Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 12
STÖKKIÐ EINA OG Ml KLA Londort - Atlanterhavet Á flugi sínu yfir Atlantshafið hafði Charles Lindbergh ekki annað nesti en fimm smurbrauðssneiðar — punktalinan sýnir hina 5860 kíló- metra löngu flugleið hans frá New York til Parísar. 25.000 dollurum hafði verið heitið í verðlaun hverjum þeim, er kæmist þessa leið án viðkomu fyrstur manna, og Lindbergh hætti á þetta! Myndin til hægri sýnir tvo Frakka, Nungesser og Coli, sem tveimur dögum áður höfðu lagt af stað frá Paris í von um að komast sömu leið. Þeir fóru í tveggja sæta flugvél sem hét „Oiseau Blanc", en tilraun þeirra endaði með ósköpum. ()n þótt nú á dögum þyki fínt að vera friðarsinni, þá var öldin önnur á þeim ár- um. Og þegar út í eldinn var komið, stóð ekki á Lind- bergh að sýna tryggð við sitt fósturland. Hann tók þátt í stríðinu á Kvrrahafi og gat sér þar nýtt frægðarorð. Eftir striðið hefur farið minna fyrii Lindbergh en áður, en þó hefur liann elcki verið athafnalaus. Hann lief- ur gegnt ýmsum ábyrgðar- stöðum, hæði fyrir banda- ríska varnarmálaráðuneytið og þarlend flugfélög. Einnig hefur hann skrifað allmarg- ar hækur um afrek sín og flugmál yfirleitt, og fyrir bók sína um flugið yfir Atlants- liaf fékk hann Pulitzerverð- launin. Kona lians er einnig þekktur rithöfundur, og hef- ur auk fcrðabóka skrifað ljóð og ritgerðir. En vikjum nú nokkrum orðum að því afreki Lind- herglis, sein langmestrar frægðar hefur aflað honum. Tuttugasti og fyrsti maí, 1927. Klukkan er tíu að kvöldi. Flugkappinn mikli er 12 VIKAN 4 tbl staddut yfir París, úrvinda af þreytu. Hann sér þegar ljósbreiðu horgarinnar, sem minnir á stjörnumergð. — Annar stjörnuhiminn er auð- vitað til, en hann hefur allt- af verið fjarri mannfólkinu. Annars hefði liann aldrei verið neinn himinn. En fólk ið gerir sitt hezta og hýr sér til himna á jörðu niðri, — himna sem ekki eru stærri en svo að liægt sé að átta sig á stærð þeirra. Þessi himinn sem Lindbergh nú sá fyrir neðan sig var Paris, og þótt honum sýndist sá raunveru- legi himinn fjærri nú en nokkru sinni þá endurtók hann stöðugt fyrir sjálfum sér, að París væri einmitt sá himinn er liann sæklist eft- ir. Eiffelturninn kom í ljós. Hann flaug hring i kringum hann til að vera alveg örugg- ur. Hann tók stefnu í norð- auslur, á flugvöllinn Le Bourget. Hann fahn völlinn nærri strax, svo fljótt að liann trúði því ekki sjálfur að hann væri sá rélli. Hann flaug enn smáspöl, en fann engan annan völl og sneri þá við. En völlurinn var al- myrkur — í þá daga var flugtæknin ckki nema á ung- lingsárum. En hann kom ekki á óvart — allar götur í nágrenninu voru troðnar af hílum. Klukkan var luttugu og fjórar mínútur yfir tíu Jiegar hann fann hjólin snerta jörðina. Fögnuður fransmannanna sem tóku á móti lionum átti sér engin takmörk, og hefur einhvern tíma þurft minna til. Manngrúinn hrauzt í gegnum varnarmúr kylfuhú- inna lögreglumanna er um- kringt liöfðu flugvöllinn og æddi liúrrandi á móti mann- inum, sem fikraði sig ör- þreyttur út iir farlcostinum. Hann neyddi sig til að hrosa. Fáar sögur fara af tilfinn- ingum hans á Jiessari stund, en sjálfur lét hann einhvern tíma þau orð falla að sig hefði á þeirri stundu aðeins langað i heitt hað og glas af mjólk. Hann hafði flogið yf- ir lAtlantsliaf — og þó lang- aði hann ekki í annað, nú þegar komið var á leiðar- enda. Næstu daga og raunar mánuði voru bandarísku blöðin þrvkkt i fleiri þúsund- um tonna meir en vant var. Það var ekki um annað meira talað i öllum heiminum, en liann og flug- vélina hans, sem var gædd Wriglit Whirlwind-mótor með loflkælingu, níu kertum og tuttugu og þremur liest- öflum. Um hann hefur ver- ið sagt: liann gat ekki verið án flugvélarinnar sinnar, og þess vegna hejipnaðist hon- um þetta. Alls konar aðilar lcepptust um að sýna honum sóma, hver á sinn liátt. Landi hans einn af kínversku for- eldri gaf syni sínum nafn af tilefni afreksins: One Long Hop. Eins og fyrr er á drepið álti flugástríða Lindberghs sér langa sögu. Ilann var ekki nema tíu ára Jiegar hann í fyrsta sinn sá flugvél á lofti, og upp frá Jiví gat hann eklci um annað hugsað en komast sjálfur á loft. Auðvitað skynjar tíu ára

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.