áður.
Sigurður fór ásamt móður sinni
til Þrándheims sumarið 1884, en
Ibsen varð eftir f Gossensass og
einbeitti sér að því að ljúka við
Villiöndina. Sigurður aðvarar
hann í bréfi um að ofreyna sig
ekki, en Henrik Ibsen vann eftir
ákveðnum reglum og lét slikt
hial sem vind um eyrun þjóta.
Hann svarar bréfi sonar síns og
seg'r meðal annars:
„Ég gekk frá öðrum þætti, sem
er átta síðum lengri en sá fyrsti,
12. júlí. Þriðja þætti byriaði ég
á þann 14. og vonast til að ljúka
honum í þessari viku. Ég sé fram
á, að leikritið verði fulli«:rt á til-
settum tíma.
Ég lifi eftir sömu reglum og
áður. Á morgnana drekk ég te
stundvíslega klukkan sjö. Ég fer
á fætur í síðasta lagi klukkan
sex, oft miklu fyrr, og mér verð-
ur gott af því, þótt ég fari ekki
í rúmið fyrr en klukkan ellefu.
Allt sem ég fæ að borða. bragð-
ast mér með afbrigðum vel.
Fram að 14. júli var hér ind-
ælisveður, sólskin og heiður him-
inn. En þá tók að þykkna í lofti
Það varð einkennilega dimmt og
að kvöldi hins 16., meðan við
sátum að snæðingi í borðsalnum,
skall á ægilegt þrumuve’ður. f
klukkutíma rigndi eins og hellt
væri úr fötu. En þá gerði hagl-
él svo mikið, að ég hefði aldrei
trúað að annað eins og þvílíkt
gæti gerzt. Höglin flugu þvert i
gegnum rúðurnar og inn í saiinn,
þar sem við sátum. Svo gríðar-
legur var kraftur þeTra, að rúð-
urnar brotnuðu ekki, heldur
komu göt á þær af sömu stærð
og kornin. Og stærðin á þeim,
hvílík firn! Sum voru stærri en
stærstu hænuegg, sem ég hef
nokkurn tíma séð. Við tíndum af
gólfinu fáein þeirra. Þau voru
glerhörð og gagnsæ.
Um miðnættið skall aftur á
þrumuveður og hið þriðja klukk-
an þrjú um nóttina. Kirkjuklukk-
urnar hringdu án afláts, og flest-
ir voru á fótum alla nóttina.
Klukkan þriú reis ég líka úr
rekkju, en háttaði aft.ur skömmu
síðar. Næstu daga á eftir rigndi
óskaplega og í gær var hreint
skýfall. Fljótið Eisach flæddi
yfir bakka sína og eyðilagði veg-
inn á um 400 metra svæði.
Gossensass var í hættu um tíma,
en allt fór vel að lokum.
Járnbrautin stöðvaðist og all-
ir farþegarnir, sem ætluðu suður
eftir, urðu að gista hér á hótel-
inu. Það var allt á tjá og tundri
eins og þú getur ímyndað þér. f
kvöld komust samgöngur aftur í
eðlilegt horf, nú er hann kominn
á norðan, svalur andvari og feg-
ursta blíðviðri “
Faðir minn bauð Ibsen að
heimsækja sig í Schwaz og Ibsen
segir konu sinni frá því í bréfi á
þessa leið:
„f fyrradag lauk ég við fjórða
þáttinn og er hann af svipaðri
lengd og hinir.
Ég vinn nú af fullum krafti við
þann fimmta, og þar sem hann
er stytztur, vona ég, að handrit-
ið verði fullbúið til prentunar í
lok mánaðarins. Björnson er nú í
Schwaz ásamt konu sinni og
dætrum.
Hann skrifar mér og segist
vera að leggja síðustu hönd á
nýja sögu, og hvetur mig til að
heimsækja sig, þegar við séum
báðir búnir. Jónas Lie er hér á
næstu grösum og Björnson hefur
líka slrrifað honum, svo að kann-
ske getum við haldið „þriggja-
skálda-mót“.
Björnson getur ekki komið
hingað, þar sem öll herbergi eru
pöntuð langt fram í tímann, og
auk þess mundi það lengja ferð-
ina fyrir Jonas Lie.
Ég hef lofað Björnson að koma
til hans eftir nokkra daga. Það
gæti verið upplyfting í því fyrir
mig eftir erfiða vinnu, og ef til
vill líður langur tími, þangað til
við verðum svona nálægt hvor
öðrum næst. Það eru orðin meira
en tuttugu ár, síðan við sáumst
síðast .. . . “
Loksins getur Ibsen fært konu
sinni þær gleðilegu fregnir, að
hann hafi lokið við Villiöndina.
Hann segir í örstuttu bréfi: :
„Enda þótt ég viti ekki ná-
kvæmlega hvar þið eruð stödd
nú á flakki ykkar um Noreg, þá
get ég ekki stillt mig um að
skrifa þér þau ánægjulegu tíð-
indi, að ég var rétt í þessu að
ljúka við handrit m'tt. Verkið er
mjög umfangsmikið, stærra en
nokkurt af nýrri leikritum mín-
um. Ég hef fengið allt það fram,
sem ég vildi, og ég hygg að ekki
sé auðvelt að gera það öllu bet-
ur en ég hef gert Nú er að-
eins yfirlesturinn eftir og hann
tekur tvo eða þrjá daga. Að því
búnu sendi ég handritið beint til
Hegels. . . . “
Þar sem Ibsen hefur nú lokið
við enn eitt snilldarverkið, getur
hann með góðri samvizku þegið
boð foreldra minna og heldur til
Schwaz. I eftirfarandi bréfi seg-
ir hann frá dvöl sinni hjá Björn-
son og fjölskyldu hans og birt-
ist það hér í heild:
Gossensass, 17. sept. 1884.
Kæra Súsanna:
Ástæðan til þess að ég hef ekki
skrifað þér fyrr en í dag, er eins
og þú veizt sú, að ég hef nú í
þrjá daga verið fjarverandi í
heimsókn hjá Björnson.
Ég skal nú segja þér allt það
helzta sem gerðist, en smáatrið-
in geymi ég þangað til þú kem-
ur.
Björnson og sonur hans tóku
á móti mér á járnbrautarstöðinni.
Það stóð herbergi tilbúið fyrir
mig í húsinu, þar sem þau búa.
En ég kaus heldur að búa á gisti-
húsi, þar sem þau höfðu einnig
pantað fyrir mig gríðarstórt her-
bergi, bæði fallegt og þægilegt.
Ég borgaði að sjálfsögðu sjálf-
ur fyrir herbergið og morgun-
matinn, en hádegismat og kvöld-
verð snæddi ég með Björnsons-
hjónunum, og yfirleitt var ég með
þeim allan tímann. Þau vildu
bókstaflega allt fyrir mig gera.
Björnson er orðinn gráhærður,
en að öðru leyti er hann hress
að sjá. Frú Björnson er líka orðin
eilítið hæruskotin og er auk þess
farin að heyra illa. En annars er
hún eins og áður kvik í hreyf-
ingum og fjörug og hefur með
árunum öðlazt sérstæðan per-
sónuleika.
Báðar dætur þeirra eru óvenju-
lega fagrar, vel uppaldar, óþving-
aðar og frjálsmannlegar í fram-
komu. Mér lízt einnig mjög vel
á Erling, son þeirra.
Jonas Lie kom ekki. Hann er á
kafi í nýrri sögu og á langt í land
með hana enn þá. En því betur
gátum við Björnson talað saman
og gerðum það líka af hjartans
lyst. Við ræddum um stjórnmál,
bókmenntir og ótalmargt fleira.
Björnson varð oft djúpt snort-
inn af hugmyndum mínum og
röksemdum og vék að þeim
margsinnis síðar.
í stuttu máli sagt held ég, að
ég hafi með heimsókn minni
komið í veg fyrir margs konar
óhöpp, sem ella hefðu hent land
okkar. En um þetta vil ég sem
minnst tala.
Ég átti að skila kveðju til ykk-
ar frá allri Björnsons fjölskyld-
unni. Það yrði mér mjög kært, ef
Sigurður minn og Björn, sonur
þeirra, hittust í Kristianíu.
En ég má til með að segja þér
ofurlítið nánar frá Schwaz:
Þetta er snotrasti bær með um
6000 íbúa. Það var alkunnugt í
bænum, að ég mundi koma og
heimsækja Björnson, og íbúarnir
heilsuðu okkur hvar sem við
fórum, ýmist saman eða hverjum
fyrir sig.
Ein fjölskyldan sendi frú
Björnson gómsæta rádýrssteik í
tilefni af heimsókn minni, önn-
ur villibráð, sú þriðja dýrindis
móselvín, sú fjórða eldgamalt
romm og fleira góðgæti og svo
mætti lengi telja. Ég sá vingjarn-
leg og gleðleg andlit í dyrum
verzlananna og í gluggunum alls
44 VTKAN 45 tw-