Vikan


Vikan - 08.01.1970, Page 14

Vikan - 08.01.1970, Page 14
 Richard Burton kyssti á kné hennar, Onassis fékk hana til að syngja gríska ástarvísu á nætur- klúbb í Monte Carlo. Nýja Garbo-bókin segir frá ýmsum, áSur óþekktum hliðum af hinni „ein- mana og dularfullu" kvikmyndastjörnu .... Greta Garbo hefir verið köll- uð „landflótta drottning“, en í útlegðina fór hún af frjálsum vilja. í raun og veru hefir hún fengið allar óskir sínar uppfyllt- ar. Sem ung stúlka óskaði hún þess eins að verða kvikmynda- leikkona, — hún varð sú fræg- asta. Á veldistímunum í Holly- wood óskaði hún sér rólegrar elli, ekki sem öldruð leikkona, sem þarf að berjast fyrir því að fá hlutverk, heldur sem fræg per- sóna. Hún vildi hætta að leika, en vera samt jafn dularfull, vera sú eftirsótta fram til þess síð- asta. Þetta hefir allt heppnast. Greta Garbo er oft á síðum blaðanna, þótt það sé í nokkurri fjarlægð. Vinir hennar standa vörð um hana. Það er eiginlega alveg ómögulegt að ná sambandi við Gretu Garbo. Hún er auðug, og hefir ráð á að haga lífi sínu eftir vild. Á síðari árum hefir hún haft mest yndi af ferðalögum, og hún get- ur ferðast hvert sem hún vill. 14 VIKAN 2 tbl Greta Garbo á mjög marga og merkilega vini í New York, Los Angeles, London, París og víða annarsstaðar. Þegar hún er í London hittir hún alltaf hinn gamla, góða vin sinn, Noel Coward og vinkonuna Beatrice Lille. Fyrir nokkrum árum var Garbo kynnt fyrir Margaret prinsessu. Þær urðu beztu vinkonur, og hittast reglu- lega. Greta Garbo býr í marga mánuði á hverju ári við Rivier- una, og þar á hún marga vini. í París umgengst hún mest Rotschild fjölskylduna. Sú sem hún heldur mest upp á er banka- stjóradóttirin Cecile de Roths- child. Þær hafa verið vinkonur í 25 ór, og búa hvor hjá annarri, þegar þær heimsækja heima- borg þeirra sem þar býr. Einu sinni sázt til þeirra, þeg- ar Garbo var að kveðja Cecile, sem var á heimleið til Parísar, og einhver þóttist hafa séð að Garbo vatnaði músum, og það er víst mjög sjaldgæft að hún geri það. FJÓRÐI OG SÍÐASTI HLUTI a a — Greta og Cecile rífast oft, en það er merki um það hve innilegar vinkonur þær eru, segir einn kunningi þeirra beggja. Meðal beztu vina Gretu Garbo er Aristoteles Onassis, og nú í seinni tíð kona hans, Jacqueline Kennedy. Garbo kann vel við grófgerð kímni Onassis, og hún er róleg í návist hans. Einu sinni fékk hann hana til að syngja gríska vísu á næturklúbb í Monte Carlo. Vísan heitir „Saapair“, sem þýðir „ég elska þig.“ Það kemur oft fyrir að hún rekur inn nefið, þar sem glæsi- leg samkvæmi eru, þótt hún hafi ekki gefið loforð um að koma. I einu slíku hófi hitti hún Richard Burton, sem var upp á sitt bezta. Hann sýndi henni mikla athygli og bað um leyfi til að kyssa á kné hennar. Hinir gestirnir voru skelfingu lostnir, en Garbo tók þessu með mestu stillingu og leyfði honum að framkvæma þessa frómu ósk. , Greta Garbo kýs helzt fámenn hóf og lítil veitingahús. Þegar hún sýnir sig einhversstaðar vekur hún allsstaðar mikla at- hygli. Framleiðandinn William Fry var nýlega í fylgd með henni, þegar hún fór að sjá „Funny Girl“ í New York. Þau laumuð- ust inn í salinn, rétt í því að tjaldið var dregið frá. En and- artaki síðar vissu allir í salnum að Greta Garbo var viðstödd. í hléinu vissi hún ekki fyrr til en hún var umkringd aðdáenda- skara, sem varð all ágengur. — Ó, þér eruð dásamleg, við gleymum yður aldrei. Megum við snerta yður? Viljið þér gefa eiginhandaráskrift? Greta Garbo flýði inn í sal- inn aftur, og varð að fá lögreglu- vernd til að komast burtu eftir sýninguna. Hún lét ekki á neinu bera, en Fry segir að henni hafi fundist þetta óþægilegt. Umgengni Garbo og vina hennar er með ýmsu móti. Það kemur til dæmis fram í því hvaða nöfnum vinirnir kalla hana. Gamlir vinir, eins og t.d. Charlie Chaplin, kalla hana Gretu, en það eru sárafáir sem leyfa sér það. Flestallir kalla hana GG eða miss G. En flestir verða að halda sér að því að kalla hana Garbo. Einstaka sinnum heyrist hún kölluð miss Brown. Það er sagt í gamni og stafar frá þeim tíma, þegar hún sagði alltaf „miss Brown“ í simannn, áður en hún vissi hver var að. hringja. Greta Garbo hefir alltaf ver-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.