Vikan - 06.11.1969, Blaðsíða 11
það er hvorutveggja; veltur aðeins
á því í hvaða afstöðu geimfarið er
við sólu. Það breytir um lit á nokk-
urra klukkustunda fresti, svo báðar
áhafnirnar höfðu rétt fyrir sér.
I hinni geimferðinni sem ég tók
þátt í, Gemini 10, var ég svo önnum
kafinn, að ég gat ekki einu sinni
stanzað í augnablik til að átta mig
á hvar ég var, Eg gat ekki gefið
mér svo sem 2—3 mínútur til að
gera mér Ijóst, að ég var mörg þús-
und mílur úti í himingeimnum hang-
andi í lítilli, örgrannri taug. Öll at-
hygli mín beindist að því sem ég átti
að gera. En í þetta skipti hafði ég
meiri tíma og gat hugsað örlítið um
hitt og þetta. Ég hugsaði mikið um
fjölskyldu mína og plánetuna Jörð;
hve dásamlegt er að búa þar og
hversu kyrr hún virðist vera úr svo
mikilli fjarlægð. Ég hugsaði um hve
gaman væri að vera komin þangað
aftur, og sjá fyrir blátt og tært vatn,
í staðinn fyrir þetta tómarúm sem
ég þeyttist nú um. Sjáið til, það eru
til Plánetur og svo eru til Plánetur.
Ég hef aðeins séð tvær þeirra, og
það er ekki á nokkurn hátt hægt
að bera þær saman. Tunglið er stór-
kostlegur staður, og ég efast ekki
um að frá stærðfræðilegu sjónarmiði
er það hreinasti gimsteinn. En þó er
ég hrifnari af Jörðinni.
Ég vona að ein hliðarverkunin í
sambandi við þessar geimrannsóknir
okkar verði sú að við getum farið
að notfæra okkur alla okkar tækni-
kunnáttu til að vernda og bæta litlu
plánetuna okkar; sú, að við getum
kennt fólki og komið því í skilning
um hve dásamlegur staður jörðin er.
Staður sem við ættum að hætta að
útbía eins og við höfum gert. Við
erum einstaklega heppin — þó ekki
sé nema bara fyrir loftið sem við
öndum að okkur og vatnið sem við
getum ausið yfir okkur. Það er
hvorutveggja í senn: Sorgarleikur
og glæpur, að vötnin skuli vera
öll orðin eitruð og menguð svo það
er ekkert gaman að busla í þeim
lengur.
Ég tek fólk fram yfir vélar, en
það eru tækifæri til að láta vélar
njóta alveg sömu blíðu og með-
höndlunar sem venjulega er aðeins
ætlað holdi og blóði. 24. júlí var
slíkt tækifæri, og Kólumbía slík vél.
Hún hafði flutt okkur i gegnum
svartan, dauðan himingeiminn og
til baka aftur, og skilað, okkur,
nærri blíðlega, í bláasta vatn heims-
ins, Kyyrahafið. Mér fannst það ein-
hvernveginn ekki réttlátt að láta
hana bara eiga sig, án þess að
reyna að þakka henni fyrir á ein-
hvern hátt — til að aðgreina hana
frá öðrum.
Sama kvöldið, á flugvélamóður-
skipinu Hornet, brölti ég aftur um
borð í Kólumbíu með penna í hend-
inni, stóð við stjórntækin og horfði
lengi á stóran, gráan belginn. Ég
gat ekki, lengi vel, hugsað mér
neitt sem ég gat skrifað á hana;
eitthvað sem lýsti tilfinningum mín-
um nægilega vel. A endanum skrif-
aði ég: „Geimskip 107, öðru nafni
Appollo 11, öðru nafni Kólumbía:
Sú allra bezta. Guð blessi hana."
☆
Collins er tómstundamálari og hér t
sést hann við þá iðju sína. Hann er
að mála kyrralífsmynd. Dóttir hans
hefur sama áhugamálið og hér eru
þau bæði að mála eftir sömu fyrir-
myndinni.
-dfe- Collins ásamt konu sinni, Pat, nýkominn heim eftir 18 daga einangrun.
Hann sýndu konu sini skeggið og lét taka nokkrar myndir af sér með það, —
en síðan rakaði hann það af sér.
45. tbi. VIKAN 11