Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 5
# vísur vikunnar Að lofa sér og öðrum yfirbót á öllu því sem farið hefur miður, er siður vor um sérhver áramót og sízt af öllu má hann leggjast niður. En syndin að oss sækir furðu hljótt og sumum gefst þá lítill fyrirvari, þótt göfug áform gleymist jafnan fljótt, þau gefa mynd af réttu hugarfari. HarSskeyttar skjaldmeyjar Þótt. það heyri frekar til und- antekninga, eru þess íjölmörg dæmi að kvenfólk hafi lagst í hernað þegar mikið hefur legið við, og er margra mál að þær séu þá sýnu grimmari og óhlut- vandari en karlar. Jóhanna frá Örk er líklega frægasta skjald- mær allra alda, og vantar ekki að síðari tíma kvenskörungum hafi verið við hana líkt, þar á meðal hérlendis. ísraelsmenn hafa eitthvað notaðskjaldmeyjar í sínum hernaði gegn Aröbum, að minnsta kosti 1948, og pale- stínu-arabiskir skæruliðar hafa tekið upp sama sið. Kváðu ara- bískir kvenmenn miklu harðari af sér í stríði en karlmenn sama þjóðernis, og þarf varla mikið til. Japanir kváðu og hafa beitt skjaldmeyjum í bardögunum á Ókínava og i Víetnam fer þátt- taka þeirra í stríðsrekstri Víet- kong og Norður-Víetnama sí- vaxandi. Meðfylgjandi mynd er frá víetnömskum smábæ nálægt landamærum Suður- og Norð- ur-Víetnams, og er hann á valdi herja síðarnefnda ríkisins. Bandarísk herskip skjóta þrá- sinnis á þetta svæði og hafa til dæmis lagt þorp þetta nær al- gerlega í rústir. Þrjátíu og sjö heimasætur úr þorpinu fóru þá fram á að fá að manna eitt strandvirkjanna til að leita hefnda fyrir sig og sína. Þær fengu áttatíu og fimm milli- metra sprengjubyssu að spreyta sig á og hafa að sögn þegar hæft fjóra bandaríska tundur- spilla, þar af laskað einn mjög alvarlega. ☆ Getty yngri demonstrant Bandaríski olíumagnatinn Paul Getty, sem kvað vera ríkasti mað- ur heims, hefur verið kvæntur fimm sinnum og skilið jafnoft. Einn sona hans heitir Paul eins og pabb- inn og er nú tuttugu og sjö ára. Piltungur þessi er sagður hálf- gerður ónytjungur, býr í Róm og sinnir engu nema sukki og svalli, en lætur karl föður sinn borga brúsann, enda sjálfsagt hæpið að sá gamli verji aurum sínum tit nokkurs betra. Getty yngri hefur líka verið að burðast við að sýnast róttækur, trú- lega af snobbi eins og títt er um afsprengi ríkra foreldra. Til dæm- is tók hann nýlega þátt í mótmæl- um gegn hernaði landa sinna í Víetnam og var myndin tekin við það tækifæri. '&■ Sieg Heil fyrir SuSur-Afríku Suður-afrískt rugbylið, skipað hvítum mönnum eingöngu, er um þessar mundir á keppnisferðalagi I Bretlandi. Þegar liðið lét í Tvicken- ham við úrvalslið Oxfordháskóla, gerðist það er S-Afríkanarnir marsér- uðu inn á völlinn að nær allir áhorf- endur réttu fram hægri handlegg og hrópuðu: ,,Sieg Heil!" Eftir þessu hafa viðtökurnar verið víðar og sumsstaðar heitari, svo að kalla hefur orðið út allt fáanlegt lög- regluvaralið til að hægt væri að halda demonströntunum frá leik- völlunum. Enska rugbysambandið, sem bauð Suður-Afríkumönnunum til landsins, vonast til að þéna um sextíu milljónir króna á leikjunum, en talið er að kostnaðurinn við lög regluvörðinn verði álíka mik- ill. Og hann borga auðvitað engir nema brezkir skattþegnar. ☆ 4. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.