Vikan


Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 17
stofunni, og er ekki þannig klædd að hún geti tekið á móti gestum, sagði hún hreinskilnislega. — Segið henni að ég sé til reiðu, ef hún þarf á ráðum eða leiðbein- ingum að halda, sagði gesturinn. — Hún getur látið mig vita. — Þökk, herra, ég skal segja henni það, hún verður ábyggilega þakk- lát. Þakklát! Batsheba stóð við glugg- ann og sá hann ríða burt. Þetta var myndarlegur maður. Hann var roskinn, en hávaxinn og sterkleg- ur. — Herra Boldwood, sagði hún hugsandi. — Er einhver frú Bold- wood til? — Nei, ungfrú, það hefur engri konu tekizt að tjóðra hann, þótt margar hafi gert tilraun til þess, sagði Liddy. — Það er aldeilis von- laust. Jane Perkins hefur unnið eins og galeiðuþræll hjá honum, en hann sér hana ekki einu sinni. Dóttir Ives gamla hefur næstum grátið sig í hel hans vegna, svo ekki sé talað um allt það fé, sem hún hefur eytt í fatnað. — Hann er kvæntur óðalssetrinu sínu, það hefur engri stúlku tekizt að vekja athygli hans. — Hann hefur alls ekki neitt hjarta, sagði Liddy. — Hefur enginn beðið yðar, ungfrú? Ég gæti trúað að það væru margir. Batsheba svaraði ekki strax. Það tendraðist örlítið Ijós í augum henn- ar. Það hafði einn maður beðið hennar, maður sem þráði hana eina. Gamall draumur um ást vakn- aði með’ henni og yljaði sál henn- ar. Liddy var eins og vinkona henn- ar; hún gat talað um allt við hana. — Það var einu sinni maður sem bað mín, sagði hún rólega. — En þér tókuð honum ekki? — Hann var ekki nógu góður. Hún mundi eftir Ijómanum í aug- um Gabriels, þegar hann talaði um bæinn sinn, líf þeirra saman, tón- listina og vinnuna. Svo hristi hún þessar hugsanir af sér. Nei, hann var ekki mannsefni handa henni. — Elskuðu þér hann ekki? Að elska er að láta undan, — að glata sjálfstæði sínu. Batsheba kyngdi. — Mér þótti vænt um hann, sagði hún lágt. — Herra Boldwood er ríkur mað- ur, sagði Liddy hugsandi. — Hann er búinn að kaupa sláttuvél. Hann segir að hún vinni á við tíu menn. Batsheba tók Valentinkortið og skoðaði það vel. I miðjunni var autt rúm til að skrifa kveðju, auð- vitað nafnlausa, því sá sem fékk kortið mátti ekki vita hvaðan það kom. Hún sneri kortinu við og las upphátt: Rósin er rauð og fjólan blá, nellikan fögur, og það ert þú líka .... Allt í einu fór hún að hlæja, hún flissaði eins og telpukjáni. Þetta var ótrúlega hlægilegt. Hann, hinn virðulegi og þóttafulli gósseigandi, sem leyfði sér að ríða beint upp að dyrum hennar, hann myndi aldrei geta gizkað á hver hefði sent þetta! Hann, sem hafði ekkert hjarta, eftir því sem Liddy sagði. Það var mátu- legt á hann að lofa honum að brjóta heilann um stund. Hún hafði sagt stúlkunum að hún ætlaði að senda Tommy Coggan kortið, en hann var aðeins fimm ára, og hann yrði eflaust ánægðari með að fá eitthvert sælgæti, næst þegar hún færi á markaðinn. — Liddy, sagði Batsheba, og augu hennar tindruðu. — Veiztu hvað ég ætla að gera? aumi Hún ætlaði að vefja hann örmum, en hann stjakaði henni frá sér. — Nei, ungfrú. Liddy hló og beit á vörina. Kátina hinnar ungu mat- móður hennar smitaði hana. — Ég ætla að senda herra Bol- wood kortið! — O, ungfrú, — nei! Hann getur ábyggilega ekki skilið glens. — Mér er alveg sama um það. Batsheba teygði sig eftir penna og tók kortið. Hún hló glaðlega. — Ég geri það nú samt. — Hann kann ekki að meta slíkt, sagði Liddy, en glettnin skein úr augum hennar. — Hann verður fjúk- andi vondur. — Einmitt þessvegna er það mátulegt á hann. Andlit beggja stúlknanna voru rjóð af ákafa. Batsheba hikaði and- artak, en þá tók Liddy af skarið. — Gerið það, ungfrú, sagði hún eggjandi. — Skrifið á kortið. Og með styrkri hönd skrifaði Batsheba með prentstöfum orðin: „Biðjið mín!" í auða rúmið á kort- inu. Hún skrifaði prentstafi, svo móttakari bréfsins gæti aldrei kom- izt að því hver skrifaði það. Og Liddy flýtti sér burt til að póstleggja það, áður en Batshebu snerizt hug- ur. Batsheba vissi ekki að hún hafði sett skriðu af stað. — Fanny, ástin mín! í óhrjálegu, litlu leiguherbergi, í útjaðri Caster- bridge, faðmaði Frank Troy ástmey sína, og þrýsti andlitinu að mjúku, rauðgullnu hári hennar. — A morgun, klukkan ellefu. — Það væri ekki svo vitlaust að sameina jarðirnar í dalnum, sagði einn vinnumannanna. -

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.