Vikan


Vikan - 08.01.1970, Side 45

Vikan - 08.01.1970, Side 45
inn við lágan múrvegg, þar sem útsýnið yfir Adonisdalinn var enn- þá stórkostlegra. — Þarna er það, sagði Hamid. Ég leit ! áttina þangað sem hann benti. Þarna er dalurinn breiðari, og áin liðaðist ,breið og vatnsmikil, milli árbakkanna, sem voru klædd- ir töluverðum trjágróðri. Frá vinstri kom önnur á, sem rann út í aðal- ána við dalbotninn. Á fleygnum fyrir ofan ármótin stóð höllin og allar hennar byggingar. Hamid sagði að aðeins á einum stað væri hægt að komast að höll- inni, eftir steinlögðum gangstíg. — Og þér verðið að stikla yfir ána, sagði hann. — Það er reyndar grunnt vað, en stundum, ef vöxtur er í ánni, getur orðið erfitt að komast. En það er ágætt í dag, steinarnir standa upp úr. Ég skal fylgja yður að hliðinu, ég held að dyra vörðurinn skilji ekkert mál, annað en arabisku. Hliðaráin var ekki mjög breið, en þó var þetta um sex metra breitt vatnsfall. — Það var hér einu sinni gömul brú, rómversk brú. Þessir steinar, sem standa upp úr eru leyfar henn- ar. Haldið þér að þér getið stikl- að á þeim? Hann tók ! hönd mér og leiddi mig yfir að klettaveggnum. Þaðan var mjór stígur upp á klettsbrún- ina. Þegar við loksins komumst þangað upp, greip mig einhver undarleg tilfinning, mér fannst sem þessi kaldi, skuggalegi múrveggur ætti ekki heima í veruleikanum. Það virtist óhugsandi að nokkur maður af minni fjölskyldu gæti átt samastað þarna, það var engu lik- ara en að þetta væru veggir graf- hvelfingar .... Stóra hliðið var við fyrstu sýn tilkomumikið. En við nánari athug- un mátti sjá að það var hrörlegt og úr sér gengið. Stórar, viðamikl- ar lamirnar voru eiginlega alveg ryðgaðar í burtu. Hamid tók ! klukkustrenginn. Það heyrðist greinilega glymjandi hringing, og samtímis hundgá. Við heyrðum Iíka að einhver dratt- aðist að hliðinu og tók að rjála við lokuna að innan. Önnur bronshurð- in opnaðist hægt. í gættinni kom í Ijós bogin, og mögur vera, sveipuð hvítri skikkju. Andlitið var gamalt og hrukkótt, eiginlega Ifkast skorp- inni rúsínu. Hann tautaði eitthvað og myndaði sig svo til að loka dyr- unum aftur. — Bíðið andartak! Hamid setti öxlina að dyrunum. Hann var bú- inn að segja mér hvað hann ætlaði að segja: — Þetta er ekki venju- legur gestur, hún er ! ætt við lafði Harriet, og þú getur ekki meinað henni inngöngu. Heyrirðu það. Gamli maðurinn hikaði, en var greinilega tregur, og Hamid hélt áfram:: — Ég er frá Beirut, og ég hefi ekið ungfrúnni alla leið hingað til að hitta matmóður þína. Hún er son- ardóttir bróður lafðinnar. Þú verð- ur að fara inn og tilkynna að Christy Mansel sé með kveðjur frá ættingj- um frúarinnar ! Englandi. Gamli maðurinn gerði árangurs- lausa tilraun til að loka dyrunum. Hamid hækkaði raustina. Þótt ég skildi ekki hvað Hamid sagði við gamla manninn, grunaði mig þó hvað það var. Hamid sagði mér það svo: — Við förum ekki héðan, fyrr en ungfrúin hefir skilað kveðjum sínum, eða sækja einhvern, sem getur talað við okkur . . . Öldungurinn hristi ákaft höfuð- ið og hélt fast í hurðarbrúnina, en svipur hans bar vott um hræðslu. Ég var orðin miður mín, og sagði við Hamid: — Hann hefur greinilega fengið ströng fyrirmæli um að hleypa eng- um inn, og hann er dauðhræddur. Ég gæti kannski skrifað nokkrar línur, og látið þar við sitja . . . — Ef við gefum okkur nú, kom- ist þér aldrei inn fyrir þetta hlið. En ég er hræddur um að þetta sé ekki skipun frá frænku yðar, hann talar sífellt um einhvern lækni, sem segir að enginn megi fara inn fyrir hliðið. — Læknir? Hamid, sagði ég, — það riður baggamuninn. Nú gefst ég ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Ég ætla að minnsta kosti að tala við þennan lækni. Segja hon- um að fjölskyldan geti orðið óþægi- leg, ef eitthvað kemur fyrir frænku mína. Ég hefi ekki hugmynd um hvern- ig hann bar fram þessa hótun mína, en eftir stundarkorn fórnaði dyra- vörðurinn höndum, eins og til að segja að hann tæki þá ekki ábyrgð- ina, og opnaði að lokum dyrnar. Dyrunum var svo skellt aftur, og mér fannst hljóðið óhugnanlegt. Við gengum eftir gamla manninum inn í stóran húsagarð. Þetta hlýtur að hafa verið for- garður hallarinnar, midan, þar sem riddarar emirsins sýndu listir sínar á hestbaki til forna, eða komu saman eftir veiðar og stríð. Þá hlýtur þessi húsagarður að hafa verið glæsilegur, en nú var þarna allt hljótt og skuggalegt. Dyravörðurinn gekk á undan okkur gegnum löng súlnagöng, og aðrar dyr, inn í þröngan gang. Til hægri og vinstri kom ég auga á súlnagöng og langa ganga. Gang- urinn sem við gengum eftir beygði aðeins til hægri, áður en við kom um inn ! annan húsagarð, annan langan gang; fleiri dyr, nokkrar þeirra voru opnar inn í skítug og skuggaleg herbergi. Allt var þarna eins og það væri yfirgefið fyrir löngu af mönnum, og nú hefðu aðeins rottur og önnur skuggaleg kvikindi aðsetur þarna. Grátt þykkt ryklag lá yfir öllu, eins og teppi. Þetta var svo langt frá að minna á sögufrægt slot, eins og ég hafði gert mér í hugarlund. Ég titraði við tilhugsunina um það hvað ég ætti eftir að sjá og óskaði þess innilega að ég hefði aldrei lagt út ! þetta ævintýri. Tilhugsunin um það að eiga eftir að sjá það sem hlaut að vera hrörnun og alger uppgjöf, var ! huga mínum eins og ógeðslegt köngulóarnet, þar sem gömul og skorpin könguiá sæti í miðjunni, og það var ekki laust við að mér væri flökurt. Þá komum við inn í ennþá einn húsagarðinn,, og ég hafði það á tilfinningunni að við værum við bakhlið hallarinnar. Þessi húsagarður hefur eflaust einhvern tíma verið eins skraut- legur, eins og húsagarðurinn sem ég kom inn ! með Charles, hjá vini hans ! Damaskus, en nú var þessi í algerri niðurníðslu. Húsagarðurinn hafði einhverntíma verið lagður marmaragólfi, með súlnagöngum úr bláum tígulsteini, og gosbrunni ! miðjunni. Við hverja súlu voru marmaraker, þar sem einu sinni höfðu verið blóm, en nú var þar aðeins visið gras. Meðfram gólfinu uxu þistlar og gosbrunnurinn var fyrir löngu hættur að gjósa Undir bogahvelfingunni innst ! garðinum, var hin hefðbundna stúka, divaninn, (sem var samkomu- staður höfðingjanna), með bekkjum meðfram þrem hliðum. Ég hefði ekki þorað að setjast á eina ein- ustu sessu eða teppi, en ég þurfti ekkert að óttast, það voru engar sessur, — engin teppi. Dyravörð- urinn benti okkur að fá okkur sæti og bíða, meðan hann tilkynnti komu okkar. — Hvað ætlið þér að gera, ef ekki verður tekið á móti yður, spurði Hamid. — Fara, en ekki fyrr en ég hefi náð tali af lækninum. — Þarna kemur karlinn, sagði Hamid og stóð upp. — Og lofaður veri Allah fyrir það að einhver er með honum. Þessi „einhver", var ungur mað- ur, Ijóshærður og gráeygður. Hann var eitthvað utan við sig, eins og hann væri nývaknaður. Hann benti dyraverðinum að fara og kom út í sólina. Ég sá að hann hrökk við, eins og hann hefði fengið ofbirtu í augun. — Góðan dag, sagði hann. — Mér er ekki Ijóst hver þér eruð, sagði hann. Hann virtist vera mjög vingjarnlegur og táknrænn Breti. Ég stóð upp. — Ég heiti Cristy Mansel, og frú Boyd, — lafði Harriet, er afasyst- ir mín. Fjölskyldan vill gjarnan fá fréttir áf líðan hennar, svo ef hún getur tekið á móti mér, væri ég þakklát;; það þarf ekki að taka langan tíma. — Christy, segið þér? Hún hefir aldrei talað um ættingja með þv! nafni. — Hversvegna hefði hún átt að gera það? Og þér ,herra hm . . . búið þér hér? — Já. Ég heiti Lethman, John Lethman. Ég, . ja, maður get- ur sagt að ég hirði um gömlu kon- una . . . — Eruð þér læknirinn? Hann þrýsti höndinni að enni sér, hristi svo snögglega höfuðið, eins og til að vakna betur, en augu hans voru ennþá daufleg og döp- ur. Þau voru grá, og sjáöldrin mjög stór, eins og hann væri nærsýnn. — Það er kanski bezt að ég skýri þetta fyrir yður, sagði hann. — Ég er reyndar ekki læknir, þótt ég hafi stundað nám í sálfræði ... En þér þurfið ekki að vera hrædd. Frænka yðar er við beztu heilsu eftir aldri, og það er mitt hlutverk að hafa auga með þjónustufólkinu, og vera henni til afþreyingar. Ég kom hing- að, það er að segja frá Libanon, til að Ijúka við ritgerð, og einn dag- inn lenti ég ! óveðri hér ! grennd- inni, en fékk húsaskjól hér. Frænka yðar annaðist mig vel, en svo varð það að samkomulagi að ég yrði um kyrrt. — Hve lengi hafið þér verið hérna? spurði ég. — Næstum ár. Ég kom í júlí í fyrra. Það er gott að heyra að henni líður vel. Þá get ég kannski fengið að tala við hana? — Hve langt er síðan þér frétt- uð af frænku yðar? — Ég hef séð hana aðeins þrisvar, og síðast þegar ég var sjö ára, en foreldrar mínir fengu bréf frá henni í fyrra. Hann leit niður. — Ungfrú Mansel, hve mikið vitið þér og skyldfólk yðar um lifnaðarhætti frænku yðar? — Við vitum ekki mikið, en við vitum að hún hefur orðið sérkenni- legri með árunum. Ég á við hug- myndir hennar um lafði Hester Stanhope. Honum létti sýnilega. — Ég var að hugsa um hvort þér hefðuð einhverja hugmynd um þá sögu. Ef tekið er tillit til þess að hún hefur líkt eftir lifnaðarhátt- um lafði Hester, þá er auðveldara að gera sér grein fyrir hlutunum. Fyrstu árin hér í Dar Ibrahim lifði hún stórbrotnu lífi og einhver hafði á orði, að hún líktist lafði Stanhope. Þá fór hún að kynna sér þá sögu, og það hentaði henni vel að líkja eftir því sem þar var sagt. Eftir að hún var farin að semja sig eftir lifnaðarháttum lafði Stanhope, skemmti hún sér konunglega. Og þegar mér skaut upp, þá fékk hún þá hugmynd að ég ætti að vera „líflæknir" hennar. En það eina sem ég geri, er að hafa ofan af fyrir henni og snúast í kringum hana. Ef hún verður veik, hringi ég til læknisins ! Beirut. — Hvaða læknir hefir hún, síð- an Grafton fór? — Hann starði á mig. — Grafton læknir? — Þekkið þér hann ekki? Hann stundaði hana þangað til fyrir hálfu ári síðan,,og þá hljótið þér að hafa verið hér. — Já, að vfsu. Ég undraðist að- eins hvernig þér vissuð um Grafton lækni. — Ég frétti af honum á hótelinu. Hver stundar hana núna? Framhald í næsta blaði. 2. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.