Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 30
Hann sknldar Mnskvn 1200 dnHara við. Við Crosby áttum líka auð- velt með að vinna. En þegar við Bing leikum hvor á móti öðrum, þá endar allt venjulega í vit- leysu. En það er líka lítil ánægja að leika á móti manni, sem not- ar fyrsta tækifærið, ef maður snýr í hann baki, til að grípa kúluna og henda henni í áttina að holunni. Þetta gekk svo langt einu sinni, að Bing neitaði að leika á móti mér. Sá leikur sem Bob Hope hefur næst mestar mætur á, er Mata- dor, og þá með alvörupeninga að undirlagi. Hann er líka mjög sniðugur fasteignasali, og þrátt fyrir það að hann hefur fjölda framkvæmdastjóri, hefur hann sjálfur hönd í bagga með því hvernig peningum hans er ráð- stafað. Meðal annars leggur hann mikið til velgerðarmála. Hope hefði getað dregið sig í hlé fyrir mörgum árum, fjár- hagslega séð, en það eru svo margir sem eiga mikið undir honum. Hann ver mörgum millj- ónum til góðgerðarstarfsemi. En það eru líka margir einstakling- ar sem njóta góðs af honum. Tryggð hans við gamla félaga er og mörgum kunn. Konan, sem gætir búningsherbergis hans, er lömuð, en hún getur unnið störf sín í hjólastól, og hann sér fyrir ekkju blaðafulltrúa síns, sem lézt fyrir mörgum árum. Sjö handritahöfundar hans fá líka góð laun, samanlagt rúmlega 500 þúsund dollara á ári. Og svo segir hann: — Ef ég hætti að vinna, þá verð ég að aumingja. Hann verður oft veik- ur ef hann tekur sér frí, þótt það sé aðeins einu sinni á ári, sem hann fer í veiðitúr. Það er heldur ekkert gam- an, segir hann. — Fiskurinn klappar ekki fyrir mér! Bob Hope gætir „línanna" með því að leika golf, fara í gönguferðir, og auðvitað líka með hinni miklu vinnu. Hann er alltaf á stöðugri hreyfingu, tekur jafn- vel nokkur dansspor, meðan hann talar í síma, hefur óreglu- legan svefn, en hann getur feng- ið sér hænublund hvenær sem er. ef hann má vera að því. Þegar börnin voru lítil, spurði Kelly sonur hans, Noru systur sína: Nora, eru allir í heiminum kaþólskir? -— Já, svaraði Nora, — allir nema pabbi, hann er skopleik- ari. Þetta kemur mjög greinilega fram í bók hans, því þótt hann hafi sjö handritahöfunda, til að sjá um fyndnina í skemmtiþátt- unum, þá þykir honum mest gaman, ef hann getur slegið þá út. Þegar hann leikur í kvik- mynd með Bing Crosby, þá kæra þeir sig oft kollótta um handrit- ið, og espa hvor annan upp með skemmtilegum tilsvörum. — Öskrið þið „Bingo“ í hvert sinn sem við notum orð úr hand- ritinu, sagði hann einu sinni ögrandi við rithöfundana, þegar hann var að leika á móti Bing í einni af „Leiðin til ........ myndunum. — Hvað væru þessar myndir án Bings? spyr hann í upphafi bókar sinnar. En svo svarar hann sjálfur: — Miklu betri, það er ég viss um! Þessar kvikmyndir urðu til þess að vinirnir tveir fóru til London með fjölskyldur sínar, til að leika í kvikmyndinni „Leiðin til Hong Kong“. — Dolores átti það skilið að lyfta sér upp, sagði Hope. — Það er ekki auðvelt að vera gift skop- leikara. Mörg kvöld, þegar við Dolores höfðum setið og horft á Red Skelton og Danny Kaye í sjónvarpi, þá er hún grafalvar- leg, þótt þeir séu alveg ótrúlega fyndnir. Þegar hún getur ekki haldið alvörunni, afsakar hún sig og fer fram til að hlæja. Þetta getur maður kallað fyrirmynd- areiginkonu! Fjölskyldurnar Hope og Cros- by leigðu sér höll til að búa í, meðan á dvöl þeirra stóð. — Höll eins og maður sér oft í kvikmyndum, með löngum, dimmum göngum, hátt til lofts og með gamlar brynjur í stiga- göngum. „Staðurinn var svo gegn- brezkur, að ég hefði ekki orðið hissa þótt mýsnar hefðu gengið með einglyrni.“ Fyrsta kvöldið sátu báðar fjölskyldurnar fram eftir kvöldi, til að bíða eftir afturgöngunni. Þau heyrðu eitthvert hark, og læddust skjálfandi fram til að athuga hvað gerði hávaðann. En það var bara brytinn, sem var að telja silfurborðbúnaðinn, vegna þess að Ameríkanar væru í hús- inu! Meðan hann var í London, lék Iíope í sjónvarpsþætti, og þá hitti hann franska skopleikarann Fernandel. Þessi samfundur þeirra varð örlagaríkur, því að þegar Paramount bað Hope nokkru síðar um að leika í kvik- mynd, sem átti að taka í París, þá datt Hope strax í hug að fá Fernandel fyrir mótleikara. Fernandel sló til, en þegar Hope kom með sitt starfsfólk, ætl- aði allt að enda með ósköpum. Fernandel kunni ekkert í ensku, annað en: „Talið við lögfræðing minn“, og „Hvar er banki?“, og Hope varð að nota túlk til að getað talað við hann. Fyrsta kvöldið kom Fernandel með heilan hóp af rithöfundum og lögfræðingum til herbergis Hopes á hótelinu. Hann blaðaði í handritinu þangað til hann fann eina síðu, þar sem nafn hans var ekki. Þá tók hann til að æða um herbergið, berja sér á brjóst og stynja. Eftir mikla erfiðismuni komst Hope að því að honum fannst hlutverk sitt of lítið. Það endaði með því að unn- ið var dag og nótt við að um- skrifa handritið. en upptökusal- ir og allt starfsfólk varð að bíða. Þetta kostaði tíu daga og tvö hundruð þúsund dollara. En það var ekki allt þar með búið, þá var komið að vorfríi, franska há- tíðamánuðinum maí, svo það kom ekki til mála að hægt væri að byrja upptöku, fyrr en eftir tólf daga í viðbót, og þessi töf kostaði aðra hundrað og tuttugu þúsund dollara. - Það var erfitt fyrir okkur að halda áfram með framkvæmd- irnar, segir Bob Hope, — en eld- húsið var í fullum gangi allan sólarhringinn. Hádegisverður í Frakklandi samanstendur af sjö réttum, minnst, og þegar þeirri máltíð var lokið, mundi enginn setningarnar sínar. Einu sinni töfðumst við í þrjá daga, vegna þess að tappatogarinn týndist, og allur mannskapurinn var að leita að honum. Og þegar við að lok- um gátum séð fyrir endann á kvikmyndinni; vorum við þrem vikum á eftir áætlun með hana, en búnir með sex vikna vín- bireðir fyrirfram. Kostnaðurinn við „Orlof í París“ fór 1 milljón dollara fram úr áætlun, en Bob Hope saeði að það hefði verið vel þess virði, sérstaklega vegna þess að Anita Ekberg var mótleikari hans. Bob Hope hefur leikið á móti flestum kvikmyndastjörnum Bandaríkjanna, bæði í kvik- myndum og skemmtiþáttum, sem hann hefur farið með milli her- stöðva, hvar sem er í heiminum. Hann hefur ferðazt yfir 10 millj- ón kílómetra, til að skemmta milljónum hermanna, á öllum vígstöðvum í öllum þeim lönd- um, sem þeir eru staðsettir, síð- an hann byrjaði þessa starfsemi, árið 1941 í Californiu. Hann hef- ur líka fórnað hverjum einustu jólum í hennar þágu. Hann seg- ir hér frá heimkomu sinni, eftir eina slíka jólaferð: — Dolores og börnin biðu mín á flugvellinum, með jólatré og jólagjafir, og við héldum okkar jól þarna á staðnum, sem ég hafði yfirgefið fyrir tólf dögum og var nú kominn, eftir að hafa ferðazt 27.000 kílómetra. Ég sneri mér að umboðsmanninum, Doc Schurr, og sagði: -— Nú er ég bú- inn að dvelja í Californiu í heil- ar tvær mínútur, þú hlýtur að geta nasað uppi einhverja vel- gerðarsamkomu í kvöld! Doc hefur enga kímnigáfu, og ég var kominn til Biltmore-hót- elsins klukkutíma síðar, til að skemmta fótboltaliði, sem átti að keppa á Nýársdag.. . . Það er meðal beztu einkenna Bobs Hope, að hann getur aldrei sagt nei, ef hann er beðinn að skemmta án endurgjalds. Sér- staklega eru það hermennirnir og sjúklingar, sem standa hjarta hans næst. Þegar skemmtiþáttun- um er lokið, skreppur hann venjulega inn á sjúkrastofurnar, til þeirra sem ekki hafa fótavist. Hann segir að særðir og sjúkir, séu þakklátir fyrir allt nema meðaumkun og viðkvæmni. Þeg- ar hann þeytir upp dyrunum á sjúkrastofu, kallar hann glað- lega: Allt í lagi, vinir mínir, þið skuluð bara liggja kyrrir. Og við einn sjúkling sagði hann: Sástu skemmtiþáttinn minn i kvöld, eða varstu veikur áður? Hann getur sagt margar skop- legar sögur um stjörnurnar, sem eru með honum á ferðalögunum. Einu sinni kom Jayne Mansfield æðandi inn til hans. Þau voru á ferð í Alaska í hríðarveðri og 4 stiga frosti, og hún var alveg ær út af því að hún hafði týnt eyrnalokki. — Jayne, sagði ég, — líttu niður á gólfið, nei, ■—■ þú skalt heldur biðja manninn þinn að gera það, ég veit þú átt ekki svo gott með að sjá það scm liggur við fætur þér. 30 VTTCAN 45-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.