Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 45
„Ég heiti Joyce. Joyce Neu- berger.“ Hún velti höfðinu til á kodd- anum .Hann var rakur af tárum hennar. Allt í einu sagði hún með grát- staf í kverkunum: „í sjö ár hefur enginn kallað mig Joyce. Það stendur öllum á sama um mig! Það er andstyggi- legt. Mig langaði mest til að myrða það allt saman. Hann kallar mig „Skógareldinn“. En hann hatar mig og ég hata hann líka. Þennan skitna svertingja! Ég gæti sagt yður. . þér mynd- uð ekki trúa því ... Hér er enginn, sem ber minnstu virð- ingu fyrir manni, læknir. Það skilur ekki ameríska konu.“ Hann klappaði henni á hand- arbakið. „Ég er sannfærður um, að furstinn ber einlægan hlýhug til yðar.“ Hún leit við og horfði forviða á hann. „Hvað segið þér?“ „Hans tign talar mjög ástúð- lega um yður.“ Hún lyfti höfði og leit inni- lega steinhissa framan í lækn- inn. Síðan lá hún skeytingarlaus meðan hann mældi hana, hlust- aði og taldi æðaslög hennar. Að loknum miðdegisverði var hans tign í bezta skapi og tók til að föndra við leikföngin sín. Þeir settu litlu silfurlestina af stað og sendu portvín í hringferð um borðið, hulið bensíngufu, þangað til kviknaði í dúknum. Þá slökktu þeir eldinn með port- víni. Þegar aðrir gestir voru farnir, vildi hans tign uppvægur drekka eitt glas með lækninum. „Mikið er erfitt að fást við alla þessa gesti. Sannarlega hef- ur skáldið mikla haft rétt að mæta, þar sem það segir: „Hið krýnda höfuð sjaldan við kyrrð sér unað fær.“ Ég veit þér vor- kennið mér, Arbuthnot, er ég segi yður, að af tuttugu og fjór- um stundum sólarhringsins get ég sjaldan eytt stundarfjórðungi til að vera ég sjálfur. Svo sem allir Hindúar, elska ég fjölskyldu mína og virði kon- una sem helgidóm þann, er sér fyrir framvindu lífsins. En ég hefi bara allt of takmarkaðan tíma til að njóta þessa unaðar, sem hjarta mitt þráir.“ ,.En við vorum að tala um vís- indin, Arbuthnot, og framfarir þær, sem orðið hafa á 20 öldinni. Þetta hérna,“ mælti furstinn og þrýsti á hnapp við hliðina á hljóðnema, er stóð á skrifborði hans, „er síðasta furðuverk vís- indanna.“ Það heyrðist suða í hljóðnem- anum og litlu síðar heyrðist greinilegur andardráttur. Styrk- ur hljóðsins var mjög magnað- ur. Síðar varð hljóð og nú heyrð- ist andvarpað. „Það er furstafrúin, sem þér heyrið til. Hljóðnemanum er komið fyrir í herbergi hennar. Það á að vera óvænt gjöf til hennar, þegar hún hefur náð fullri heilsu.“ Hún hallaðist að hægindum sínum, þegar hann kom upp til hennar. „Það er enginn bak við glugga- tjöldin. Nei, þér megið ekki grípa fram í fyrir mér. Ég verð að segja einhverjum frá því áður en ég er öll.“ „En furstafrú. . . . “ „Þér minntust á barnið í gær. Þér sögðuð að furstinn elskaði mig. En þér verðið að vita sann- leikann, læknir, — mig langar svo til að þér vitið allt eins og það er.“ Hann gaf henni bendingu um að þagna, en hún var óstöðvandi. „Það er dansmey, læknir. Hún er tólf ára gömul. Litla flónið. En hún er nógu kæn. Hún notar augnalit. Ekki veit ég hvað hann sér við hana, enda stend- ur mér á sama. Hún heldur sér ægilega mikið til. Aldrei kæmi mér til hugar að ganga með skartgripi í nefinu og með ökla- hringi og berfætt, og svo litar hún lófana rauða. En það er hún, læknir ,hún vefur honum um litlafingur sinn. Og hann er enginn heiðursmað- ur, læknir. Hann heimtar að ég tali við hana og þoli hana hér í höllinni. Þær kalla sig dansmeyj- ar. í Bandaríkjunum köllum við þær dálítið annað.“ „Joce ....“ „Nei, þér komuð hingað til að stunda mig og þér verðið að vita eins og er. Ég er eiginlega ekki að álasa telpunni. Hana langar auðvitað til að giftast. Hún er svört eins og hann, svo þau eiga ef til vill saman.“ Hann svipaðist örvilnaður um í herberginu og datt í hug, hvort ekki væri unnt að finna hljóð- nemann og byrgja hann með einhverju. „Hún vill verða furstafrú og þessi skitni blökkumaður er jafn æstur og hún. En eins og þér vit- ið, læknir, mega Hindúar ekki l eiga nema eina konu, og það er ég sem er steinn í götu þeirra.“ 1 Læknirinn vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. „Þér megið ómögulega íþyngja mér með einlægni yðar, fursta- p ^ fru. Slikt verður að vera einka- mál. Ég er hér sem læknir, ekki sem hjúskaparmiðlari. Ég er [• . hingað kominn til þess að hjálpa til við fæðinguna. Sambúð yðar við furstann ...“ r „En skiljið þér þá ekki,“ mælti hún með kaldri furðu. „Skiljið a þér ekki, hvernig sjúkdómi mín- i. um er háttað? Mér er gefið eitur.“ Við miðdegisverðinn var g ómögulegt að greina, hvort furst- í inn hafði hlustað. Hann var í ljómandi skapi og lét alveg hjá ð líða að tala um góðvild sína, vald og skyldurækni. Hins vegar spjallaði hann lengi um þyrlur, og taldi þær flugvélar framtíð- arinnar. Eftir þetta sat læknirinn lengi úti á dyrasvölum sínum og grandskoðaði samvizku sína sem faglærðs manns. Konum, sem beittar eru órétti, verður oft á að skrökva, þungaðar konur gefa stundum hugmyndafluginu laus- an tauminn. — Hvern einasta hvítan mann á Indlandi grunar það einhvern tíma á ævinni, að honum hafi verið gefið eitur. Manni fannst allt landið eitrað. Hýenurnar góluðu úti í nætur- kyrrðinni. Það fór hrollur um Arbuthnot. Hann fékk sér glas af viskýi, nær því óblönduðu og fór að hátta. Hann vaknaði við uppköst og miklar þrautir innvortis. Maginn var eins og logandi eldur og tungan límdist við góminn af þorsta. Það var blóð í spýjunni. Innýflin voru öll úr jafnvægi, æðaslátturinn ör en veikur. Vöðvarnir í fótleggjum hans herptust saman, eins og í krampaflogum. Hann reyndi að gera sér grein fyrir siúkdóms- einkennum milli kvalakastanna til þess að leita orsakanna. Þar sem hann stundaði lækn- ingar í Austurlöndum, varð hon- um þegar hugsað til hitabeltis- sjúkdóma. Kólera, taugaveiki eða blóðkreppusótt? Hann saup á viskýflöskunni og seldi enn meira upp. Hann sat á rekkjustokknum og dinglaði ísköldum fótum. Dró andann ótt og títt, greip svitarakt höfuð sitt og þvingaði sig til að hugsa. Eitur! Hann dróst yfir að stólnum, sem hann hafði lagt föt sin á, og náði í minni siúkdómslýsingabók Bourroughs úr jakkavasanum. Hann blaðaði í bókinni dofnum fingrum, allt hringsnerist fyrir augum hans og stafirnir runnu saman undir skjálfandi gómun- um. Blaðsíðu 70. Ólífrænt eitur (framhald). Arsenik og arsenik- blöndur. Einkenni: Eins og við antimon. Hann bölvaði þeirri áreynslu, að verða að fletta til baka, en eitthvað varð hann að aðhafast, eitthvað að hugsa. Varð arsenik leyst upp í viskýi? — Skyldi það finnast í bók Bourroughs, hann hélt helzt ekki. Hann fór yfir þéttprentaðar blaðsíðurnar, en sá sama sem ekkert. Hann hristi viskýflösk- una og sá að eitthvað botnfall var í henni. Síðan fleygði hann flösk- unni út um gluggann. Lækning. Þrátt fyrir kvalirnar leitaði hann aftur uppi blaðsíðu 70, en gat sama og ekkert lesið, letrið var svo smátt. Heilinn var í ólagi og hann skildi ekki lengri orðin. Magaskolun og járnildi — 2 — 2 milligram á hvert kíló af líkams- FALLEGIR OG VANDAÐIR. Kœliskápar við góðu verði/ (Við viljum benda yður á hversvegna) — Framleiddir af stærstu heimilistæk j a verksmið j u Noregs, eftir kröfum norskra neytendasam- taka. — Innréttaðir á áberandi smekklegan og hreinlegan hátt. — ABS piast í innréttingum, (það sterkasta og bezta sem völ er á í dag). — Halda miklu frosti á frystihólfi. — Með segul- læsingu, á hjólum og taka lítið pláss. — Vandlega ryðvarðir, ábyrgð _ og traust þjónusta. Góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10, sími 16995. BALDUR JÓNSSON SF. Hverfisgötu 37, sími 18994. 4 tbi. VIKAN 4,5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.