Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 22
Hringur soltlánsins EFIil MARV STEWART Ég skildi ekki hversvegna Charles vildi láta koma sér óséðum inn í höllina. Hélt að hann væri tortrygginn að ástæðu- lausu, - þangað til ég sá nokkuð sem kom mér ónotalega fyrir . . . FJORÐI HLUTI. Ég hafði heyrt heilmikið um hina sérvitru frænku föður míns, siðan ég kom til Austurlanda. Mér var sagt að hún væri einskonar goð- sögn í Libanon, — bjó eins og arabískur fursti í gamalli höll. En nú hafði hún ekkert verið á ferli um langt skeið, enginn hafði séð henni bregða fyrir upp á síðkast- ið. Ég komst samt inn í höllina; lét hreinlega ekki vísa mér frá. Ég sá þó eftir að hafa ekki beð- ið eftir Charles frænda mínum, sem ætlaði að koma til Beirut nokkr- um dögum síðar. Höllin var hræði- lega niðurnídd, og Herriet frænka . . . ég get eiginlega ekki lýst henni á nokkurn sannfærandi hátt. Fólkið sem hugsaði um hana var líka eitthvað furðulegt; ungur Eng- lendingur, sem hafði numið sál- fræði, og unga stúlkan Halide, sem var mjög ókurteis við mig. Harriet frænka yfirheyrði mig, í bókstaf- legum skilningi. Ég hafði ekki séð hana í fimmtán ár, og það eina sem ég mundi eftir var geysistór rúbinhringur, sem hún ennþá bar. Aður en ég fór, sagði ég að Charles 22 VIKAN 4-tbl- myndi koma til að heimsækja hana, en mér var sagt að það væri ó- framkvæmanlegt. Ég fékk ekki við- tal við frænku mína, fyrr en liðið var fram á nótt, svo ég varð að vera um kyrrt yfir nóttina. Hamid, bílstjórinn, sem hafði ekið mér til hallarinnar, æilaði að sækja mig næsta morgun, en hann kom ekki. Þegar ég kom niður að ánni, sá ég hvers vegna hann hafði ekki komið; það var komið flóð í ána, og algerlega ómögulegt að kom- ast yfir hana. En á hinum bakkan- um sá ég mann, sem veifaði til mín. Það var ekki Hamid, heldur Charles, í eigin persónu . . . Þung hurðin skall aftur að baki mér. Höllin var nú lokuð, yfirgefin, eins og daginn áður. Þegar ég var komin niður af klettinum leit ég í kringum mig. Ég vonaðist til að sjá Hamid, en hann var hvergi sjáanlegur. Þegar ég kom alveg niður sá ég ástaaðuna fyrir fjarveru hans, áin hafði vaxið, það var hvergi hægt að komast yfir hana á þessum stað. Staksteinarnir, leyfarnir af gömlu brúnni, voru alveg í kafi. Ég leit hjálparvana í kringum mig. Það var ekki undarlegt að Nasirulla lét ekki sjá sig, og sama var að segja um Hamid. Þá kom ég auga á dökkeygðan dreng, sem sat hinum megin við ána. Ég kallaði til hans. — Halló! Talarðu ensku? Hann kinkaði kolli. — Hvar kemst ég yfir ána? — Hvergi fyrr en á morgun. Hann hlaut að hafa séð undrun mína, svo hann benti upp með ánni. — Slæmt, slæmt, sagði hann. — Þér vera þarna? Þér hjá lafði? — Já, geturðu útvegað mér múl- dýr? Ég borga vel, öskraði ég. Hann hristi höfuðið. — Allir drukkna. Vatnið hættu- legt. Svo benti hann í áttina að þorpinu, og þegar ég leit þangað, sá ég Hamid koma eftir stignum. Nokkrum sekúndum síðar sá ég að þetta var ekki Hamid, heldur Charles, í eigin persónu . . . Við stóðum og horfðum hvort á annað yfir þetta sex metra breiða fljót. — Halló, hrópaði ég. — Ég kemst ekki yfir. — Það lítur út fyrir það. Það er mátulegt á þig. Þú fórzt á bak við mig. Hvernig líður henni? — Agætlega. Hvenær komst þú? — Ég kom í morgun. Ég hitti bílstjórann þinn og ég sagði hon- um að ég skildi sækja þig. Ég kem yfir, sagði frændi minn og fór að klæða sig úr skyrtunni. — Charles, það þýðir ekkert! öskraði ég, skelfingu lostin. Hún sagðist ekki vilja hitta þig. Ég sé enga skýringu á því, en hún vill alls ekki hitta þig. Charles sneri sér að smala- drengnum og sagði eitthvað við hann. Svo kallaði hann: — Hann segir að ég geti kom- izt yfir nokkuð ofar við ána. Við getum ekki staðið hér og kallast á um einkalíf frænku okkar yfir þetta vatnsfall. Farðu upp eftir þín megin. — Ég skal reyna. Ég gekk upp með ánni. Það var enginn stígur, og kletturinn var þverhníptur niður að vatninu, svo það varð erfitt að komast áfram. Við hljótum að hafa gengið að minnsta kosti hálfan annan kíló- meter, þegar áin lá, svo að segja beina leið upp að klettinum. I raun og veru kom vatnið beint út úr klettinum. Uppsprettulindin að Nahr el-Sal'q var eins og smá- mynd af Adonisuppsprettunni. ís- blátt vatnið sprautaðist út úr klett- inum og myndaði hvítfyssi gegnum rauf í klettinum. Það hefði verið hreint sjálfsmorð að reyna að kom- ast yfir á þessum stað, og fyrir ofan fossinn var bergið hátt og þverhnípt. En þarna benti drengurinn, og ég sá, mér til skelfingar, að Charles gekk að þessum stað. Þá kom mér í hug, að eitt af því sem Charles hafði stundað var reyndar fjalla- klifur, svo mér varð rórra. Það leið heldur ekki á löngu, þar til hann var kominn yfir. Ég fylgdi honum eftir upp úr gilinu, og eftir smástund vorum við stödd á lítilli hásléttu. Þarna var miög svipað umhorfs og við Adoniskelduna, því að uppi á há- sléttunni voru rústir af gömlu hofi. Við settumst í þrepin í skugga af súlunum. — O, Charles, ef þú vissir hve fegin ég er að sjá þig. En hvað á ég að gera, ég get ekki klifrað þarna niður, og drengurinn sagði að vatnið lækkaði ekki í ánni fyrr en á morgun. — Þú verður þá að fara til hall- arinnar aftur. Það hafði ég hugs- að mér að gera sjálfur. Hvað áttu við með því að hún vilji ekki sjá mig? — Hún sagði sjálf að hún kærði sig ekki um að hitta þig. En hvern- ig stendur á því að þú ert kom- inn? — Faðir Bens kom ekki, honum hafði eitthvað seinkað, svo það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.