Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 18
hafði Fanny upp eftir honum. Smá- gert andlitið Ijómaði af innilegri ást. Hún vafði örmunum um háls hans og fann hvernig hjartað ham- aðizt í brjósti hennar. Hún sá ekki eftir því eitt andartak, að hafa strokið úr vistinni. — Frank, — ó, Frank, ástin mín, — á morgunl — Allra Heilagra kirkja. Og mundu nú að koma ekki of seint! Hvernig gat hann ímyndað sér það? Koma of seint í sitt eigið brúðkaup! Hún hló og hristi höfuð- ið. Nei, hún ætlaði að koma nógu snemma. Herhljómsveitin var að æfingu í kirkjunni daginn eftir, þegar Fanny gekk feimnislega upp kirkjuganginn. Rauðar treyjurnar lýstu upp kórinn og hljómsveitarstjórinn veifaði takt- stokknum, til að beina athygli mann- anna frá stúlkunni, sem var svo smágerð og einmanaleg, en hann átti sjálfur fullt í fangi með að hafa af henni augun. Hver var hún? Hvað var hún að gera í kirkjunni? Það leit út fyrir að hún væri að bíða eftir einhverjum; augu hennar hvörfluðu meðal hermannanna, óró- leg og leitandi. I annarri kirkju, ekki langt frá, æddu Frank Troy liðþjálfi og svara- maður hans, fram og aftur. Hempu- klæddur presturinn leit á klukkuna. — Hún verður að koma innan fimmtán mínútna, lengur get ég ekki beðið. Frank svaraði ekki. Svartklæddu konurnar í kirkjunni gægðust milli fingranna, virtu fyrir sér þennan glæsilega hermann. Sviplaus augu þeirar sáu allt sem fram fór. Frank fannst kraginn á einkennisbúningn- um vera að kyrkja sig, og reiði hans jókst. Hvað var Fanny að hugsa? Hann hafði sagt henni það skil- merkilega, að hún mætti ekki koma of seint! Ef hún ætlaði að hafa hann að fífli . . Fanny leit út undan sér. Frank var hvergi sjáanlegur! En hann hlaut að koma, hann hafði lofað því. Það gat ekki verið ? Það var ómögu- legt Angistin greip hana og hún stóð upp og smeygði sér með bekkjunum til hljómsveitarstjórans. — Þetta er vonandi Allra Heilagra kirkja? stundi hún. — Nei, ungfrú, þetta er Allra Sálna kirkja. Allra Sálna! — Ó, guð, hún hafði farið villt! Ofboðið lýsti úr augum hennar, svo kippti hún upp pilsinu og þaut út úr kirkjunni. Hún æddi út á sólbjarta götuna og hljóp, eins og hún ætti lífið að leysa, — kom auga á hina kirkjuna, þá réttu, og mætti prestinum, sem var að ganga út! — Frank, ó, Frank! snökti hún, og ætlaði varla að ná andanum. Þetta voru hræðileg mistök. Ég ruglaði saman Allra Heilagra kirkju og Allra Sálna kirkju. Frank, góði, þú verður að skilja þetta; við, — við getum gift okkur á morgun í stað- inn, — er það ekki? Hún ætlaði að vefja hann örm- um, — halda honum föstum. En hann stjakaði henni frá sér, og augu hans voru ísköld. Hann var ekki búinn að gleyma svartklæddu kon- unum í kirkjunni, — flissi þeirra, þegar hann gafzt upp á biðinni við altarið. — Þú hefur gert mig að athlægi! saði hann reiðilega. — Elsku Frank, fyrirgefðu mér! ég gat ekki qert að þessu. Við getum gift okkur á morgun, er það ekki? — Þú hefur gert mig að athlægi! Hann gat ekki hugsað um annað en flissið og augnaráð kerlinganna. — Hvenær getum við þá gift okk- ur? sagði Fanny auðmjúk. Hún gekk upp og niður af mæði eftir hlaupin, og henni fannst hjarta sitt vera að bresta. En hann hafði á réttu að standa; hún hafði hagað sér kjána- lega, hún var svo heimsk, það vissi hún vel. Bara að hann vildi fyrir- gefa henni — Það veit ég ekki! svaraði hann stuttlega og sneri sér snögglega við. Hann ætlaði að kenna henni á áþreyfanlegan hátt að haga sér eins og manneskja. Hann var beinni f baki en nokkru sinni áður, þegar hann rigsaði yfir kirkjutorgið, og gekk í átt til borgarinnar. Hann sneri sér ekki einu sinni við þótt hann heyrði hana snökta fyrir aftan sig: — Fyrirgefðu, góði fyrirgefðu mér! Fjarri heimsins glaumi Hann hélt leiðar sinnar og skildi hana eina eftir Fyrir framan dyrnar á kornmark- aðinum í Casterbridge stóð Bats- heba Everdene, jafn Iftil og ein- manaleg og yngsta þjónustustúlkan hennar fyrir framan kirkjudyrnar. Hún heyrði óm að mörgum karl- mannaröddum gegnum hálfopnar dyrnar, og hún beit á jaxlinn þeg- ar hún gekk inn. Hún ætlaði að sýna þeim öllum að hún stæði fyrir sfnu. Hún átti búgarðinn, þar var hún bæði húsmóðir og húsbóndi, og það var verk húsbóndans að kaupa sáðkorn. Það var dauðaþögn, þegar hún kom inn. Hún rétti úr sér og gekk snúðugt inn. Nýja, glæsilega káp- an sveipaðizt um hana eins og drottningarskikkja. Hún gekk hægt um meðal bændanna, sem voru að prútta, kaupa og selia, og augu þeirar beindust ósjálfrátt að henni. — Hver getur selt mér bezt útsæði? spurði hún miðaldra mann, með stórskorið andlit. — Þér komið einmitt til rétta mannsins, ungfrú, sagði hann og hneigði sig. — Hann Sam hérna hefur bezta kornið, það kemur fram þegar markaðurinn verður opnaður. Hann sagði henni ekki að sjálf- ur vildi hann ekki greiða fjöru- tíu og fimm shillinga fyrir pok- ann. Kvenfólk, sem blandaði sér í karlmannaverk átti skilið að láta pretta sig. Þeir Sam skildu fá sér hressandi hlátur á hennar kostnað síðar, þessarar Everdenestelpu. — Þér fáið ekki betri vöru, sagði hann. — Hvaða kvenmaður er þetta? heyrðist stundarhátt. Gamall maður í hjólastól sneri sér við með erfið- ismunum, til að sjá hana betur. — Ungfrú Everdene, kallaði ein- hver í eyra hans. — Bróðurdóttir Everdenes gamla. Hún stjórnar bú- garðinum nú. — Ha! tuldraði gamli maðurinn efablandinn. Batsheba þóttist ekki heyra tuldr- ið. Hún sneri sér að kornkaupmönn- unum. — Það fæst ekki betra sáðkorn á markaðinum, ungfrú, enda kostar það sextfu shillinga pokinn, sagði Sam, og lézt vera mjög hógvær. — Ég hef ekki meira á boðstólum núna, en ég get alltaf bætt við einum eða tveim pokum handa yður — Það er fallega sagt, saði Bats- heba. Hún tók hnefafylli af korni úr sýnishornapoka mannsins, lét það renna milil fingranna og lyktaði af því. — Ég veit ekki hvernig þetta er hér um slóðir, sagði hún hátt og rólega, — en þetta kalla ég óþverra, sem tæplega er hægt að nota til svínafóðurs. Svo fleygði hún korn- inu upp í loftið, svo því rigndi yf- ir mennina tvo, sem voru orðnir blóðrjóðir í framan, og skellihló. — Það er ÉG sem hef verið hepp- in, sagði Batsheba og sneri hesti sínum við. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.