Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 28
Þetta hús, sem var
heimkynni dauðans,
var yzt í þorpinu.
Kvöld nokkurt kom
þangað ungur hermað-
ur og baðst
gistingar...
Gamli maðurinn sat á stól
við hliðið. Hann kallaði til
allra, sem nálguðust hann:
„Láttu húsið mitt í friði.“
Húsið var lítið, þrjú her-
bergi, eldhiís og tvö ])aklier-
bergi. Trén í garðinum voru
lauflaus, grasið hélað, ekki
einusinni bithagi. — Þar
sýndist sannarlega ekki vera
mikils að gæta, en gamli mað-
urinn vék ekki af verðinum.
Hann sat þarna rólegur þó að
rökkvaði, og kallaði til þeirra
er fram hjá gengu:
„Láttu húsið mitt í friði.“
Hann stóð upp, ef einhver
af hermönnum óvinanna nam
staðar við hliðið, tók ofan ó-
hreinu, mosalitaða húfuna, og
sagði, að dauðinn byggi í hús-
inu.
„Ég segi þetta yðar vegna,
dauðinn býr í húsinu mínu.
Komið með mér, ef þér trúið
mér ekki, ég skal sýna yður
það. En hann er smitandi
herra, mjög smitandi.“
Og hermennirnir rengdu
hann ekki, því að gamli mað-
urinn leit út eins og dauðinn.
Þetta hús, sem hýsti dauð-
ann var yzt í þorpinu. Eitt
sinn er mvrkur var skollið á,
kom ungur hermaður og
baðst gistingar.
Hann hafði knúð á margar
hurðir en allsstaðar voru öll
rúm skipuð. Um það var ekki
að ræða fyrir hann að rata í
myrkrinu til næsta þorps.
Hermaðurinn óttaðist jafnlít-
ið dauða sinn sem einum her-
manni er leyfilegt. Gamli
maðurinn endurtók það sama
við hann og þá, er áður höfðu
farið þar fram hjá, en her-
28 VIKAN 4-tbl-