Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 19
atkvæði í sýslunni undir for-
ustu Lúðvíks Jósefssonar
kennara á Norðfirði. Eysteinn
ætlaði að drýgja sömu dáð í
kosningunum 1946, en þá
sneri stríðsgæfan allt í einu
baki við honum. Framsóknar-
flokkurinn fékk 1296 atkvæði
og Sósíalistaflokkurinn 714,
svo að þingmenn Sunnmýl-
inga urðu Ingvar Pálmason
og Lúðvík Jósefsson. Eysteinn
komst á þing eigi að síður,
þar eð ellijireyta bannaði
Ingvari heimanför. Hefur Ey-
steinn Jónsson aldrei telft á
tvísýnu þaðan í frá. Hann
skipaði efsta sæti í framboðs-
lista Framsóknarflokksms í
Suður-Múlasýslu 1949, 1953,
1956 og sumarið 1959 og hélt
enn þeim sið í Austurlands-
kjördæmi haustið 1959, svo
og 1963 og 1967. Ilefur leið-
sögn Eysteins gefizt vel, þar
eð fylgi Framsóknarflokksins
reiknast drjúgum meira á
Austurlandi en í nokkru öðru
kjördæmi, og mun það eink-
um honum að þakka. Ey-
steinn er nákunnugur fólki og
málefnum í átthögum sínum
eystra og hefur reynzt kjós-
endum þar nýtur fulltrúi.
Eysteinn Jónsson er fjöl-
hæfasti málsvari Framsókn-
arflokksins eftir að kempurn-
ar Tryggva Þórhallsson og
Jónas Jónsson leið. Mælskan
gerði Eystein frægan ungan,
þegar hann brauzt ii])p fjalls-
lilíð atvinnumennskunnar í
íslenzkum stjórnmálum forð-
um daga, og enn ber að rneta
hann áheyrilegasta ogliðtæk-
asta ræðumann flokks síns á
alþingi og öðrum málfundum.
Ilann er rökfimur og ráðsnjall
en reynist þó helzt til leiði-
gjarn af því að hann lútir
fremur að auðfengnum úrslit-
um en að ætla sér tvísýnan
stórsigur. Er liann og ágæt-
lega verki farinn, starfsamur,
nákvæmur og þolgóður og
kann skil á völundarhúsi
landsmálanna eins og glöggur
bóndi fjósi og hlöðu eða
reyndur formaður báti og vél.
Menntun Eysteins mun eink-
um sprottin af sjálfsnámi,
þegar bókfærsluþekkingin er
undanskilin, en hann les mik-
ið gamlar og' nýjar bókmennt-
ir og hefur til dæmis gerzt
handgenginn Sturlungu Hkt
og hún væri saga samtíðar-
innar. Nútimann lifir hann sér
í lagi úti í ríki náttúrunnar.
Eysteinn er annálaður göngu-
garpur um slóðir dala, heiða
og fjalla, þegar sumar ilmar
og skín á íslandi, en fer mjall-
arbrautir á skíðum í vetrar-
sva;la. Eru honum slíkar
íþróttir frjó lífsnautn, og eiga
J)ær sennilega drjúgan þátt í,
livað bein hans þola góða
daga.
Frama sinn upphaflega átti
Eysteinn mjög að þakka vel-
þóknun Jónasar frá Hriflu, en
hann brást fóstra sínum fyrr
en varði. Frumkvæði Jæss
hefur verið eignað Hermanni
Jónassyni. Sú ályktun telst
þó hæpin. Eysteinn var of
sjálfstæður og einþykkur að
sætta sig við skilyrðislausa
hlýðni og auðmjúka fylgd, og
skipulagshæfileikar hans réðu
úrslitum um leiðtogaskipti í
F ramsóknarf lokknum, þegar
valdsmennska Jónasar keyrði
úr hófi. Einbeitnina sannaði
hann glöggt sem fjármálaráð-
herra. Embætti J)að var eng-
an veginn öfundsvert á
kreppuárunum, en Eysteinn
reyndist þá svo vaskur, að
hann óx af hverjum vanda og
sérhverri hólmgöngu. Þó fór
svo brátt, að meðfædd smá-
munasemi Eysteins sagði til
sin og breytti afstöðu hans og
vinnubrögðum. Safnaði hann
þá skattpeningum at' óhugn-
anlegri ástríðu, kepptist við
að draga í ríkisfjárhirzluna
allt, er til l'éll, og heimtaði
jafnan meira en hann lét al*
hendi rakna í hræðslukenndri
tilhugsun þess, að tekjur
hrykkju ekki fyrir útgjöldum,
og sinnti lítt árferði. Varð
bókfærslulegur afgangur á
landsreikningum Eysteins
loks árátta eða sáluhjálpar-
atriði, unz hann sat við að
telja krónur eins og nirfill.
Gerðist og lítill munur á,
hvort hann taldist málsvari
róttækni eða íhaldssemi í orði
kveðnu. Eysteinn fór löngum
sínu fram og gætti rikisfjár-
liirzlunnar líkt og eigingjarnt
barn leikfanga sinna, unz
hann sofnaði með hana tóma
í fanginu örlaganóttina, l)eg-
ar vinstri stjórnin gafst upp
í haustmyrkrinu 1958. Ey-
steinn vaknaði morguninn
eftir úti á víðavangi og veit
ekki enn, hvernig hann barst
þangað.
Orðsnilli Eysteins Jónsson-
ar gerir honum fært að túlka
hvern þann málstað, sem
hann grunar að henti Fram-
Framhald á bls. 46
4. tbi. VIKAN 19