Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 6
BÚSÁHÖLD Jíjcujiftiffi LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 MIDA PREIMTUN HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 Börnin og sjónvarpið Kæri Póstur! Það hefur verið venjan hjá sjónvarpinu að sýna efni við hæfi barna klukkan sex á mið- vikudögum. Á þessum tíma voru lengst af myndirnar um hund- inn Lassí, sem nutu gífurlegra vinsælda, en eru nú hættar, því miður, eða að minnsta kosti í bili. í staðinn var sýnd um dag- inn einhver „ævintýramynd", sem að nokkru var byggð á hinu gullfallega ævintýri um Mjall- hvít og dvergana sjö, sem Disney hefur gert ódauðlegt. En þessi mynd var alls ekki við hæfi barna og fullorðnir höfðu tak- markaða ánægju af henni. Það var einhver grimmdarblær yfir myndinni og ævintýrið gamla og góða var þarna alveg óþekkjan- legt og í ógeðfelldri útgáfu. — Blessuð börnin mín, sem þekkja Mjallvhítu og dvergana sjö, skildu .hvorki upp né niður í neinu, urðu leið og voru sífellt að spyrja: „Af hverju er þetta svona?“ Mér finnst, að ekki megi gjörbreyta og skrumskæla á þennan hátt gömul og góð ævin- týri, sem allir þekkja. Ef slíkt er gert verður að minnsta kosti að gera það smekklega og skemmtilega. Mig langar til að koma þessu á framfæri, en um leið vil ég þakka fyrir barnatímana það sem af er þessum vetri. Þeir hafa verið hinir skemmtilegustu og eiga sjónvarpsmenn þakkir skild- ar fyrir þá. Nýju stúlkurnar eru báðar ágætar og vonandi verða barnatímarnir áfram jafn skemmtilegir. Með þökk fyrir birtinguna. K. Þ. Roof Tops og Sókrates Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur og okkur langar mjög mikið til að þú svarir þessu bréfi frá okk- ur eins fljótt og þú getur. Við þökkum fyrir allt gamalt og gott. Þá er að byrja: Hvað er hann Gunnar Guð- jónsson í Roof Tops gamall? Og hvað gerir hann? Hvar á Eggert Ólafsson í Sókrates heima? Hvað á maður að skrifa utan á um- slögin þegar maður sendir til „Lög unga fólksins“? Tvær Keflavíkurmeyjar. Þá er að svara: Gunnar er 18 ára og er að læra að verða hárskeri. Eggert á heima í Stórholti 32, en Sókrates hafa lagt alla spilamennsku á hilluna, eins og ykkur er kann- ski kunnugt. Og þið skuluð ein- faldlega skrifa á umslagið: „Lög unga fólksins, Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4, Reykjavík.“ Enginn gerir svo öllum líki Kæri Póstur! Ég eins og margir aðrir ætla að setjast niður og skrifa nöld- ursbréf. Nú um langan tíma hafa verið stórar auglýsingar í Vik- unni með yfirskriftinni: „Þér sparið með áskrift". Þar getur að líta efnið, sem í Vikunni á að vera, en hvar eru Bridge-þætt- irnir? Þeir hafa ekki komið, það sem af er þessu ári og gott ef nokkur þáttur um bridge var í árganginum 1968. Svo eru það sögurnar. Flestar smásögurnar eru með emdemum lélegar, og er þetta Angelique-kjaftæði endalaust? Sú saga er orðin allt- of langdregin, og þið ættuð að hvíla okkur, þína föstu lesendur, á þessari þvælu. En enginn gerir svo öllum líki, ekki einu sinni guð í himnaríki. Annars er margt gott í Vikunni. Palladómarnir eru góðir og margt annað. Fyrir nokkrum árum höfðuð þið viðtöl við fólk og þátt sem hét f aldarspegli. Þeir voru góðir. Hví ekki að taka þessa þætti upp aftur? Með kærri kveðju. Lesandi. Við munum taka til athug'unar áskorun um að bridge-þættir aftur. Framhaldssögunni um Angelique er nú lokið og önnur komin í staðinn, sem við vonum að falli lesendum vel í geð. Hún er að minnsta kosti ekki of löng. Það tekur aðeins níu blöð að birta hana og verða framhalds- sögur okkar í framtíðinni vænt- anlega flestar af svinaðri lengd. Við birtum alltaf öðru hverju viðtöl við fólk og munum gera það áfram, en Palladómar Lúp- usar eru mjög hliðstæðir við gamla þáttinn f aldarspegli. Svar til „Skottu“ Okkur finnst alls ekki óeðli- legt, aS þú lítir bréfaskriftir unnusta þíns óhýru auga. Eftir lýsingu þinni að dæma virðist hann hafa tilhneigingu til að vera ekki við eina fjölina felld- ur. En hann mun fljótlega kom- ast að raun um, að slíkt gengur ekki til lengdar. Fyrr eða síðar veldur slíkt háttarlag árekstrum og óþægindum. Það er í sjálfu 6 VIKAN 45 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.